Félagsbréf - 01.07.1960, Side 9

Félagsbréf - 01.07.1960, Side 9
J'ÉLAGSBRÉF 7 hljóða i greini og viðskeytum hverfur: að sœkja hestana og leita hestanna verður nœstum eins, gjarnast borið fram með tveim n-um. „Vegna áskorunar“ verður i framburði vegna áskorunnar o. s. jrv. Skiljanlega er torvelt að kenna réttritun, þegar málfar er á þessa leið. Það ýtir undir hina síðasttöldu skekkju, að nokkrar raddir, sem tengdar eru starfsemi Ríkisútvarpsins, eru haldnar þessum ágalla, að ógleymdum hroðalegum áherzluvillum, segja t. d. ókey-piss i stað ókeypis. Xefna má og ágalla sumra radda, er segja veðurfregnir, en geta ekki borið skammlaust fram töfraorðin stig og mið.“ '•állý/kur hvert’a. Dccmi Sveinbjarnar Sigurjónssonar eru skýr og ólvirœð. Rétt er að bccta við einu athyglisverðu dæmi: Mörg börn og unglingar geta ekki gert greinarmun á smáorðunum að og af og nota þau á víxl i rituðu máli, að þvi er virðist af handahófi. Hlýtur það að stafa af mjög óskýrum framburði þessara orða, bœði sennilega borin fram sem a. I tungunni er éins og kunnugt er ofurlitið um mállýzkur, þó að það sé sem betur fer litilvœgt miðað við ýmis önnur mál. Með hinum auknu samgöngum og bústaðaflutnmgum fólks milli lands- hluta er hætt við, að allur slikur mismunur á framburði þurrkist út á tiltölulega skömmum tíma. Hlýtur þá að koma til athugunar, að sjaldnast gildir einu, hvaða mállýzkufyrirbrigði sigrar, því að eitt er löngum fallegra eða upprunalegra en annað. Nægir i því að t>enda á framburðinn á hv. Hefur það hljóð lengi verið borið frani sem kv norðan lands, en sá framburður virðist nú breiðast út. um allt landið, þó að hitt sé ólíkt fallegra og réttara. Sama er °ð segja um hinn lina, sunnlenzka frmburð á p, t, k, (glába, gráda, taga). Hann virðist vera að færast i aukana og verða æ linari. I báð- am þessum dæmum stefnir með öðrum orðum að hinu verra, ef ekkert verður að gert. Ýmislegt fleira mœtti telja. Ekki er annað sýnna en fullkomin ástæða sé til að málfrœðingar komi sér sarnan um, hvaða framburður sé æskilegastur i hverju til-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.