Félagsbréf - 01.07.1960, Page 45

Félagsbréf - 01.07.1960, Page 45
FÉLAGSBRÉF 43 HÓAS (stumrandi yfir manninum): Hvaða vitleysa er í henni? STULKAIN (í símanum): Hvað segið þér? — Hringja í líkhúsið. (Kemur fram meS heyrnartœkið). BÓAS (snýr sér aS henni): Hver var að biðja þig um að hringja? STULKAN (ringluS í símann): Nei, hann er víst ekki dáinn. Ha. Hvar heima? (Fer ajtur inn) Baugsvegi 42. DRENGURINN (hefur fært sig varfœmislega að manninum): Er hann áreiðanlega ekki dáinn? BOAS (gremjulega): Nei. hann er ekki dáinn. Ertu að óska þess? (Drengurinn beygir sig alveg niSur aS manninum fullur af forvitni). BÓAS (ýtir lionum jrá)i Á hvað ertu að góna? Ætlarðu oní manninn? (ViS stúlkuna sem er komin úr símanum). Hvað varstu að blaðra í símann? STL'LKAN (finnst hún hafa gert vel): Það er að koma sjúkrabíll BÓAS (nœsturn hrópar upp): Sjúkrabíll! Hvað gengur eiginlega að þér? (Mó&irin kemur me& blautan klút og œtlar u'8 leggja hann á enni mannsins). BÓAS (tekur klútinn af henni): Svona láttu mig um þetta. (Leggur klút- inn á enni mannsins). — Gaztu ekki verið fljótari? MÓÐIRIN: Ég var að láta vatnið renna. BÓAS (lineyksla&ur): Láta vatnið renna! (Bóas strýkur klúlnum yfir andlit mannsins. Allir horfa á þögulir. Umgangur heyrist ni&ri — raddir). BÓAS (upptckinn af manninum): Hann er byrjaður að rakna við. (Raddirnar hœkka og færast nœr. ÞaS er fyrirgangur). BOAS: Nú dámar mér. Þeir eru að koma. (Til stúlkunnar). Hringja á sjúkrabíl! (í þcssu koma tveir menn með sjúkrabörur upp á stigapallinn). SJLKRAM. I. (við hinn): Það hlýtur að vera hérna. BÓAS (hranalega): Hlýtur hvað? SJUKRAM. II.: Við áttum að sækja liingað dáinn mann. (Það líSur aftur yfir innheimtumanninn, sem liefur verið byrjaður aS reisa upp höfuðiS). BÓAS (yjir innheimtumanninum): Þar leið aftur yfir hann. (ViS sjúkra- mennina). Dáinn mann? Á hann kannski að gefa sig fram? SJUKRAM. I. (bcndir á innheimtumanninn): Er þetta maðurinn? (Sjúkramennirnir koma aS mcð börurnar).

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.