Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 67

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 67
Á meðan hann horfði á hana fullur lotningar, nokkuð sem maður hefði ekki búist við af honum, opnuðust augu hennar. Hún vildi spyrja hann að ótalmörgu en sagði aðeins: „Mér sýnist þú ekki vera neinn almennilegur api. Segðu mér, ertu konungssinni?" „Af hverju ætti ég að vera það?“ „Af því þú ert svo þolinmóður og talar um hirðmeyjar.“ „Ég vil bara vera kurteis.“ „Það lítur út fyrir að þú sért það.“ Næsta dag vildi hún að hann segði sér hvernig maður verður hamingju- samur. Svar hans var hið furðulegasta. „Komdu, ég ætla að lesa fyrir bréf,“ sagði hún. Á meðan hann skrifaði, kíkti hún yfir öxlina á honum til að vita hvort hann skrifaði allt samviskusamlega niður. Nei, mikið skrifaði hann lipurt og hlustaði á hvert einasta atkvæði með ýtrustu athygli. Við skulum láta þau halda áfram með bréfið. í fuglabúrinu spígsporaði kakadúi. Perziosa hugsaði um eitthvað. 65

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.