Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 30

Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Nýsköpunarverkefnið Butler, kerfi sem hjálpar eldra fólki og fötluðum að búa lengur sjálfstætt við meira öryggi, er eitt af þremur íslenskum verkefnum sem voru valin til að taka þátt í keppninni The Nordic Inde- pendent Living Challenge, sem Nordic Innovation heldur. Liðin sem taka þátt eru komin niður í 25 en voru upphaflega 400 talsins frá öllum Norðurlandaríkjunum. Keppninni lýkur í júní á næsta ári, en markmið hennar er að finna tæknilausn sem auðveldar einstaklingum sem t.d. búa við skerta færni að búa sem lengst sjálfstætt. Nýsköpunarverkefnið var upphaf- lega samstarfsverkefni E-lab í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti sem nemar á rafvirkjabraut unnu í sam- starfi við Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands og Reykjavíkurborg. E-lab var stofnað fyrir tilstuðlan Nýsköpunar- miðstöðvarinnar með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Hug- myndasmiðirnir eru Halldór Axels- son og Þorsteinn I. Sigfússon, pró- fessor og forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands. Halldór er stærsti eigandi Butler, ásamt Nýsköpunarmiðstöðinni og öðrum smærri hluthöfum. Butler er í samstarfi við tvö erlend fyrirtæki; Falck í Danmörku, sem er með markaðsráðandi stöðu í sjúkra- flutningum og heimahjúkrun þar í landi, og hollenska fyrirtækið Phil- ips, sem framleiðir ýmis tæki til lækninga og er einnig þekkt á raf- vörumarkaði. Butler er kerfi sem mælir eðlilegt lífsmynstur heimilisins en gerir við- vart ef breytingar verða á því. Aðal- tækið er lítil tölva sem les boð frá skynjurum sem hefur verið komið fyrir á heimilinu. Butler er með gervigreind og má segja að hann búi yfir sjálfstæðum vilja því hann les boð frá skynjurunum og út frá þeim upplýsingum sendir hann boð til að- standenda ef tilefni þykir til að kanna líðan einstaklingsins betur. Skynjar æðakerfi heimilisins „Skynjararnir eru settir á staði sem eru eins og æðakerfi heimilis- ins, sem er vatn og rafmagn. Ef ekkert dælist í æðakerfinu í ákveðinn tíma túlkar kerfið það þannig að eitthvað þurfi að skoða. Fólk þarf t.d. alltaf að fara á klósett og drekka vatn yfir daginn. Ef enginn hjartsláttur er á heimilinu er eitthvað að,“ segir Gauti Mar- teinsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins e21, sem á Butler, en Gauti starfar einnig í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eins og fyrr segir sendir tækið boð í vefsvæði sem tengist tölvubún- aði og hefur viðmót fyrir notanda, aðstandendur, hjúkrunarfræðinga og öryggisaðila um breytingarnar. Þá er brugðist við með því að senda SMS til fjölskyldumeðlima, t.d. um að hringja heim í viðkomandi. Ef ekki er svarað fer annað ferli af stað, en það getur ýmist verið að hafa samband við annan viðbragðsaðila eða senda sjúkrabíl. Þetta ferli fer allt eftir viðbragðsáætlun notand- ans. Kerfið er opið, sem þýðir að aðrir skynjarar sem þegar er búið að hanna geti mögulega tengst því á einfaldan hátt. Þetta geta t.d. verið neyðarhnappur, fallnemi, lyfja- skammtari og dagbókarfærslur fyrir fólk með alzheimer. „Við munum meta það á hverjum markaði fyrir sig, þar sem persónuverndarlög eru mismunandi eftir löndum. Þegar við- komandi kaupir vöruna samþykkir hann að fylgst sé með ákveðnum þáttum. Gögnin eru ekki nýtt heldur eingöngu til ákvörðunar sem Butler tekur,“ segir Gauti, spurður hvort búnaðurinn brjóti í bága við per- sónuverndarlög. Í þessu samhengi bendir hann á að gögnin sem Butler safnar saman séu ekki geymd. Hann segir að í raun svipi Butler til öryggisfyrirtækis sem nemi hvort einhver fari inn í byggingu þegar til þess