Félagsbréf - 01.07.1960, Qupperneq 49

Félagsbréf - 01.07.1960, Qupperneq 49
félagsbréf 47 með ibörnin, sem nú eru orðin tvö. Þóra vill gjarnan fara austur i sveit með drengina og Óli Finnur veit að það yrði þeim öll- um fyrir beztu, þar mundi þeim líða vel, en þessi öfl, sveitin og borgin, gera hanti að leiksoppi sínum, auk þess er hann þrjózkur og vill ekki gefast upp í barátt- unni við borgaröflin, sem þó hljóta að lokum að færa hann í kaf. Hann er bandingi þessara afla. sem skapa örlög hans. 1 vandræðum sinum kemur Þóra drengj- unum tveimur fyrir hjá fólki sínu austur i sveit. Þau fá hvergi húsnæði í bænum nenia þau þykist vera barnlaus, og með því að Ijúga þvi til ná þau loks í húsnæði hjá kaupmannshjónum vestur í bæ. Þau 'ilja ekki börn, og heldur ekki pöddur i sinum húsum. Þóra þjáist af því að 'era fjarvistum við drengina og um jólin færir hann Þóru þá. En þeim er ekki hægt að Ieyna lengi og kaupmannshjónin neyða þau til þess að senda drengina aft- ur austur. Skömmu síðar deyr annar þeirra af ofkælingu á ferðalagi um fjall- veg i vetrarhörku. Þegar Öli Finnur sér kaupmanninn næst eftir andlát sonarins litla, sturlast hann . af ofsa og bræði. Þarna er ímynd Ó9Ígurs hans i Hfinu, i baráttunni við myrk öfl borgarinnar, sem hann fær ekkert við ráðið. Hann ræðst gegn kaupmannsófétinu, sem liggur á gólfinu í blóði sínu, þegar ÓIi er leiddur út á milli tveggja lögregluþjóna. Lýsingar höfundarins eru víða ltráð- snjallar. Seint gleymir maður kaupmanns- hjónunum, þessum ómanneskjulegu og aumkunarverðu mannverum, sem komin eru úr tengslum við allt, sem mannlegt getur heitið og sjá ekkert nema eigin gróða og fínheit. — Ekki er síðri lýsing hans á för Óla Finns yfir móana og holtin óveðursnóttina, þegar hann fælir stóðið og steypist ofan í mógryfjurnar, verður að krafsa sig áfram eftir votri, slímugri og forugri jörðinni, sem nærri er búinn að gleypa hann. Hún líður manni seint úr minni. Og sálarlífslýsingar Jóns Dan ná víða djúpt og lýsa mikilli alvöru og íhygli. í þessari sögu þykir mér Jón Dan hafa náð einna mestum árangri f könnun sinni á hinum sterku og dimmu öflum, sem brjótast um í mannssálinni. Þessi saga er að mörgu leyti stórvel gerð og mun manni seint úr minni liða. Þórfiur Einarsson. Smábœkur Menningarsjóðs A þessu vori bófst útgáfa á nýjum bókaflokki á vegum Bókaútgáfu Menn- mgarsjóðs. Nefnist flokkurinn Smábækur Menningarsjóðs. Bókaútgáfu Menningar- sjoðs héfur vaxið töluverður fiskur nm hrygg á síðustu árum. Hefur bókaútgáf.i fyrirtækisins aukizt að mun og er fyrir- tækinu tvímælalaust til sóma þótt gætt hafi nokkurrar gagnrýni á bókavali þess, emkum meðal ákveðinna ungra skálda. Á. hinn bóginn finnst mér að Menningarsjóð- ur bafi að einu leyti tekið ranga stefnu í útgáfuvali sínu. Mér finnst sem sé að fyrirtækið bafi vandað mun meira val á bókum þeim sem seldar eru á frjálsum markaði heldur en á þeim bókum sem eingöngu eru gefnar út fyrir fasta félags- menn, en þær eru fáar á ári og því oft ekki um mikið val að ræða hjá þeim. Þessi bókaflokkur sem nú nýverið bef-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.