Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 56

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 56
um. Svo virðist að til séu ótal konur sem aldrei tekst að hefja sig yfir lítil- mótlegar áhyggjur af útliti, sem aldrei sjá glaðan dag vegna þess að þær, þessir þrautpíndu þrælar, skjálfa undir svipunni sem spyr: „Hvernig lít ég út?“ eða: „Hvernig kem ég fyrir?“ Hvað Rósu viðvíkur, ég minntist á hana í upphafi, þá má hún ekki verða al- veg útundan úr því að ég er búinn að kynna hana fyrir lesaranum. Páll, vin- ur hennar, sem einnig var minnst á, sýndi, eftir því sem tímar liðu, ótvíræð merki um að hann væri orðinn henni ótrúr og afhuga sem varð ekki aðeins til að Rósa brast í grát heldur komst hún líka í mikið uppnám því hún hlaut að taka sinnuleysi og tómlæti síns heittelskaða ástmanns sem sárri móðgun. Dag nokkurn, þegar við sátum tvö saman í herberginu hennar, bað hún mig heldur þung á svipinn, þ.e.a.s. fór hún þess á leit við mig, eða réttara sagt: skipaði mér skorinort, að segja sér allt af létta um háttalag Páls og draga ekkert undan. „Hann er félagi þinn,“ bætti hún við. Ég vissi á augabragði hverju ég myndi svara og svaraði með því að benda henni á að einmitt vegna þess að Páll væri vinur minn hefði ég rétt í þessu bannað sjálfum mér að segja skoðun mína á honum. Þar sem ég taldi mér óhætt að segja henni að upplýsingar og baktjaldamakk af þessu tagi væru einskis virði fyrir hana, leyfði ég mér að skýra út fyrir henni með nokkrum vel völdum og auðskilj- anlegum orðum að það samræmdist hvorki smekkvísi né áformum nokkurn veginn heiðvirðs manns að opna upplýsingaskrifstofu. „Páll er að svíkja mig,“ hrópaði hún: „Þú, þú veist eitthvað en vilt ekki segja mér það. Þú ert viðurstyggilegur!" - Ég sat sem fastast, setti upp glaðlegan svip sallaróleg- ur og svaraði ekki einu orði. Eftir fáeinar mínútur hlotnaðist mér sú veg- semd, ánægja og unaðsbót að heyra Rósu segja að ég hefði rétt fyrir mér. Hún rétti mér höndina og hafði sæst við mig. Um Rósu er það að segja að hún var kattlipur og fim og hefði því getað orðið fyrirtaks herbergisþerna hjá fínni dömu eða dansari í óperunni. Hún var afar þokkafull, lifandi og ótrúlega skynug. Það kom oft fyrir að hún dansaði um í herbergi sínu með kastaníettur eins og senjóríta. Sem leikkona hefði hún sennilega líka náð langt. Mér var þó enn tamara að ímynda mér hana sem hjarðkonu, smala- 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.