Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtals 2.300 af þeim 3.120 íslensku ríkisborgurum sem fluttu frá land- inu fyrstu níu mánuði ársins fóru til Danmerkur, Noregs eða Svíþjóðar. Þetta má lesa úr ársfjórðungs- legum tilkynningum Hagstofunnar. Tölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir áfangastað. Tölur um aðflutn- ing eru hins vegar sundurliðaðar að hluta. Niðurstaðan er sýnd hér til hliðar. Flestir hafa komið frá Dan- mörku, eða 530, og næst kemur Nor- egur; þaðan hafa 480 Íslendingar flutt heim fyrstu níu mánuði ársins. Stór hluti brottfluttra Taflan sýnir að 910 fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa flutt til þessara þriggja landa í ár en flutt hafa heim frá þeim. Til samanburðar fluttu samtals 1.130 fleiri íslenskir ríkis- borgarar frá landinu á fyrstu níu mánuðum ársins en fluttu frá því. Virðist straumur til hinna Norð- urlandaþjóðanna vega þar þyngst. Ásókn í danska styrki kann þar að eiga hlut að máli, eins og rakið er í grein um LÍN hér fyrir neðan. Svonefndum útsendum starfs- mönnum sem koma til starfa á Ís- landi fjölgar mikið milli ára. Vinnu- málastofnun heldur utan um skráningar á útsendum starfs- mönnum og hjá starfsmannaleigum. Með útsendum starfsmönnum er átt við fólk frá ríkjum EES-svæðisins sem er sent tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjón- ustu erlends þjónustufyrirtækis og fær laun sín greidd í heimaríkinu. Stefnir í fjórföldun milli ára Fjöldun útsendra starfsmanna og starfsmanna hjá starfsmannaleigum frá 2013 er sýnd hér til hliðar. Skv. upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur bróðurpartur skráninga á út- sendum starfsmönnum í ár verið í ágúst, september og október. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarfor- stjóri Vinnumálastofnunar, telur þessar tölur ekki endurspegla heild- arfjölda útsendra starfsmanna eða starfsmanna hjá erlendum starfs- mannaleigum. „Það eru meiri líkur á að þetta sé vanáætlun frekar en hitt. Svo virðist sem erlendu fyrirtækin sem senda fólk til starfa hingað til lands átti sig ekki á þeirri skyldu sinni að skrá starfsfólkið hjá Vinnumálastofnun.“ Leita til Norðurlandaþjóðanna  2.300 íslenskir ríkisborgarar fluttu til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs fyrstu níu mánuði ársins  Skráðir útsendir erlendir starfsmenn á Íslandi eru þegar nærri fjórfalt fleiri en allt árið í fyrra Fjöldi skráninga hjá Vinnumálastofnun *Staðan til og með 10. nóvember 2015. Heimild: Vinnumálastofnun. 2013 2014 2015* Útsendir starfsmenn 50 82 305 Starfsmenn hjá starfs- mannaleigum 10 28 81 Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð Fyrstu 9 mánuði ársins 2015* *Hér eru uppgefnar tölur fyrir hvert land í hverjum ársfjórðungi lagðar saman. Samtalan kann að vera önnur en hjá Hagstofu Íslands vegna námundunar hjá Hagstofunni. Heimild: Hagstofa Íslands. Bráðabirgðatölur. Fyrsti ársfj. Annar ársfj. Þriðji ársfj. Alls Noregur 110 120 250 480 Danmörk 120 140 270 530 Svíþjóð 60 100 220 380 Samtals 290 360 740 1.390 Brottfluttir samtals til landanna þriggja 530 480 1.290 2.300 Mismunur á aðfluttum og brottfluttum -910 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umsóknum um námslán hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fækkar töluvert milli ára. Hrafnhild- ur Ásta Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir enga einhlíta skýringu á þess- ari þróun. Spurð um þró- un umsókna um lán segir Hrafn- hildur Ásta að talsverðar breyt- ingar séu milli ára. „Það hafa bor- ist töluvert færri umsóknir um námslán fyrir skólaárið 2015-16 en fyrir síðasta skólaár, ef miðað er við umsóknartölur á sama tíma í byrjun nóvember. Fækkun umsókna á Ís- landi er um 16%, eða 1.000 nemend- ur. Umsóknum vegna náms erlendis hefur fækkað um 120 eða um 7% í heildina. Þetta er þó misjafnt eftir löndum, þar sem umsóknum hefur sums staðar fjölgað en fækkað ann- ars staðar. Áfram er talsverð fækk- un stúdenta í Danmörku eins og síð- astliðin ár,“ segir Hrafnhildur Ásta. Hún segir marga þætti kunna að hafa áhrif á þessa þróun. „Það er engin einhlít skýring á þessari fækkun á Íslandi þar sem nemendum í íslenskum háskólum er ekki að fækka samkvæmt upplýsing- um þaðan. Að hluta til eru áhrif efna- hagshrunsins að minnka. Á árunum eftir hrun voru atvinnulausir á Ís- landi hvattir af stjórnvöldum til að fara í nám frekar en að vera á at- vinnuleysisbótum, með