Félagsbréf - 01.07.1960, Síða 24
22
FÉLAGSBRÉF
skemmir. Þarna niðri, í seilingarlengd, hefur lítið, ilmandi bldtt blóm
sprungið út milli mosavaxinna tígulsteinanna. Enn neðar hefur svala
búið sér hreiður. Þar fyrir neðan, í hreyfingarlausum skugganum, er
smaragðsgrœn höll umlukin töfratjörn, sem stynur og hvœsir af reiði
ef maður kastar steini í hana og truflar þannig ró hennar og frið
Síðast kemur svo himinninn.
(Það er komin nótt og þarna skín máninn niðri í djúpinu, um-
kringdur tindrandi stjörnum. Þögn! Lífið hefur flúið á brott eftir veg-
inum, horfið út í fjarskann, en sálin hörfar niður í brunndjúpið svo
hún geti séð hvað handan rökkursins býr. Það er eins og risi nœtur-
innar, sá sem drottnar yfir öllum gátum heimsins, spretti á hverri
stundu upp úr brunnopinu. Ó, þið þöglu og töfrandi dvergheimar, þú
dulrœna, svalandi lind, þú seiðmagnaða, hrífandi sýn.)
— Glói, e'f ég steypi mér einhvem tíma í brunninn, þá er þao
ekki vegna þess ég vilji deyja, heldur af því að ég vil fá að faðma
stjörnurnar.
Glói rekur upp hrín, þyrstur og ákafur. Og upp úr brunninum flýg-
ur svala, þögul, slegin felmtri og ótta.
Þórður Kinarsson þýddi úr spænsku.