RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 22
BENEDIKT GRÖNDAL
SVEINBJARNARSON
(1826—1907), þýðandi „Brúðardraugs-
ins“, er þekktari en svo, að þörf sé
að kynna hann fyrir íslenzkum les-
endum. Hann hefur verið kallaður
„gosbrunnur fyndninnar", enda fer
allt saman, þegar honum tekst upp:
Fágxtt hugmyndaflug, brimandi
mcclska, leiftrandi fjör og fyndni.
Bezt njóta þessir eiginleikar sín í
meistaraverkinu Heljarslóðarorustu,
ina eins og gaddakringla, og var
allur á þönum og lijólum. Hann
kallaði á þjónana, sem voru að
verki sínu, hélt fyrir þeim skarpa'
áminningarræðu tun að vera vel
að, og tafði þá frá vinnunni með
prédikunum.
Nú var von á greifasyninum á
hverri stundu; það var búið að
slátra alikálfi, sem var undan
nafnfrægum graðungi, sem átti
jafnvel stærri ættbálk en barún-
inn sjálfur; veiðimenn böfðu farið
út í skóg að veiða dýr og fugla,
svo ekki var kvikt eftir á mörk-
inni; eldlnisið var fullt af drépn-
um dýrum, og Rínarvínið var far-
ið að hvítfyssa út úr opnuðum
ámunum, en brimlöðrandi bjór-
boðarnir hræddu allt fólkið með
hvumleiðum dynkjum.
Er svo eigi þar um að orðlengja,
að allt var tilbúið; menn vonuðust
eftir brúðgumanum, því binn
ákveðni tími var kominn; en brúð-
guminn kom ekki. Og tíminn leið,
en koma einnig skemmtilega fram í
sjálfsævisögunni „Dægradvöl", bréf-
um og mörgum blaðagreinum.
Arið 1860 birtist i ársritinu „Ný
sumargjöf“ smásaga Irvings, „Brúð-
ardraugurinn", í þýðingu Gröndals.
Þýðing þessi er svo fjörmikil og
skemmtileg, að vel hefur þótt við
eiga, að endurprenta hana hér. Auð-
séð er það, að Gröndal þýðir mjög
„frítt", og lætur sjálfur gamminn
geysa annað veifið. En sagan hefur
ekki tapað á því. G. G.
og brúðguminn kom ekki að
lieldur.
Nú var komið sólarlag — kvöld-
geislarnir leifruðu gullrauðir á ið-
grænum laufum skógar-runnanna,
og sveipuðu fjallatindana purpura-
legum ljóma, en það tjáði ekki,
náttúrublíðan gat ekki komið
brúðgumanum til þess að ríða
lieim í blað barúnsins. Barúninn
fór upp á bæsta tind hallarinnar
og sat þar eins og lirafn á hjall-
burst, til þess að vita hvort hann
ekki saei til tengdasonarins, sem
átti að verða. Kvöldgusturinn bar
hornaþyt utan úr dalnum og upp
að böllinni — riddaraflokkur
þeysti upp að fjallslilíðinni, en
það var ekki brúðguminn; það
sneri úr leið og fór fram hjá. Sólin
hvarf fyrir fjallabrúnina, og leður-
blökurnar komu fram og flögruðu
til og frá í rökkrinu.
Þannig stóð nú á í barúnshöll-
inni, en um sama leyti urðu aðrir
atburðir úti á Frekavangi.
20