Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Norræna siglir í allan vetur Bókaðu núna! Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði. Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga. Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 VIÐTAL Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur bæði Úrval-Útsýn og Sumarferðir, þurfti líkt og mörg önnur fyrirtæki að draga saman seglin í efnahags- þrengingum undanfarinna ára. Landinn er hins vegar orðinn ferða- þyrstur að nýju ef marka má eft- irspurn eftir ferðum til útlanda að sögn Þórunnar Reynisdóttur, for- stjóra fyrirtækisins. Þórunn tók við starfinu í júní en alls hefur hún starf- að í 35 ár í ferðaþjónustu, bæði á Ís- landi og í Bandaríkjunum. Hún flutti aftur hingað til lands árið 2011 eftir sex ár ytra. Þrír og hálfur milljarður í veltu Ferðaskrifstofa Íslands er stærri en margan grunar. Þar starfa um 30 manns í föstu starfi auk þess sem fólk sinnir t.a.m. fararstjórn í sér- ferðum. Velta fyrirtækisins er að sögn Þórunnar um 3,5 milljarðar ár- lega auk þess sem eigið fé er um 700 milljónir. „Við finnum fyrir því nú síðari hluta árs að það er merkjanleg breyting varðandi það að fólk er að ferðast mun meira utan en það gerði. Sérstaklega þegar kemur að sérferð- um á borð við skíði og siglingar. Nú berst aftur mikið af fyrirspurnum frá stórum fyrirtækjahópum og ég tengi það við að betur gangi efnahags- lega,“ segir Þórunn. Fyrirtækið hef- ur leitað fleiri áfangastaða, í ljósi þeirrar sprengingar sem orðið hefur í áætlunarflugi til Íslands. Eins og sakir standa fljúga um 22 flugfélög til Íslands. „Við höfum t.d. unnið með Luxair í ár og á næsta ári munum við starfa með þeim áfram á okkar vin- sælustu stöðum, Mallorca og Al- mería. Þetta er breytt umhverfi hér á landi, að geta valið úr fjölda flug- félaga […], jafnvel til nýrra áfanga- staða sem við hefðum ekki getað látið okkur dreyma um hér áður. Þessi samkeppni flugfélaganna veitir okk- ur betri möguleika á því að leita hag- stæðustu kjara fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Þórunn. Fyrirtækið er eitt þeirra sem sett hafa sportferðir á oddinn. Segir Þórunn að nú þegar séu margir farnir að spyrja um EM í knattspyrnu næsta sumar, þar sem Ísland á sæti, þrátt fyrir að ekki verði dregið í riðla fyrr en 12. desem- ber næstkomandi. „Þá ríður á að vera fljótur og við erum með mjög reynt lið í sportdeildinni sem mun út- búa pakkaferð því tengda.“ Ekki á undanhaldi Hún segist að sjálfsögðu vonast til þess að hvers kyns hópar leiti til ferðaskrifstofunnar. „Það halda margir að ferðaskrifstofur séu á und- anhaldi, en það er alls ekki svo; vöxt- ur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt ferðaþjónustunnar. Við erum sérfræðingar og getum aðstoðað fólk í þessum frumskógi. Það getur verið mikill sparnaður í kostnaði, tíma og öryggi að fara í gegnum ferðaskrifstofu, það er mín reynsla,“ segir Þórunn. Þórunn starfaði hjá Icelandair í 25 ár auk þess sem hún rak Avis- bílaleigu og starfaði sem forstjóri hjá ferðaheildsala í Bandaríkjunum. Hún segir margt hafa breyst á land- inu og einnig afstaða Íslendinga gagnvart ferðaþjónustu á þessum tíma. „Þetta er frábær tími fyrir Íslend- inga. Ég átti í miklum erfiðleikum með að selja Ísland sem áfangastað í Ameríku árið 2005 því þá var gengið svo hátt. Ég hef áhyggjur af því ef gengið fer á annan veg núna fyrir ís- lenska