er ekki ætl- ast. Hins vegar geri búnaðurinn at- hugasemdir við enga hreyf- ingu, þ.e.a.s. vatns- og rafmagnsnotkun. Tækifæri á Norðurlöndum Gauti segist vongóður um að sigra í umræddri keppni þó að hann geri sér grein fyrir því að hún sé hörð. „Ef við sigrum fáum við leyfi til að prófa þetta í borgunum á Norð- urlöndunum og líkur verða á frekari samstarfi. Við fáum þá einnig fjár- magn til þess,“ segir Gauti. Verðlaunaféð er 300.000 norskar krónur, eða um 4,5 milljónir ís- lenskra króna. Allar borgir Norður- landanna taka þátt í keppninni, líka Reykjavíkurborg. Tvö önnur íslensk lið taka þátt í þessari keppni og bjóða upp á annars konar lausnir. Butler er eina liðið sem er samansett af þátttakendum sem eru ekki eingöngu frá einu Norðurlandanna. Undanfarið ár hafa keppendurnir hist reglulega á Noð- urlöndunum og haldið áfram að þróa og fullmóta verkefni sín. Í síðasta mánuði var haldin vinnustofa í Osló. Unnið er að því að kynna Butler, en í byrjun mánaðarins var það kynnt fyrir velferðarsviði Kaup- mannahafnarborgar. Kynna fyrir fjárfestum Gauti, Halldór og fleiri sem tengj- ast verkefninu eru staddir í Finn- landi á tveggja daga ráðstefnu sem nefnist Slush og er ein stærsta fjár- festatengslaráðstefna í Finnlandi fyrir nýsköpunar- og tæknifyrirtæki. Öll liðin sem taka þátt í keppninni fá boð á ráðstefnuna. „Við ætlum að kynna vöruna okk- ar eins mikið og við getum því við er- um að leita að fjárfestum,“ segir Gauti. Eykur öryggi sjálfstæðrar búsetu aldraðra  Butler mælir eðlilegt lífsmynstur á heimili og lætur vita ef breytingar verða Morgunblaðið/Eva Björk Nýsköpun Gauti Marteinsson, framkvæmdastjóri Butler, og Halldór Axelsson, frumkvöðull og aðaleigandi Butler. Fyrsta frumgerðin verður próf- uð í kringum jólin. Í fyrsta lagi kemur varan á markað eftir ár og það í besta falli, að sögn Gauta. Hann segir mikla vinnu fram- undan í prófunum á tækinu, t.d. þarf að kanna hvort það sendi boðin örugglega þegar á að senda þau. Þá þurfi varan að vera öll CE-vottuð og það taki tíma. Þar sem fyrirtækið stefnir á að starfa á erlendum markaði fer Butler að öllum líkindum fyrst á markað erlendis áður en hann kemur til Íslands. Lík- lega verður íslenski markaður- inn notaður sem prufumark- aður. „Við lítum á þetta fyrst og fremst sem íslenskt fyrirtæki sem þarf ekki endilega að vera í samstarfi við Falck og Philips en við ætlum að byrja á því og sjá hvernig samstarfið gengur,“ segir Gauti. Butler er tæknifyrirtæki sem veitir lausnir og samskipta- viðmót en ekki þjónustu. Þjón- ustan er það sem Falk veitir. Þá er markmið Philips að þróa sína viðbót við kerfið sem er m.a. fallnemi. Hann greinir hvort notandinn hafi dottið og sendir þá boð á viðkomandi viðbragðsaðila um hversu lengi hann hefur legið og t.d. hvað eigi að gera í framhaldi af því. Í fyrsta lagi eftir ár ERLENDUR MARKAÐUR Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is • Almennur handhreinsir sem byggir á náttúru- legum efnum. • Virkar jafnt með vatni og án. • Engin jarðolíuefni eru notuð. • Inniheldur aloa vera, jojoba olíu og lanolin til að mýkja húðina. • Virkar vel á olíu, feiti, blek, jarðveg, epoxy og lím. • Inniheldur fín malaðan sand til að hreinsa betur. Gengur illa að þrífa smurolíuna af höndunum? Eru lófarnir þurrir og rispaðir? holar@holabok.is — www.holabok.is Í bókinni er tæpt á fjölmörgum þjóðfélagsmálum á borð við fátækt, einelti, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd, sorginni, gleðinni og endalokunum. Holl lesning fyrir unga sem eldri. Sögurnar nýtast m.a. vel sem ísbrjótar fyrir samtal og sameiginlegar vangaveltur. Kveikjur eftir sr. Bolla Pétur Bollason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.