Frón - 01.04.1943, Side 6
68
Jakob Benediktsson
(Tímarit Bókmenntafél. 24. árg. bls. 178). Bjarni mátti vel fara
nærri um ástandið, því að hann hafði í meira en áratug verið
fulltrúi í rentukammerinu, auk afskipta sinna af stjórnarráðunum
eftir að hann varð íslenzkur amtmaður; og ekki þarf að rengja
þessa lýsingu hans af því að hann væri í flokki þeirra frjáls-
lyndari íslendinga sem fyrstir risu gegn stjórnarvöldunum.
Með þessu fyrirkomulagi æðstu stjórnar og slíku hugarfari
þeirra manna sem með hana fóru var ekki mikilla né nýstárlegra
umbóta að vænta úr þeirri átt. Og sé nú litið til Islands sjálfs
og stjórnarskipulags þar, verður það skjótt Ijóst, að þar tók ekki
miklu betra við. öll innanlandsstjórn var í höndum embættis-
manna. Æðstir þeirra voru stiftamtmaður, sem var um leið amt-
maöur í suðuramtinu, og amtmennirnir tveir, annar i vestur-
amtinu, hinn í norður- og austuramtinu. Amtmennirnir tveir voru
ekki undir stiftamtmanninn settir, heldur áttu beinan aðgang að
kansellíi og höfðu yfirstjórn allra veraldlegra mála í umdæmum
sínum. Undir þeim stóðu sýslumenn og hreppstjórar, en þeir
áttu engan kost á að ná til stjórnarvaldanna öðruvísi en um
hendur amtmanna. Andlegu málin voru að því leyti betur farin
að stjórn þeirra var ein, því að biskup, og að nokkru leyti stift-
amtmaður, fóru þar meS æðstu völd innan lands.
öll löggjöf fór fram í stjórnarráSunum, og lögin voru síÖan
án frekari umsvifa birt á íslandi meS þeim hætti að þau voru
lesin upp í landsyfirrétti, sem á þennan hátt hélt áfram hlutverki
hins gamla Alþingis, eins og það var eftir að einveldi komst á.
Fyrst framan af 19. öld fór löggjöfin aS mestu fram að íslending-
um meS öllu fornspurSum, en eftir 1820 fór þaS meir og meir
aS tíSkast að stjórnarráSin ráSguSust viS æðstu embættismenn
landsins um helztu nýmæli. En á þessari aSferS voru ýms vand-
kvæði. Samgöngur viS ísland voru allt annað en greiðar, bréfa-
samband hvora leiS oft aðeins einu sinni á ári, á vorin frá Höfn
og á haustin frá íslandi. Nokkru síðar, árið 1841, lýsti Jón
SigurSsson ástandinu ennþá þannig: »Málefni þau sem kljá
mætti aS öllu á 1—2 árum standa fyrir fjarlægðar sakir yfir
5—10 ár, því að samgöngur vorar og Danmerkur eru minni en
Englands og Indlands« (Ný félagsrit 1,92). Samgöngur innan-
lands voru engu betri, svo að embættismenn hver á sínu lands-
horni áttu engan kost á aS bera saman ráð sín um tillögur
stjórnarinnar, og urSu því svör þeirra oft æði sundurleit. Gat
þá tilviljun ein eSa misjöfn hylli embættismanna á hærri stöS-