RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Qupperneq 9

RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Qupperneq 9
bernska RM afláts hár föður míns og ætlar að kafna úr ekka og tárum. Svartklæddir menn ásamt lög- regluliðum líta inn um dyragætt- ina. Einn þeirra hrópar frunta- lega: — Komið honum út fljótt! Fyrir glugganum liékk svartur dúkur, sem þandist út eins og segl í dragsúginum. Nú reis móðir mín á fætur með erfiðismunum, en hneig niður aftur og féll aftur á bak; liið blíða föla andlit liennar klánaði og liún nísti tönnum. Hún öskraði með hræðilegri röddu: — Lokið hurðinni ... Rekið Alexei út! Babúska ýtti mér frá, hljóp til dyra og hrópaði fram: — Ö elskurnar mínar, verið ekki hrædd — snertið liana ekki! Fyrir krists skuld — farið aftur burt! Lað er ekki kólera — það eru faeðingarhríðir. Verið miskunn- samir, vinir góðir! Ég faldi mig í dimmu 6koti á bak við kassa og sá hvernig mamma engdist sundur og saman með kveinstöfum og tannagnístran, en Babúska var á þönum í kringum hana, kjassaði hana og liughreysti: — 1 föðurins og sonarins nafni! • • • Vertu liugrökk, berðu þetta með þolgæði, Varusjka! Heilaga guðs móðir, þú miskunnsama og náðarríka! ... Ég var skelfingu lostinn; þær veltust á gólfinu við hliðina á föð- ur mínum, stundu og æptu, og hann lá þarna hreyfingarlaus og virtist lilæja. Þannig gekk þetta langa stund; oftar en einu sinni reyndi móðir mín að rísa á fætur, en hneig jafn harðan aftur niður; Babúska smeygði sér út úr lier- berginu eins og stór, svartur-og mjúkur hnykill. Svo heyrðist allt í einu mjóróma bamsgrátur ein- hvernstaðar í myrkrinu. Lof sé þér og prís, drottinn minn! — sagði Babúska. — Svein- barn! Og liún kveikti á kerti. Ég hlýt að hafa sofnað í skot- inu — ég man ekki meira. Aðra bernskuminning hef ég varðveitt — votviðrisdagur og eyðilegt horn í kirkjugarðinum; ég stend á leirborinni mold og stari á kistu föður míns niðri í gröfinni; það er vatn í grafar- botninum og margir froskar — tveir froskar sitja á gulu kistulok- inu. Ég stend hjá gröfinni og Ba- búska, holdvotur lögregluliði og tveir menn aðrir, kaldranalegir á svip, með skóflur. öll erum við gegndrepa af hlýju regni, sem hjúpar okkur glitrandi úða. — Mokið ofan í, sagði lögreglu- liðinn og gekk á brott. Babúska fór að gráta og huldi andlitið í skýlunni sinni. Menn- irnir tveir beygðu sig niður og fóru að moka ofan í gröfina allt hvað af tók, svo að vatnið í kring- um kistuna gusaðist upp. Frosk- amir hoppuðu ofan af kistunni og 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.