Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 50

Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lengi hefurverið rættum framtíðar- staðsetningu Land- spítalans og sýnist sitt hverjum. Sú umræða hefur á margan hátt verið gagnleg en eins og með aðrar slíkar umræður geta framkvæmdir ekki beðið til ei- lífðar eftir því að allir verði sátt- ir. Kostir og gallar ýmissa hug- mynda hafa verið metnir og ákvörðun liggur fyrir. Land- spítalann skal byggja upp og endurnýja á þeim stað sem hann stendur enda talinn besti kost- urinn þegar á allt er litið. Einhverjir munu ekki sætta sig við þessa niðurstöðu en nú liggur hún ekki aðeins fyrir heldur hafa framkvæmdir fyrsta áfanga endurreisnar spít- alans hafist með skóflustungu Kristjáns Þórs Júlíussonar heil- brigðisráðherra að sjúkrahóteli. Brýnast er þess vegna hér eftir að vel takist til um þá fram- kvæmd sem er hafin og að hún gangi fljótt og vel og verði til farsældar fyrir þá sem til Land- spítalans þurfa að leita. Í sjúkrahótelinu, sem á sam- kvæmt tilboði að kosta 1,8 millj- arða króna, verða 75 herbergi á fjórum hæðum og mun bygg- ingin tengjast barnaspítala og kvennadeild. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lagði í samtali við mbl.is í gær áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdir væru hafnar og að þær hvettu starfsmenn áfram, auk þess sem sjúkra- hótelið væri mjög mikilvæg þjónusta. Annars vegar væri hún mikilvæg til að spítalinn gæti útskrifað sjúklinga sem fyrst og þannig sinnt sínu sér- hæfða hlutverki sem best, en sjúklingar væru þó enn undir handarjaðri spítalans. Hins veg- ar væri þetta mikilvæg þjónusta fyrir landsmenn alla, sem ættu auðveldara með að leita sér lækninga á Landspítalanum þegar sjúkrahótelið væri risið, en Landspítalinn væri jú þjóð- arsjúkrahús. Páll benti einnig á að við mættum engan tíma missa. „Við þurfum að reisa þessar nýbygg- ingar á Landspítalalóð sem allra fyrst og þetta er mikilvægur áfangi á þeirri leið,“ sagði hann. Mikilvægi Landspítalans fyrir Íslendinga og staðsetning hans, ekki síst nálægð við Reykjavíkurflugvöll til að hann þjóni landsmönnum öllum sem best, verður seint ofmetið. Þeirri staðreynd að fram- kvæmdir eru hafnar við endur- reisn hans hljóta landsmenn all- ir að fagna, hvaða skoðun svo sem þeir hafa hingað til haft um staðarval. Í gær var tekin mikilvæg skóflu- stunga á Land- spítalalóðinni} Endurreisnin hafin RíkisstjórnPortúgals tap- aði meirihluta sín- um í þingkosn- ingum nýlega. En Silva, forseti Portúgals, greip þá inn í og sagði ótækt að gefa nýjum þingmeirihluta færi á að mynda ríkisstjórn. Forsetinn fól því fráfarandi ríkisstjórn að mynda nýja rík- isstjórn. Sú ákvörðun og ekki síst rökstuðningurinn fyrir henni voru einstök. Vissulega eru þau fordæmi þekkt að ESB bolaði burtu forsætisráðherra í Róm og setti kunnan búrókrata úr sínum röðum í embætti hans. ESB knúði forsætisráðherra Grikklands til að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem ríkisstjórn landsins hafði ákveðið. Í framhaldinu hrökkl- aðist forsætisráðherrann úr embætti og í stað hans kom embættismaður úr Seðlabanka evrunnar. En þrátt fyrir þessi fordæmi kom aðgerð forseta Portúgals á óvart, enda var hann óvenju- lega hreinskilinn. Silva forseti sagði, svo frægt varð, að hættulegt væri að hleypa Vinstrifylkingunni og Kommúnista- flokknum að stjórnartaum- unum: „Lýðræðið yrði að víkja fyrir reglum evrusvæðisins og aðild- inni að því sem vörðuðu mikil- vægari hagsmuni.