Félagsbréf - 01.07.1960, Page 42

Félagsbréf - 01.07.1960, Page 42
40 FÉLAGSB RÉF segir forstjórinn að ég geti ekki fengið' nema þrettán liundruð, ekki eyri framyfir, því tryggingin eigi að borgast svo seint og þurfi að vaxta sig og hefur þetta allt útreiknað. Ég skildi marininn auðvitað ekki néma að litlu leyti og gat ekki að því gert að verða dálítið hissa. Þér skiljið, 5 þúsund krónu trygging fullborguð og svo alls ekki hægt að fá nema þrettán hundruð krónur. En ég tók samt við peningunum sem ég hafði aldrei átt að gera og þess vegna eruð þér nú kominn hingað. (Síminn hringir. fíóas fer inní ganginn og kemur fram meS heyrnar- tœki'S BÓAS: Já, sæll vertu, sæll. — Ha. — Nei, því miður. — Nei, ég get það ekki. — Ha. — Alveg ómögulega. Reyndu heldur við hann Óla. Hann er búinn að fá útborgað. Það er verið að rukka mig hérna. — Hver! — Það er maður frá líftryggingarfélagi. (Onugur) — Já, ég er líf- tryggður. — Trúir því ekki. Nei, það er heldur engin furða. — Hvað9 — Ha. — Drepast! Nei, það hef ég ekki hugsað mér í bráð. Þetta skeði meðan ég renndi mér á sleða. — Fyndið! Mér finnst það hreint ekkert fyndið. — Heyrðu. Ég má ekki vera að þessu. Maðurinn biður. — Já, hann er hérna. Ég var að segja þér það. Vertu blessaður. (Fer inn og skellir heyrnartœkinu á. Kemur aftur fram og bendir inn). — Aldrei neinn friður fyrir símanum. Hann er með mér í knatt- spyrnu þessi. Hann hélt ég væri að segja brandara. (Hlœr stultaralega. Innheimtum. lyftir reikningnum en lœtur hendina falla þegar Bóas heldur áfram aó tala). BÓAS: Já, hvar vorum við aftur? (HurSin á móti opnast og andlit konunnar birtist ajtur. Bóas gefur lienni illt auga. Andlit liennar hverfur og hurðin lokast harkalega). BÓAS (hugsar); Skárri er það nú forvitnin. Ef hún gæti nú skúrað stig- ana einsog henni ber. — Já. Ég fékk sem sagt lánaðar þrettán hundruð krónur af mínum eigin peningum. Það höfðu verið borgaðar hátt á annað hundrað krónur á ári uppí þessa tryggingu, þriggja mánaða húsaleiga hjá fólkinu mínu í þá daga, já og svo fékk ég þessar þrettán lnlndruð krónur sem duga ekki einu sinni fyrir mánaðar húsaleigu. Þrettán hundruð krónur af mínum eigin peningum, og svo á ég a‘ð fara að borga af þeim vexti — TVÖ HUNDRUÐ KRÓNUR. INNHEIMTUM. (veikt); 198 krónur.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.