Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 24
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Allar leiðir liggja til Berlínar. En hvað skapar annars vinsældir ein- stakra borga sem ferðamenn sækja heim? Við þessu er ekki til einhlítt svar, en almennt hafa túristar áhuga á að sjá sögustaði og fallegar byggingar, geta komist í verslanir og á góð veitingahús, þeir vilja að verð á vöru og þjónustu sé sann- gjarnt og að hótel séu nærri mið- borg. Jafnframt að ekki sé langt að fara og að flugið að heiman sé ekki meira en þrír til fjórir klukkutímar skiptir miklu sömuleiðis. Allir tala um Berlín Segja má að flest þetta uppfylli þýska höfuðborgin. Tugir þúsunda Íslendinga hafa á síðustu árum far- ið til Berlínar. WOW hóf reglulegt flug þangað árið 2011 og Air Berlin nokkru síðar. Flug þessara félaga er loftbrú milli Íslands og Berlínar og því standa ferðaskrifstofur fyrir þangað. Sína sögu segir að á kaffistofunni í vinnunni, í matarboðum, úti í búð og annars staðar þar sem fólk hitt- ist ber borgina oft á góma. Ýmist er fólk að koma, er á leiðinni eða iðar í skinninu að bregða undir sig betri fætinum á skemmtilegan stað. Það eru allir að tala um Berlín. Berlín er borg andstæðna. Þó að rúmur aldarfjórðungur sé liðinn frá falli múrsins, sem skipti borginni í tvennt, eru skilin greinileg. Bygg- ingarnar í vesturhlutanum eru ný- tískulegar og vestrænn svipur yfir öllu. Í austurhlutanum eru 20 hæða verkamannablokkir áberandi; húsa- skjól sem fólki í fyrirmyndarríkinu var úthlutað. Þarna er margt frekar hrörlegt borið saman við vest- urborgina. Hin mikla markalína Berlínarmúrinn, hin mikla markalína, skar borgina í tvennt og gerði líf í hvorum hlutanum um sig sem á ólíkum pláhnetum væri. Vesturhlutinn, hvar lögmál lýðræð- isins giltu, var eyja í rauðu hafi og á yfirráðasvæði sósíalismans. Múrinn stóð frá 1961 til 1989 og var um 150 kílómetra langur. Í dag standa um tveir kílómetrar af múrnum sem nú er einskonar minnisvarði um veröld sem var. Blaðamaður Morgunblaðsins var í Berlín um síðustu helgi og gisti á Hotel Leonardo Royal við Alexand- erplatz, sem er fjölfarið umferð- artorg í austurborginni. Við það stendur sjónvarpsturninn, hæsta bygging borgarinnar og eitt af þekktari kennimörkum hennar. Frá torgi Alexanders eru raunar þægilegar fjarlægðir til áhugaverð- ustu staðanna í miðborginni, sem áin Spree þverar. Þarna er svo- nefnd safnaeyja; þar eru fjölmörg sögusöfn, dómkirkja og aðrir mark- verðir staðir. Um miðja austurborg- ina er breiðstrætið Unter den Lind- en og við enda þess er Branden- borgarhliðið, sem var austanmegin í gömlu Berlín. Hliðið er nú eins- konar sameiningartákn Þjóðverja. Kvika og kæti Skammt frá Brandenborgarhlið- inu er minnismerki eftir bandaríska arkitektinn Peter Eisenman um gyðinga sem teknir voru af lífi í síð- ari heimsstyrjöldinni; þar sem alls 2.711 steinkössum er raðað á torgið eftir kúnstarinnar reglum. Víðar í borginni eru listaverk sem hafa þetta sama inntak, eru uppgjör við söguna og fyrirbyggjandi aðgerð svo hryllingssaga Hitlerstímans endurtaki sig ekki. Í Berlín mætast stefnur og straumar úr ólíkum áttum. Það dugar að ganga um götur borg- arinnar til að skynja þar skemmti- lega gerjun, í borg þar sem viðhorf dagsins eru síbreytileg. Kemur þar meðal annars til að Berlín er há- skólaborg. Þar eru margar góðar menntastofnanir, til dæmis á sviði lista og verkfræði og hefur starf- semin þar skapað þá kviku og kæti sem lokkar svo marga til borg- arinnar þar sem búa um 3,5 millj- ónir manna. Múrinn Mynd af Leonid Brezhnev Sovétleiðtoga og Erich Honecker, forseta Austur-Þýska- lands, er máluð á múrinn eftir heimsfrægri ljósmynd. Japönsk stúlka talar í símann, sem sýnir vel andstæður og breytingarnar í forðum rauðu landi sem lengi var nánast lokað umheiminum. Lystireisur Trabant var áberandi bíll á tímum alþýðulýðveldisins. Nú eru slíkar bifreiðar orðn- ar sjaldséðar, en ferðamönnum býðst í dag að fara í skemmtiferðir á þessum eðalkerrum um götur Berlínarborgar, sem er ein vinsælasta ferðamannaborgin í Evrópu nú um stundir. Í Berlín mæt- ast stefnur og straumar  Skil austurs og vesturs enn greinileg Morgunblaðið/Sigurður Bogi Alexanderplatz Heimsklukka á torginu og sjónvarpsturninn, þekkt kenni- mark, í baksýn. Tíminn flýgur hratt, á gervihnattaöld, var sungið forðum. Táknmynd Við minnismerki um hermenn sem féllu á vígvellinum. Götulist Í borginni er iðandi mannlíf á hverju götuhorni og hæfileikafólk í glysklæðum og grímubúningum leikur listir sínar með sápukúlublæstri. Brandenborgarhliðið Sögustaður og ein táknmynda Þýskalands. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM Mikið úrval af Jólafötum, kápum, úlpum, útigöllum, húfum, náttkjólum og náttfötum www.dimmalimmreykjavik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.