“ Endurnýjaða ríkisstjórnin tórði í aðeins ellefu daga, en þá féll hún í þinginu. Forsetinn á ekki marga góða kosti í stöðunni. Hann getur sett á laggir bráðabirgðastjórn til að undirbúa nýjar kosningar í apríl nk. Sú stjórn kæmi vart nokkru máli í gegnum þjóð- þingið í Lissabon. Hinn kostur- inn er að virða niðurstöðu meirihluta þjóðarinnar og meirihluta þingsins og hleypa að ríkisstjórn á hans vegum. En vandinn er sá, að þá væri lýð- ræðið ekki „að víkja fyrir reglum evrusvæðisins og aðild- inni að því, sem varðar mik- ilvægari hagsmuni“. En hvaða hagsmuni? Lýðræði og þing- ræði og önnur aukaatriði sem slíku kunna að fylgja. Það er kaldhæðnis- legt að ESB starfar eftir „stjórnarskrá“ sem kölluð er Lissabon-sáttmálinn} Lýðræði, þingræði og annar tittlingaskítur Þ að skal játað að ég er ekki í hópi hörðustu aðdáenda Justins Bieb- ers og hef því ekki lagt mig fram um að fylgjast með þessum unga manni sem svo margir dá. En það var engin undankomuleið þegar myndbandið við lagið I’ll Show You fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana. Núna er ég því í hópi þeirra tæplega 26 milljóna sem hafa horft á myndbandið þar sem íslensk náttúra leikur aðalhlutverkið á móti Bieber. Þar hleypur stjarnan um grænar íslenskar grundir, veltir sér í viðkvæmum mosanum, brunar á bretti eftir íslenskum sveitavegi, stekkur fimlega yf- ir gaddavírsgirðingu og svamlar í Jökulsár- lóninu. Allt saman með miklum ævintýra- ljóma. Nú eru margir farnir að velta fyrir sér hvort myndbandið muni hafa þau áhrif að enn fleiri ferðamenn leggi leið sína til landsins og þykir nú mörg- um nóg um fjöldann. Á fyrstu 10 mánuðum ársins hefur 1,1 milljón ferðamanna heimsótt Ísland, 254 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu. Þetta er 30% aukning og ef svo heldur fram sem horfir verða slegin öll met í fjölda ferðamanna með 1.260 þúsund ferðamönnum á þessu ári. Hagfræð- ingar Íslandsbanka segja að Ísland hafi sjaldan fengið jafn mikla auglýsingu og í myndbandi stórstjörnunnar og því sé ekki útilokað að enn fleira verði um manninn á Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessar tölur benda til. Aðdáendur Biebers eru ekki þeir einu sem gætu heillast af náttúru Íslands og lagt leið sína til landsins. Það má búast við að þúsundir hafi orðið fyrir miklum áhrifum af því að horfa á myndband Bjarkar í nútímalistasafninu MoMA í New York fyrr á árinu en þar sást ís- lensk náttúra í allri sinni dýrð. Þegar ég lagði leið mína í safnið til að sjá sýninguna var mik- ill fjöldi í sömu erindagjörðum og löngu orðið ljóst að Björk á milljónir aðdáenda út um all- an heim. Hún, ásamt Andra Snæ Magnasyni, vakti athygli erlendra blaðamanna á náttúru Íslands og þeim áhyggjum sem þau hafa af áformum um virkjanaframkvæmdir. Þau vilja að miðhálendi Íslands verði breytt í þjóðgarð og þar með komið í veg fyrir háspennulínur og virkjanir á því svæði. Spjótunum var beint að stjórnvöldum enda er það í þeirra valdi að leggja línurnar fyrir stórframkvæmdir. Tímarnir eru breyttir. Nú eru aðrir möguleikar í tekjuöflun þjóðarinnar enda hefur það sýnt sig að ferða- þjónustan skilar yfir 300 milljörðum króna í gjaldeyri í samanburði við 241 milljarð króna frá sjávarútvegi og 233 milljarða frá stóriðju. Hagfræðingar Landsbankans spá því að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar verði 430 milljarðar króna innan tveggja ára. Er ekki vel þess virði að fá snjalla hagfræðinga til að leggjast yfir útreikninga á því að bera saman kosti þess að afla tekna annars vegar af ósnortinni náttúru og hins vegar af orkusölu? Forsendurnar eru auðvitað lykilatriði en það skyldi þó ekki vera að útreikningarnir sýndu að ósnortin náttúra gæti haft vinninginn. margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Ósnortin náttúra með vinninginn? