Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída, þótti standa sig ágætlega í fjórðu kappræðum repúblikana sem gefa kost á sér sem forsetaefni á næsta ári en þær fóru fram á þriðju- dagskvöld í Milwaukee. Bush hefur átt mjög í vök að verjast í skoðana- könnunum en nú gera stuðnings- menn hans sér vonir um að hagur hans fari loksins að vænkast. Bush lagði áherslu á að gagnrýna líklegan forsetaframbjóðanda demó- krata, Hillary Clinton. En hann kom höggum á auðkýfinginn Donald Trump sem haft hefur forystu í könnunum repúblikana, m.a. þegar Trump tjáði sig um Vladímír Pútín Rússlandsforseta og aðgerðir hans í Sýrlandi. Sagði Bush að utanríkis- stefna Trumps væri ekki í neinum tengslum við veruleikann. Einnig gagnrýndi Bush harkalega þá tillögu Trumps að vísa 11 milljónum ólög- legra innflytjenda umsvifalaust úr landi. Margir þeirra hafa búið ára- tugum saman í Bandaríkjunum. Bush vill að þeir fái landvist ef þeir borgi sekt fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið, læri ensku og forðist glæpastarfsemi. Hugmyndir Trumps væru í andstöðu við banda- rísk gildi, sagði hann. „Umræður af þessu tagi senda út af fyrir sig mik- ilvæg skilaboð [til kjósenda],“ sagði Bush. „Þeir fagna ákaft í herbúðum Clinton núna þegar þeir hlusta á um- ræðurnar.“ Bush hefur safnað mestu fé í kosningasjóði af öllum frambjóðend- unum og það gæti skipt sköpum næstu mánuði þegar aukin áhersla verður lögð á sjónvarpsauglýsingar, sem eru rándýrar. kjon@mbl.is Stuðningsmenn Bush ánægðir með sinn mann AFP Ánægð Bush og eiginkona hans, Columba, heilsa fólki í Milwaukee.  Þótti standa sig vel í kappræðum Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð aftur tökum á mikilvægri flutninga- leið og flugbækistöð í Kuwairis, austan við borgina Aleppo, sem hafa verið umsetnar um hríð en mikill hluti borgarinnar er á valdi upp- reisnarhópa. Kuwairis hefur um langt skeið þurft að verjast árásum af hálfu liðsmanna Ríkis íslams, IS. Rússar hafa lagt fram til umræðu friðartillögur í átta liðum hjá Sam- einuðu þjóðunum þar sem lagt er til að gerðar verið stjórnarskrárbreyt- ingar í Sýrlandi og taki ferlið 18 mánuði, að sögn BBC. Síðan verði efnt til forsetakosninga. Ekki kemur fram hvort gert sé ráð fyrir að Bashar al-Assad forseti verði áfram við völd meðan unnið sé að stjórnarskránni. Hann skuli ekki stýra umbótaáætluninni heldur ein- hver sem allir deiluaðilar geti sam- þykkt. Hins vegar virðist Assad geta boðið sig fram í kosningunum sem andstæðingar hans segja að komi ekki til greina ef ætlunin sé að koma á friði. Assad og her hans eru sak- aðir um margs konar hryðjuverk gegn óbreyttum borgurum, þ. á m. að hafa látið bana um 1.400 manns árið 2011 með efnavopnum. Einnig hafa þeir beitt svonefndum tunnu- sprengjum gegn óbreyttum borg- urum en það er bannað í al- þjóðalögum. Tekið er fram að forseti landsins skuli vera þjóðkjörinn og vera „æðsti yfirmaður herja landsins og hafa á hendi yfirstjórn öryggismála og utanríkismála“. Lagt er til að sumar af hreyfingum stjórnarand- stæðinga í Sýrlandi skuli fá að taka þátt í mikilvægum viðræðum sem fram eiga að fara um málefni Sýr- lands í Vín á laugardag. Assad hefur fram til þessa kallað hina ýmsu hópa uppreisnarmanna „hryðjuverka- menn“ og Rússar tekið undir. Hverjir eru húsum hæfir? Athyglisvert er að hinir síðar- nefndu nafngreina ekki þá hópa sem ættu að fá að senda fulltrúa til Vínar. En talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Moskvu sagði að mikilvægt væri að nota næstu daga til að ákveða hvaða hópa yrði um að ræða og hverjir væru einfaldlega hryðju- verkamenn og þess vegna bæði óal- andi og óferjandi. Rússar hvetja til þess að sér- stakur sendimaður SÞ, Staffan de Mistura, standi fyrir viðræðum milli Sýrlandsstjórnar og „sameigin- legrar sendinefndar