Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 18

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 18
annað um snjó og snjókomu og alltaf liggur þar einhver dáinn í snjónum. Walser dó á jóladag árið 1956. Hann hafði farið í sinn daglega göngutúr um morguninn. Það var snjókoma úti og hann fannst látinn í snjónum síðar um daginn. Að lokum er rétt að geta þess að textamir sem hér birtast eru frá ýmsum skeiðum í ævi Walsers. Sá elsti, „Tvær skrýtnar sögur um dauðann", er frá 1904 en sá yngsti, „Apinn“, er úr síðustu bók hans, Die Rose, sem kom út 1925. Það er ekki vandalaust að þýða Walser því hann á það til að stökkva úr einu í annað, skrifa langar og skrautlegar setningar og vera með svolítið undarlega orðaleiki. Textarnir geta virkað samhengislausir í fyrstu en þegar þeir eru lesnir í annað og þriðja sinn er eins og maður heyri vissan takt og jafnvel tónlist. Maður uppgötvar hárfín blæbrigði og nákvæma uppbygg- ingu í því sem í fyrstu virðist vera óskipulegur orðaflaumur. Þessu þarf þýðandinn að ná því annars fær Walser ekki að njóta sín og lesendurnir ekki að njóta hans. Ég hef reynt að láta Walser njóta sín og vera frumtext- anum trúr.

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.