Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 60

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 60
ég best veit hafði Lúísa aldrei neitt af frú Mortimer að segja. Það tókust sem sé aldrei kynni með þeim enda ekki minnsta ástæða til þess. Þegar Lúísa fæddi dreng lifnaði hetjan og ljónynjan sem bjó í henni og Mortimer fékk að sigla sinn sjó. Hún sagði honum við fyrstu hentugleika, hátignarleg og alveg róleg, þrungin mildri en óhagganlegri viljafestu að hún óskaði að hann héldi sig upp frá þessu fjarri henni, að hún hefði innra með sér sagt skilið við það sem gerst hefði og verið hefði. Hann bauðst til að styrkja hana fjárhagslega. „Ekki til að tala um! Farðu!" sagði hún hvöss en róleg og sendi honum kuldalegt og tómlegt augnaráð. Það var eins og hún þekkti hann ekki lengur; hann var orðinn að ókunnum manni. Þegar hann sárbændi hana um að sýna sér miskunn bað hún hann að hafa sig á brott á svo þurr- legan og stuttaralegan hátt að honum dauðbrá og fór. Lúísa hóf nú harða en ekki síður glaðbeitta, frjálsmannlega og æðrulausa baráttu fyrir daglegu brauði og nauðsynjum. Þegar ég sá hana í því mótlæti sem hún átti við að etja sýndist mér hún ekki síður hugrökk en fátæk og ekki síður hyggin, kát og einörð en slypp og snauð. Eg hitti hana þegar að- stæður hennar voru mjög erfiðar, þegar allt var andsnúið henni en alltaf gat hún haldið uppi líflegum samræðum, geislað af yndisþokka og viljaþreki og brosað glaðlega og djarflega. Hún hélt ævinlega ró sinni og stillingu og var alltaf opin fyrir smágríni. Slík kona, kona með svo heilsteyptan karakter, mátti til og hlaut að bjarga sér. Raunin varð líka sú að hún bar sigur úr být- um í hinu harða stríði, stóð af sér allar holskeflur og ruddi sér braut í gegn- um erfiðleikana. Hún varð sterk í baráttu hins daglega lífs og alltaf gat hún hlegið og verið vingjamleg. Hún var einlægt tryggur vinur hinna fátæku þótt hún væri sjálf sárfátæk. Hún var almúgastúlka sem lifði meðal almúga- fólks. Hún hóf sig upp, ef þannig mætti komast að orði, og gerðist elskuð og dáð drottning hinna fátæku. Um leið og hún hughreysti fólk og stappaði í það stálinu, stappaði hún stálinu í sjálfa sig aftur og aftur og hughreysti sig. Hvað uppgjöf og þreyta var vissi Lúísa ekki. - Lifir hún enn? Og ef svo er, hvar heldur hún til? Það er orðið svo langt síðan ég sá hana. Lífið hreif mig burt frá þessari góðu konu. Svo sannarlega myndi mig langa til að sjá 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.