Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Side 63

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Side 63
að vísu ekki laus við grillur en ég óttast þær ekki. Grillurnar valda mér ekki nokkrum minnsta ótta. Ef einhver segði við mig: „Þú ert nervus,“ myndi ég svara alveg kaldur: „Minn góði vin, ég veit að ég er svolítið veiklaður og nervus.“ Og þegar ég segði þetta myndi ég brosa mjög kurteislega og kalt og sennilega myndi viðmælandi minn verða svolítið ergilegur. Sá sem held- ur ró sinni er ekki með öllu glataður. Úr því mín eigin taugaveiklun fer ekki í taugarnar á mér hlýt ég að hafa sterkar taugar. Það hljóta allir að sjá því það er deginum ljósara. Mér er fullkomlega Ijóst að ég er ekki alveg laus við grillur og að ég er svolítið nervus en ég veit líka að ég get verið kaldur og rólegur, sem mér finnst afskaplega ánægjulegt, og að ég er í ágætis skapi þótt ég sé farinn að eldast svolítið, hrörna og visna. Það er bara lífsins gangur. Nú gæti einhver komið og sagt við mig: „Þú ert nervus.“ „Já, ég er afskaplega nervus,“ inyndi ég svara og hlæja svo með sjálfum mér yfir þessari mögnuðu lygi. Kannski myndi ég segja: „Við erum öll svolítið nervus,“ og skellihlæja yfir þessum stórfenglega sannleika. Sá sem getur hlegið er ekki alveg farinn á taugum; sá sem heldur gleði sinni þótt hann heyri eitthvað óþægilegt er ekki alveg farinn á taugum. Og jafnvel þótt ein- hver kæmi til mín og segði: „Þú ert óskaplega nervus," myndi ég bara svara prúðmannlega: „Já, ég er óskaplega nervus, ég veit það.“ Og málið væri þar með útrætt. Grillur, maður verður að ganga með þær og hugrekki verður maður að hafa til að lifa með þeim. Þá verður lífið létt. Maður þarf ekkert að óttast þótt maður sé svolítið undarlegur. Otti er alveg fáránlegur. „Þú ert voðalega nervus!" „Já, þú getur komið og sagt mér þetta alveg rólegur! Ég verð bara þakk- iátur.“ Þetta, eða eitthvað í þessa áttina, myndi ég segja af fyllstu kurteisi og hafa gaman af. Maður á að vera kurteis, hlýr og góður og þótt einhver segi að maður sé óskaplega nervus þá þarf maður ekkert að taka það nærri sér. 61

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.