andstöðuhópa“. Notast verði við samþykkt frá 2012 sem kvað á um myndun bráða- birgðastjórnar. Mistura sagði á þriðjudag að brýnt væri að tækifær- ið væri notað, nú þegar alþjóðlegar viðræður eru hafnar, til að semja um vegvísi að friði til að binda enda á átökin. Þau hafa staðið yfir í fjögur ár og kostað um 250 þúsund manns- líf. Rússar kynna friðartillögur í Sýrlandi  Vilja að gerð verði ný stjórnarskrá og efnt til kosninga eftir 18 mánuði AFP Sigur Sýrlenskir stjórnarhermenn í Kuwairis-bækistöðinni. Flókin vígstaða » Um 20 ríki og alþjóða- samtök munu eiga fulltrúa á fundinum í Vín á laugardag um málefni Sýrlands. » Bandaríkjamenn hafa stutt með hangandi hendi nokkra hópa uppreisnarmanna sem berjast gegn Assad. » En erfitt hefur reynst að skilgreina hvaða hópar séu raunverulega skipaðir mönn- um sem ekki stundi hryðju- verk. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fulltrúar um 60 Evrópu- og Afríku- landa sitja nú tveggja daga fund á Möltu og reyna að leysa flóttamanna- vandann. Fullyrt er að reynt verði að tryggja að Afríkulönd taki við þeim sem ekki hafa af ýmsum ástæðum fengið hæli í ríkjum Evrópusam- bandsins og fái fyrir það háar greiðslur. Í fréttum BBC er sagt að framkvæmdastjórn ESB vilji leggja fram 1,8 milljarða evra, yfir 250 millj- arða króna, og gert sé ráð fyrir að að- ildarríki sambandsins heiti að leggja fram enn meira fé. Bent er á að geysilega hröð mannfjölgun í Afríku og Mið-Austurlöndum valdi því að vandinn muni enn vaxa á næstu ár- um. Ennfremur herja nú miklir þurrkar í sumum Afríkulöndum, eitt þeirra er Eþíópía, með um 90 millj- ónir íbúa. Æ fleiri muni kjósa að komast til Evrópu. Donald Tusk, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði í gær í yfirlýsingu sinni að Afríkulöndin yrðu að taka við þeim sem ekki full- nægðu enn skilyrðum fyrir því að fá landvist í Evrópu eða þyrftu ekki al- þjóðlega vernd sem flóttamenn. „Við munum aðstoða afrískar ríkisstjórnir við að taka aftur við löndum sínum og bjóða þeim viðunandi efnahagsleg og félagsleg skilyrði,“ sagði Tusk. Það sem af er árinu hafa um 150 þúsund Afríkumenn farið yfir Mið- jarðarhafið, að sögn Sameinuðu þjóð- anna. Flestir sem hafa náð landi hafa farið til Ítalíu eða Möltu. En þúsund- ir hafa á síðustu árum drukknað, enda bátarnir oft lélegir og yfirfullir. Athygli Evrópuþjóða hefur síðustu vikur og mánuði beinst meira að Balkanskaga. Um hann hafa hundr- uð þúsunda manna frá Mið-Austur- löndum, margir þeirra frá Sýrlandi, farið í von um að komast til auðugra og friðsælla ESB-ríkja. Þessi mikli mannfjöldi veldur því að sum ríki hafa þegar sett upp ýmsa tálma til að reyna að hafa einhverja stjórn á því sem margir kalla nú þjóðflutninga frá fá- tækum átakasvæð- um til auðugra landa Evrópu. Ungverjar hafa þegar reist öfluga girðingu á landamærun- um og Slóvenar hófu í gær að reisa sams konar girðingu á landamærunum að Króatíu. AFP Tálmi Slóvenskir hermenn reisa girðingu á landamærunum að Króatíu til að stöðva straum farand- og flóttafólks. Taki aftur við þeim sem ekki fá landvist  ESB býður Afríkuríkjum mikla fjárhagsaðstoð í staðinn Peningasendingar margra far- and- og flóttamanna í vestræn- um ríkjum til ættingja og vina í heimalandinu skipta oft geysi- miklu máli fyrir efnahag þeirra. Fram kemur í Jyllandsposten að í fyrra hafi fjárhæðin sem þannig rann til fátækra landa frá Danmörku numið alls fimm milljörðum danskra króna, um 95 milljörðum ÍSK. Er þá miðað við upplýsingar frá Alþjóða- bankanum. Dæmi eru um að 50% af er- lendum gjaldeyristekjum þjóðríkis séu slíkar peningasendingar. Í Evrópu treystir Alb- anía mjög á tekjur af þessu tagi og á Filippseyjum nema slíkar tekjur um 10% af landsfram- leiðslu. Miklar tekjur frá farandfólki FÁTÆK RÍKI „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.