Félagsbréf - 01.07.1960, Síða 14

Félagsbréf - 01.07.1960, Síða 14
12 FÉLAGSBRÉF gleði, sem fregnin annars hefði veitt hon- um. Sagði hann þá í stuttu ávarpi, að kona )>ans hefði verið „innblásturinn að öllu lífsstarfi mínu.“ Sjálfur var Jiménez far- inn að heilsu og gat ekki farið til Stokk- hólms til þess að veita verðlaununum móttöku. Það gerði, í stað hans, forseti háskólans í Puerto Rico, Jaime Benítez. Virtist Jiménez ekki getað tekið gleði sína á ný eftir andlát konu sinnar. Heilsu hans hnignaði smám saman og hann lézt á aðlíðandi sumri árið 1958. Juan Ramón Jiménez hefur verið lýst þannig, að hann liafi verið óvenju hljóð- látur maður, yfirlætislaus í dagfari og hneigður til þunglyndis, en hann var hinn mesti hugljúfi hverjum þeim, sem komst í kynni við hann. Abel Plenn hefur látið í ljós það álit sitt í grein um Jiménez sem hirtist í New York Times Book Review, að „flóttinn, hverfulleikinn í skap- gerð hans hafi oft skapað andrúmsloftið, jafnvel efniviðinn, í Ijóðum hans.“ I sömu grein segir Plenn: „Hann hefur réttilega verið nefndur ,skáld óuraræðileikans‘, sem skynjar heild lifsins í hverju breytilegu augnabliki tilverunnar.“ Börn, blóm og dýr voru hans mesta yndi. Nemendur hans höfðu mikið dálæti á honum, og sama var sagt um samstarfsmenn hans við þá háskóla, þar sem hann kenndi. Sjálfur sagði Juan Ramón: „Guð er uppá- haldsskáld mitt.“ Þ. E.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.