átakinu „nám er vinnandi vegur“. Námi eða endurmenntun þessara einstaklinga er væntanlega að ljúka eða er lokið. Yfir 1.000 að læra í Danmörku Hvað varðar nám erlendis þá eru nú rúmlega 1.000 Íslendingar við nám í Danmörku á svokölluðum SU- styrk frá danska ríkinu, samkvæmt upplýsingum frá SU í Danmörku, og hefur það farið stigvaxandi undan- farin ár. Því má segja að íslenskum nemendum í námi erlendis sé í raun ekki að fækka og er heildarfækkun nemenda því minni en hér hefur komið fram og gera mætti ráð fyrir út frá umsóknartölum sjóðsins,“ segir Hrafnhildur Ásta og vísar til talna frá Statens Uddannelsesstøtte (SU), systurstofnun LÍN í Dan- mörku. Spurð hversu þungt þessir 1.000 Íslendingar vega í heildarsamheng- inu svarar Hrafnhildur Ásta því til að fækkun umsækjenda á Íslandi, sem er nú um 1.000 manns, jafngildi u.þ.b. 75% af umsækjendum erlendis eins og staðan var í byrjun nóvem- ber, eða 13% af öllum umsækjend- um. Hún segir engar augljósar skýr- ingar á fækkun umsókna á Íslandi. Hrafnhildur Ásta bendir svo á umræðu um hvort nýnemar dvelji nú ef til vill einhverjum árum lengur í heimahúsum þar sem skortur sé á leiguhúsnæði við hæfi eða greiðslu- getu. Þá megi athuga hvort umræða í þjóðfélaginu varðandi háar náms- lánaskuldir að námi loknu og sam- anburður við styrkjakerfi á Norður- löndunum ýti undir varkárni náms- manna við töku námslána. Hrafnhildur Ásta segir að hafa þurfi í huga að mánuður sé þar til umsóknarfresti vegna haustannar skólaárið 2015-16 lýkur og því geti endanlegar umsóknartölur breyst á þeim tíma. Gert sé ráð fyrir að út- borguð lán sjóðsins muni endur- spegla þessa þróun. Umsóknir hjá LÍN færri en í fyrrahaust  Um 16% fækkun á Íslandi  Margir leita í danska styrki Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir Verktakar og ráðgjafar á vegum tryggingafélags dýpkunarskipsins Perlu og útgerðar hennar, Björg- unar hf., eru að ganga frá áætlun um að lyfta skipinu af botni Reykjavíkurhafnar og koma henni í burtu. Fjárhagsleg ábyrgð á verkinu er komin að mestu leyti á herðar tryggingafélagsins. Ný áætlun um aðgerðina er væntanleg til Faxaflóahafna síð- degis í dag, að sögn Gísla Gísla- sonar hafnarstjóra. Hún verður yf- irfarin og vonast hann til að hægt verði að hefja aðgerðir fljótlega, annaðhvort á morgun eða laug- ardag. Ekki tókst að ná skipinu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fyrir og um helgina. Var ákveðið að undirbúa næstu atrennu betur. Eins og fram hefur komið hefur verið unnið að undirbúningi verks- ins á ýmsan hátt, meðal annars með því að létta skipið. Sérfræð- ingar eru að reikna út þyngd og stöðugleika og skoða verklagið við að lyfta skipinu af botni hafn- arinnar. „Í næstu atrennu munu menn hafa þau tól, tæki og þekkingu sem duga til að verkefnið lukkist,“ segir Gísli Gíslason. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Tilraun Perla náðist ekki upp úr Reykjavíkurhöfn í síðustu viku. Aftur reynt við Perlu næstu daga  Ný áætlun er væntanleg í dag Unnið er að skipulagi á Óseyr- artanga við brúna yfir Ölfusárósa. Þar er fyrirhugað að reisa rúmlega 60 herbergja hótel. „Þetta er ofboðslega flott stað- setning. Húsið rís upp úr svörtum sandinum. Útsýni er út á hafið og ós- inn er hinum megin þannig að það er eins og haf sé beggja vegna,“ segir Kristinn Bjarnason, framkvæmda- stjóri innflutningsfyrirtækisins Mak- ron, sem unnið hefur að verkefninu. Að því standa einstaklingar. Lóð hótelsins er Þorlákshafn- armegin við veitingahúsið Hafið bláa, á lóð úr landi jarðarinnar Hrauns. Óseyrartangi er vinsæll við- komustaður fólks í norðurljósa- skoðun. Nafn hótelfyrirtækisins vísar til norðurljósanna, NL hotels ehf. Kristinn segir þó margar aðrar hug- myndir í umræðunni. Á neðri hæð hótelsins verða 60 herbergi og móttaka í miðrými. Á efri hæð, sem er yfir hluta bygging- arinnar, er gert ráð fyrir fjórum svítum. Kristinn segir að fram- kvæmdir verði hafnar um leið og byggingarleyfi fáist. Það verði von- andi með vorinu. helgi@mbl.is Hótel á Óseyrartanga  Rís á svörtum sandi á milli hafs og Ölfusárósa Framkvæmd Norðurljósahótelið verður við veginn um Óseyrarbrú, á milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka, innan marka sveitarfélagsins Ölfuss. JERÚSALEM NÁNAR Á UU.IS 8.-19. APRÍL 2016 Hér er á ferðinni einstök sögu- og menningarferð til Jerúsalem með Sr. Hirti Magna Fríkirkjupresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.