RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 77
SJÓLIÐINN
RM
virtist það enn vera merki spill-
ingarinnar, að hann hló minna og
brosti meira.
Eldri Riley hafði trúað að sjór-
inn vœri óblíður og sjóarar rudda-
legar, hjólbeinóttar verur, ef til
vill dökkir yfirlitum vegna storma
og salts, ef til vill þöglir vegna
sífelldrar einveru. Svo að hann
var liissa að sjá þennan heim-
komna mann, sem aðeins var veð-
urbarinn og þreyttur, og í stað
aldursmerkja bar hann svip ein-
kennilegs snemmþroska — hnykl-
aðir vöðvar, mjúkir skuggar svip-
brigða, sem annarlegar tilfinning-
ar höfðu skilið eftir — og lét sig
engu skipta það sem liann liafði
verið nokkrum árum áður, mál-
ugur eins og aldraður maður.
Þrátt fyrir mælgina var liann
samt einhvern veginn skeytingar-
laus um lilutina. Hann liugsaði
ekki í þeim orðum sem hann
notaði, ekki einu sinni í neinum
orðum. Hann staglaðist á því sama,
sagði marklausar setningar af mik-
illi áherzlu og tengdi veikustu orð-
tæki stóryrðum, eins og til að gerð
verk sýndust karlmannlegri, sem
hann efaðist kannski um. Augu
hans voru þá ekki lengur hvöss
°g hann virtist stara á þrúgur
reynslunnar, sem enn voru safa-
ríkar, og ekki liafa svalað þorsta
sínum.
Himinninn var í eldhafi allt í
hringum stóru Wisconsinsólina.
Svínin voru að bisa eitthvað í
gjótunni handan við lieystakkinn.
Hvergi var nokkurn mann að sjá.
„Það var ágætt að vera sendur
yfirum“, sagði Terri. „Þeir verða
að strita í Kyrrahafinu, er mér
sagt. Við komum víða við. Brest
og Cardiff og Kiel og Marseilles
og allir þessir staðir. Bezt þótti
mér í Villefranche“.
Hann færi þangað aldrei aftur,
hún liafði gert honum bölvun,
hann formælti henni, enda þótt
hún væri það skásta; og hann
hugsaði um litlu strákana við höfn-
ina með rök augu, sígarettustubha,
óhrein föt, sumir þeirra ljósir,
álitnir amerískir, sjóarar höfðu
komið fáfróðum stúlkum eða bara
stúlkum, sem ætluðu sér þetta, í
vandræði. Hann vildi að liann
hefði gert það, skilið þar eftir barn
sem líktist honum, en hann bjóst
við að stúlkan hans, Zizi, og vin-
kona hennar, Minette, hefðu ekki
kært sig um þesskonar — enda
láði liann þeim það ekki.
Ungur uxi kom niður stíginn til
að drekka úr karinu. Húðin hnykl-
aðist undir flugnasveimnum. Hann
blés með digra geldgrönina niðri
í vatninu. Vatnið var dökkt, og
það voru Ijósleitar slímflyksur í
því.
„Jamm, það er víst um það, að
mér líkaði við Villefranche, góð
borg en andskoti skítug“.
Lítil hálfmánaborg úr hlöðn-
um steini umliverfis þrönga höfn,
þar sem allar byggingarnar sneru
71