Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 8

Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Óli Björn Kárason ritaði greinum fjármál Reykjavíkur- borgar í gær og sagði meðal ann- ars: „Samkvæmt áætlun (svokall- aðri útgönguspá meirihluta borgarstjórnar) verða tekjur A- hluta borgarsjóðs rúmlega 18 þúsund milljónum króna hærri að raunvirði á þessu ári en 2010.“    Þetta eru gríðar-legar viðbótar- tekjur á þeim tíma sem liðinn er frá því að Dagur B. Egg- ertsson og Jón Gnarr tóku við stjórnartaumunum, en hverju hefur það skilað?    Óli Björn svarar því til dæmismeð því að benda á skuldaþró- unina: „Skuldir A-hluta verða um 22,3 þúsund milljónum hærri í lok þessa árs en 2010 á verðlagi 2015. Skuldaaukning borgarsjóðs nem- ur 734 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Fjárhagsáætlun 2016 gerir ráð fyrir að skuldir aukist áfram og hækki um 4,4 þúsund milljónir frá upphafi til loka árs.“    Óli Björn bendir líka á að stöðu-gildum hjá borginni hafi fjölg- að um 328 frá 2010 til 2014.    Allt eru þetta ótrúlegar tölursem sýna óráðsíu og aðhalds- leysi, en að sögn Óla Björns talar borgarstjóri um „tekjuvanda“ þeg- ar hann ræðir erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar.    Og á sama tíma og borgin berstvið svo mikinn vanda eftir stjórnartíð Jóns og Dags, sendir borgarstjóri 12 manns á ráðstefnu í París. Var það virkilega nauðsynlegt? Óli Björn Kárason Má hvergi spara? STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 11.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 4 rigning Akureyri -1 skýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 12 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 alskýjað London 15 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 12 súld Berlín 13 alskýjað Vín 17 léttskýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 20 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 18 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 20 heiðskírt Winnipeg -2 alskýjað Montreal 7 skýjað New York 11 alskýjað Chicago 13 léttskýjað Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:47 16:38 ÍSAFJÖRÐUR 10:09 16:26 SIGLUFJÖRÐUR 9:53 16:08 DJÚPIVOGUR 9:20 16:03 Rjúpnaveiðimenn halda til fjalla í síðasta sinn þessa helgi en á sunnudag lýkur rjúpnaveiði- tímabilinu. Víða á Norðurlandi hefur ágætlega veiðst, Mývetningar eru flestir ánægðir með veið- arnar og fjölda fugla sem hefur veiðst. Á Vest- fjörðum og víðar hafa menn gengið mikið en feng- ið lítið. „Ég hef heyrt að það sé dágott af rjúpu og margir að fá í jólamatinn,“ segir Dúi Landmark, formaður SKOTVÍS. Hefur hann heyrt tölur frá einni og upp í 20. „Það er einn og einn veiðimaður sem nær að veiða mikið og dettur í lukkupottinn. Þegar á heildina er litið er þetta búið að vera mjög gott.“ Hann segir að veðrið stjórni rjúpnaveiðum og er ósáttur við að veiðimenn séu skikkaðir upp á fjall í hvaða veðri og vindum sem er. „Síðustu tvær helgar hafa verið rysjóttar en einmuna blíða á mánudeginum. Þetta minnir mann á það að yfirvöld hafa ekki ákveðið að hafa öryggi veiðimanna í fyrirrúmi. Það er okkar skoð- un í SKOTVÍS að með því að fjölga dögum verði veiðarnar betri og öruggari án þess að veiddum fuglum fjölgi.“ benedikt@mbl.is Veiðimenn gengið mikið en lítið fengið  Síðasta rjúpnaveiði- helgin framundan Morgunblaðið/Golli Skytta Nokkrir veiðimenn hafa verið heppnir. Landsnet hefur samið við þrjú orkufyrirtæki um kaup á 347 gíga- vattstundum af rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerf- inu á næsta ári. Heildarkostnaður Landsnets vegna samninganna er tæplega 1,6 milljarðar króna. Landsnet fékk ekki tilboð í alla þá orku sem áætlað er að þurfi til að mæta flutningstöpum á árinu. Samningarnir við HS Orku, Lands- virkjun og Orku náttúrunnar duga fyrir um 90% tapanna. Í tilkynn- ingu frá Landsneti kemur fram að leitast verði við að kaupa síðar þá orku sem upp á vanti. Meðalverð orkunnar sem Lands- net semur um að kaupa er 18% hærra en á síðasta ári. Hver kíló- vattstund er keypt á 4,48 kr. eftir útboðið nú en var 3,8 kr. í sambæri- legu útboði fyrir ári. Flutningstöp hafa aukist á síðustu árum, ma. vegna mikil álags á byggðalínunni. helgi@mbl.is Verð á raf- orku hækkar Morgunblaðið/Einar Falur Flutningur Töp í flutningskerfinu fara vaxandi vegna mikils álags. Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Bazar veggljós

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.