Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Ökutæki eru nú farin að ferðast um nýjan Álftanesveg í gegn- um Gálgahraun í landi Garðabæjar. Þetta vegarstæði hefur löngum verið umdeilt og olli meðal annars mótmælum fjölda fólks við upphaf framkvæmda. Um tíma þurfti, í tengslum við mótmælin, að kalla til lög- reglu vegna fólks sem settist niður fyrir framan stórtækar vinnuvélar og kom þannig í veg fyrir vinnu verktaka. Var fólkið, alls 25 einstaklingar, fjarlægt af lögreglumönnum og fengu níu þeirra síðar á sig dóm í Hæstarétti Íslands vegna at- hæfis síns á framkvæmdasvæðinu, en fólkinu var gefið að sök að hafa ekki farið eftir ítrekuðum tilmælum lögreglu. Voru mótmælendur dæmdir til að greiða 100.000 króna sekt en Hæstiréttur frestaði ákvörðun refsingar um tvö ár. Fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi nímenningarnir skilorð. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir hinn nýja veg auka mjög öryggi vegfarenda. „Gamli vegurinn var hættulegur og illmögulegt við hann að eiga. Þessi mun þjóna byggð til framtíðar.“ Morgunblaðið/RAX Ekið á nýju malbiki með mosa og hraun til beggja handa Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við Húsvíkingar eigum stóra hlut- deild í könnunarsögu heimsins. Hingað komu Garðar Svavarsson og Náttfari fyrstir norrænna manna og með æfingum geimfaraefna áttu tunglferðir Bandaríkja- manna fyrir 45 árum upphaf sitt í Þingeyjar- sýslum,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, for- stöðumaður Könnunarsögusafnsins – The Exp- loration Museum á Húsavík. Í gær voru kynntar fyrirætlanir um byggingu eftirgerðar tunglferju sem verður komið fyrir á safninu. Ferjan verður, ef allt gengur eftir, afhjúpuð vorið 2019, þegar 50 ár verða liðin frá lendingu Neil Arm- strong og Buzz Aldrin á tunglinu, sem þangað fóru með geimskipinu Erninum. „Það verður heilmikið mál að smíða tunglferju. Þetta er hins vegar komið nokkuð áleiðis. Við er- um komnir með teikningar að þessu fleyi, peningar sem til þarf koma smátt og smátt og rætt hefur verið um að járnsmíðanemar við skóla á Akureyri hafi verkið með höndum,“ segir Örlygur Hnefill. Schmitt fékk verðlaunin Í gær voru jafnframt kynnt könn- unarverðlaun Leifs Eiríkssonar. Tunglfarinn Harrison Schmitt fékk aðalverðlaunin fyrir rannsóknir á tunglinu árið 1972. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin fyrir hönd safns- ins er hann var hér á landi í sumar. Ástralska siglingakonan Jessica Watson hlaut verðlaunin í flokki ungra landkönnuða fyrir siglingu umhverfis hnöttinn á suðurhveli árið 2010. Í flokki sagnfræðinga hlaut verðlaunin Huw Lewis-Jones frá Bretlandi, sem hefur skrifað mikið um heimskautaferðir. Tunglferja Húsvíkinga verði smíðuð á Akureyri  Geimskip á Könnunarsafnið  Verðlaun afhent í gær Ferja Svona leit Örninn út og þetta er fyrirmyndin sem höfð er í huga. Örlygur Hnefill Örlygsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í gær með framkvæmdastjóra EASO, Stuðningsskrifstofu Evrópu í mál- efnum hælisleitenda, og fékk kynn- ingu á starfsemi og verkefnum stofnunarinnar. Sigmundur Davíð er staddur á Möltu á fundi leiðtoga í Evrópu um flóttamannavandann. Var hann upplýstur um umfang vandans og mögulega þróun hans, að því er segir í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu. Meðal þess sem kom fram á fundinum var að EASO teldi mikilvægt að samræma að- gerðir ríkja bet- ur en nú er og að mikilvægt væri að gera meira til að gera fólki kleift að dvelja áfram í flóttamannabúðum og kom- ast heim. Upplýstur um stöðu hælisleitenda í Evrópu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is SÉRTILBOÐ TENERIFE HOTEL LA SIESTA **** Verð frá 109.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna með morgunverði. Skelltu þér í sólina í jólastressinu og gerðu jólainnkaupin í leiðinni. Vel staðsett fjögurra stjörnu hótel og eitt vinsælasta hótelið okkar á Tenerife. Fararstjórar, Jói og Fjalar. 1. - 12. DES.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.