Félagsbréf - 01.07.1960, Qupperneq 17
félagsbréf
15
SÓLMYRKVINN
Við stungum höndunum ósjálfrátt niður í buxnavasana og fundum
hvernig svölum skugga brá fyrir enni okkar, eins og þegar komið er
inn í þykkan furuskóg. Hœnumar settust upp á prik sín, ein af
annarri. Grœni liturinn á jörðinni tók að dökkna, eins og stóra, pur-
purarauða klœðið af háaltarinu hefði verið breitt yfir hana. Langt
í fjarska glitti í sjóinn, eins og hvíta rák, og nokkrar stjörnur blikuðu
dauft uppi á himninum. En hvað hvíti liturinn á húsþökunum varð
öðruvísi hvítur! Við, sem vorum uppi á þaki, skiptumst á misjafn-
lega skynsömum athugasemdum og litum út eins og smáar skugga •
verur mitt í djúpri þögn sólmyrkvans.
Við reyndum að skoða sólina gegnum hvað sem hendi var nœst:
leikhúskíki, flösku, sótugt glerbrot. Alls staðar að: úr kvistgluggan-
um, stiganum í garðinum, úr glugga kornhlöðunnar, húsagarðinum,
gegnum rauðar og bláar rúðumar. ...
Sólin, sem fyrir skammri stundu hafði gert alla hluti tvisvar sinnum,
þrisvar sinnum, já, hundrað sinnum meiri og betri í gulli sínu og
geislaflóði, var farin í felur, hafði yfirgefið allt, skilið það eftir éitt,
og autt og fátœklegt, eins og maður hefði skipt á gulli fyrir silfur,,
°g þvi aftur fyrir eir. Þorpið leit út eins og gamall, áfallinn kopar-
peningur, sem enginn vildi eiga. Hve þetta var allt aumt og lítilfjör-
fegt: götumar, torgið, turninn, vegurinn upp eftir fjallshlíðinni.
Glói var ekki einu sinni sjálfum sér líkur, þar sem hann hímdi
ut á hlaði. Hann var miklu minni en hann átti að sér.... allt annar
Qsni....
TÍMAKENNSLAN
Eí þú vildir fara í tímakennslu með hinum börnunum, Glói, mynd-
irðu lœra að stafa og skrifa. Þú myndir vita meira en asninn í vax-
^Yndunum — vinur hafmeyjarinnar, sem til að sjá gegnum glerhjúp-
lnri- virðist skreytt festum úr gerviblómum og gœdd rósrauðu og