Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 53

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 53
sinn við mig með nokkrum þunga að sér fyndust reykingar og bjórdrykkja, sem vildu fylgja karlmönnum, viðurstyggð og ég var henni hjartanlega sammála því ég dáðist fyrirfram að öllu sem hún sagði. Ég einsetti sjálfum mér að sneiða hjá og forsmá ofannefnda lesti, tók af sjálfum mér innvirðu- legt loforð sem mér tókst ekki að halda alltaf og alstaðar, til þess var ég ekki nógu staðfastur, en viðleitnin ein að vera hófsamur og hlýðinn gerði mig hamingjusaman. Gömlu góðu dagar. „19 ára og ekkert gert fyrir ódauðleikann,“ hrópaði ung og ásakandi rödd innra með mér. Ég las Lenau, Heine, Böme og hinn göfuga Friedrich Schiller sem ég mun alltaf dá. Þar sem ég var eins gagntekinn af þeirri sannfæringu og mér var unnt að nú væri kominn tími til að ég ynni mann- kyninu gagn, skrifaði ég þekktum manni úr blaðaheiminum að ég þráði log- andi heitt að þjóna honum og þeim málstað sem ég áliti að hann stæði og væri fulltrúi fyrir. „Ungi og ákaflyndi aðdáandi,“ skrifaði maðurinn þurr- lega til baka, „það er ekki eins létt og þér virðist álíta að koma að liði og færa fórnir þar sem Alfræðiorðabók Meyers kemur fyrst og síðast að haldi. Að þér dáist að mér skil ég mætavel því þér hafið fyllstu ástæðu til að líta á mig sem mikinn mann.“ Mig rak í rogastans yfir þessu einkennilega bréfi. „Þessi eðalborni fjandmaður sjálfselskunnar, þessi fulltrúi hins ósíngjama og fordildarlausa hlýtur að vera einstakur rnaður," sagði ég við sjálfan mig og löngunin að leggja á mig byrðar fyrir hin háu og göfugu markmið mann- kynsins fjaraði furðufljótt og örugglega út, dofnaði, hjaðnaði og dvínaði. Af því meiri áhuga, ákafa og ástríðu gerði ég nú fífldjarfa tilraun til að komast í selskap við virðulegt og hámenntað fólk sem ég hafði fram til þessa dýrk- að, dáð og tilbeðið úr fjarlægð. Ég leigði herbergi hjá frú prófessor Kráhenbiihl og kynntist á skömmum tíma bestu, fínustu og virðulegustu hópunum, klúbbunum og klíkunum sem varð til þess að mér fór að finnast Lúísa lítilmótleg almúgastúlka. Vanþakkláta skepna! En glansinn og dýrð- arljómann tók fljótt af. Til allrar hamingju fór mér að líða illa undir allri þessari hágöfugu framkomu, öllu þessu fína og andríka orðalagi og sam- ræðulist og því bað ég frú prófessor Kráhenbúhl að veita mér frelsi og leyfa 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.