Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 73

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 73
„Ég er reyndar sorgmæddur en ég á ekki heima í sorgarhúsinu,“ og áfram hélt hann; kom að guðshúsinu og gekk áfram án þess að segja orð og kom að gistihúsi þar sem hann sagði: „Ég er ekki góður gestur, enginn vill fá mig,“ og hélt leiðar sinnar. Loksins eftir að myrkrið var skollið á kom hann, eftir erfiða göngu, að rétta húsinu og um leið og hann sá það sagði hann: „Loksins fann ég það sem ég leitaði að. Hér á ég heima.“ Við dyrnar stóð beinagrind. Hann spurði: „Má ég koma hérna inn til að hvfla mig?“ Beina- grindin glotti vingjarnlega og mælti: „Gott kvöld, Schwendimann: Þig þekki ég vel. Gakktu í bæinn og vertu velkominn.“ Hann gekk inn í húsið sem allir munu á endanum finna, þar sem er ekki aðeins pláss fyrir hann heldur fyrir alla, og þegar hann var kominn inn datt hann niður dauður því hann var kominn í dauðahúsið og þar hlaut hann hvfld. 71

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.