ferðaþjónustu þar sem um miklar fjárfestingar er að ræða en við höfum verið heppin með gengið og umfjöllun að undanförnu og spilað vel úr því sem heild, að mínu mati,“ segir Þórunn. Landinn ferðaþyrstur á ný  Samkeppni flugfélaga gerir mögulegt að bjóða betri kjör  Ferðaskrifstofur sinna áfram mikil- vægu starfi  Þórunn Reynisdóttir með 35 ára starfsreynslu  „Frábær tími fyrir Íslendinga“ Morgunblaðið/Eva Björk Í ferðaþjónustu í 35 ár Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, hefur starfað við ferðaþjónustu í 35 ár. Þórunn segir að Íslendingar verði að hugsa um ferðaþjónustu eins og að um auðlind sé að ræða. Ferðaskrifstofa Íslands Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns auk þess sem fararstjórar sinna sérferðum á vegum þess til ólíkra áfangastaða. Ferðaskrifstofa Íslands býður upp á sérferðir, hópferðir, sólar- landaferðir, borgarferðir og við- skiptaferðir. Sérferðir fyrirtækisins ná til ólíkra tímabila en eru árið um kring. Má þar m.a. nefna sigl- ingar um grísku eyjarnar, Róm og Aþenu annars vegar og V- Karíbahaf og Orlando hins veg- ar. Golfferðir eru til Tenerife og Gran Canaria auk þess sem boð- ið er upp á skíðaferð til Mad- onnu á Ítalíu. Meðal annarra áfangastaða má nefna Suður-Afríku, Jerúsal- em, Kambódíu og á Íslendinga- slóðir í Vesturheimi. Þá eru borgarferðir til Berlínar, Dublin, Brighton og Heidelberg á dag- skrá. Frá Dublin til Kambódíu ÓLÍKT ÚRVAL Í BOÐI Gamalgróin Ferðaskrifstofa ríkis- ins stóð um tíma við Lækjartorg. Ferðaskrifstofa Íslands var stofnuð árið 1988 eftir að 2/3 hlutar fyrir- tækisins voru seldir starfsmönnum. Fyrirtækið á rætur að rekja til Ferðaskrifstofu ríkisins, sem var stofnuð árið 1936 og hafði einkaleyfi til reksturs ferðaskrifstofu fyrir er- lenda ferðamenn. Ferðaskrifstofan var lögð niður árið 1939 en tekin upp að nýju eftir seinni heimsstyrjöldina. Einkaleyfið var tekið aftur árið 1964 en ferðaskrifstofan hélt áfram sölu ferða til ferðamanna. Árið 1992 var Ferðaskrifstofan að fullu einkavædd eftir að hlutur ríkisins var seldur. Úrval-Útsýn keypti svo Ferða- skrifstofu Íslands áður en Sumar- ferðir keyptu FÍ árið 2006. Ferða- skrifstofa Íslands hefur rekið Úrval-- Útsýn og Sumarferðir frá þeim tíma. Einnig ferðir til Íslands Að sögn Þórunnar hefur fyrirtækið hægt og bítandi tekið upp sölu ferða til Íslands. Það er með nokkrar leigu- vélar á sínum snærum sem fljúga til Íslands á hverju ári. „Þetta eru stutt- ar ferðir og við erum á þessum árs- tíma að bjóða ferðamönnum að skoða norðurljósin, Bláa lónið, Gullna hringinn og annað. En svo erum við líka með hringveginn og erum að reyna að brjóta þetta svolítið upp þannig að ekki séu allir á sama stað á sama tíma,“ segir Þórunn. Ferðamenn á vegum fyrirtækisins koma frá Írlandi og Bandaríkjunum. „Við erum jafnt og þétt sem fyrirtæki að efla innanlandsdeild okkar og stefnum á að styrkja okkur þar til framtíðar. En við erum meðvituð um að fara hægt og viljum ekki stækka of hratt á innanlandsmarkaði enda telj- um við það skynsamlegt. Öll ferða- þjónustufyrirtæki þurfa að vanda sig. Verslað er við stórfyrirtæki erlendis sem eru vön ákveðnu þjónustustigi alla leið. Við þurfum sem þjóð að hugsa vel um áfangastaðinn Ísland sem auðlind, eins og fiskinn okkar,“ segir Þórunn. Mikilvægt að vanda sig innanlands  Rætur fyrirtækisins liggja til 1936
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.