Félagsbréf - 01.07.1960, Qupperneq 55

Félagsbréf - 01.07.1960, Qupperneq 55
FÉLAGSBRÉF 53 Eitthundrað fjöll og enginn fugl, eittþúsund götur og hvergi spor, lítill bátur, öldungur einn á ánni dorgar í köldurn snjó. (Liu Tsung-Yíian: Fennt yíir ðna, 59. bls.). Kínversku ljóðin í þessari bók eru litlar, tærar myndir, sem eru gæddar sérstökum töfrum, líkt og lítið, fagurt laufblað spegl- ist í lygnu vatni. Þýðing þessara ljóða hlýtur að hafa ver- ið mjög erfið. Ljóðin munu ekki vera þýdd beint úr frummáli þeirra, og allir vita hve mikið Ijóð ínissa í þýðingu, hvað þá í þýðingu sem gerð er eftir þýðingu. Ég fæ ekki betur séð en frú Halldóra B. Björnsson hafi leyst þetta ntjög vel af hendi því öll eru Ijóðin vel læsileg og bjóta sín vel í hinni íslenzku þýðingu. Skiptar skoðanir, ritdeila Sigurðar Nordals og Einars H. Kvarans. 139 bls. Fáar ritdeilur munu hafa vakið meiri athygli en þessi mikla rimma miUi þeirra Sigurðar Nordals og Einars II. Kvarans á sínum tíma. Það er því mikill fengur fyrir okkur hina ungu að fá að lesa þessa frægu ritdeilu án þess að þurfa að þeytast úr einu tímaritinu í annað. Einnig er formáli Hannesar Péturssonar mjög gagnlegur þeim sem ekki þekktu til deilunnar fyrir lestur bókarinnar. Báðir ganga þeir deiluaðilar til verksins mcð miklum alvöruþunga og veita hvor öðrum þung högg og stór. Þó er ekki laust við að þeim gangi báðum illa að halda sér við efnið því upphaflega var deilan um skáldskap E. H. Kv. og þá skoðun S. N. að Einari bæri ekki að hlotnast sá heiður að fá Nóbelsverðlaun, en fyrr en varir er deilan svo að segja eingöngu farin að fjalla um trúarbrögð og trúarskoðanir. Þetta þykir mér miður því ég hefði held- ur kosið að lesa eftir þá viturlega rit- deilu um bókmenntir heldur en lesa trúar- játningar þeirra aftur og aftur með mis- munandi hártogunum og útúrsnúningum á báða bóga. Eins og ég sagði áðan, þá skrifa þeir báðir af miklum alvöruþunga en hins vegar með mjög ólíku hugarfari. Ég held að Sig. Nordal hafi skrifað með gleði hins vígfima án þess skrifin kæmu nokkuð verulega við tilfinningalíf hans eða lífsskoðanir, Þessu var hins vegar allt öðruvísi varið hjá Einari Kvaran. Hann þurfti þarna að verja sjálfan sig og allt sem honum var heilagt, bæði list sína og helgustu trúarskoðanir. Var því leikurinn nokkuð ójafn. Það er vel skiljanlegt að Einari skyldi veitast örðugara að halda jafnvægi í deilunni en Sigurði Nordal. Þetta hefði Sigurður Nordal reyndar getað notfært sér, en til þess var hann of hóf- samur og kurteis, enda annað algerlega ósamboðið honum og því starfi sem hann þá gegndi. Af þessu leiðir að Einar Kvaran skrifaði af öllu meiri eldmóði en Sigurðut, hann var særður og það sem meira var, honum fannst gert lítið úr þeirri lífsskoð- un sem hann aðhylltist. Því er það að mér fannst Einar stundum vera helzt til harð- orður og bitur, en slíkt er auðvitað skilj- anlegt af ofangreindum ástæðum. Af þessu leiddi svo, að mínu áliti, að skrif Einars voru mjsjafnari en Nordals, stundum jafn- vel betri sakir eldmóðsins en líka stund- um miklu lakari vegna beiskjunnar. Sig- urður hélt hins vegar sitt beina strik og skrif hans voru þar af leiðandi miklu jafnari að gæðum. En þó ég ætti lífið að leysa, þá held ég að ég geti ekki sagt hvorum hafi veitt betur. Njörður P. Njarðvík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.