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Segja má að söguleg sátt hafitekist í fyrradag á Alþingi,þegar umhverfis- og sam-göngunefnd þingsins komst að sameiginlegri niðurstöðu um ný náttúruverndarlög, sem eiga að taka gildi nú á sunnudag, 15. nóvember. Nýtt frumvarp til náttúru- verndarlaga hefur lengi verið að velkjast í meðförum þingsins, því núgildandi lög eru frá 1999, en ný lög um náttúruvernd voru samþykkt á Alþingi í lok mars 2013. Þau áttu að taka gildi 1. apríl 2014, en gildis- töku var frestað í tvígang, fyrst til 1. júlí sl. og svo aftur til 15. nóvember nk., til þess að gera það sem sumir nefndarmenn kölluðu nauðsynlegar breytingar. Í athugasemdum með nýjum náttúruverndarlögum um áhrif þeirra segir m.a. að með gildistöku þeirra sé skerpt á skyldum almenn- ings til að ganga vel um náttúru landsins, almannarétturinn sé styrktur og skýrar sé kveðið á um heimildir landeigenda til að tak- marka umferð um land sitt. Enginn fullkomlega ánægður Orðrétt segir: „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir skýrari verkaskipt- ingu þeirra stofnana er hafa með náttúruvernd að gera. Þær breyt- ingar sem lagðar eru til í þessu frumvarpi hafa í för með sér skýrari verkaskiptingu milli Umhverfis- stofnunar sem stjórnsýslustofnunar og Náttúrufræðistofnunar.“ Birgir Ármannsson á sæti í um- hverfis- og skipulagsnefnd. Hann segir að í ljósi forsögunnar séu það viss tíðindi að unhverfisnefnd hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli. „Málið er búið að vera í mjög hörðum deilum í þinginu mörg undanfarin ár. Innan nefndarinnar höfum við komist að niðurstöðu, sem allir sætta sig við, sem þýðir auðvit- að það að enginn er fullkomlega ánægður. Þetta er hins vegar niður- staða sem fulltrúar allra flokka í nefndinni geta lifað með,“ sagði Birgir. Hann kveðst trúa því að fyrst nefndin hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu í öllum aðalatriðum, verði gangur málsins tiltölulega greiður í gegnum þingið. „Helstu breytingarnar varða nokkur atriði sem voru hvað umdeildust, þegar frumvarp þáverandi ríkisstjórnar varð að lögum vorið 2013,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið í gær. Verið sé að breyta ákvæðum sem varði varúðarregluna, þannig að hún verði skýrari, en um leið sé gildissvið hennar takmarkað við til- tekin lagaákvæði, þannig að hún nái yfir þrengra svið. „Í meginatriðum erum við að fresta ákveðnum vanda sem snýr að almannaréttinum,“ segir Birgir, „og við gerum tillögu um það að um- hverfisráðherra noti næstu tvö ár til þess að undirbúa tillögur um al- mannaréttinn, sem varðar annars vegar frjálsa för fólks um landið og hins vegar réttindi landeigenda. Þar þarf að finna ákveðið jafnvægi og við leggjum til að ráðherrann und- irbúi þær tillögur, sem verði þá lagðar fram á þingi haustið 2017.“ Aðeins séu gerðar smávægilegar breyt- ingar á þessum hluta náttúruverndarlaga, en að öðru leyti gildi í meg- inatriðum sömu reglur og gilt hafi frá 1999. Það er verið að fresta ákveðnum vanda Morgunblaðið/Eggert Gullfoss Samkvæmt varúðarreglunni verður efinn vegna mögulegra skað- legra áhrifa á náttúruna vegna framkvæmda ávallt náttúrunni í hag. Varúðarregluna mætti skil- greina á þann veg að í meg- inatriðum felur hún í sér að þegar fyrir hendi er óvissa um afleiðingar tiltekinna fram- kvæmda verður sú óvissa ekki notuð sem rök fyrir því að grípa ekki til mildandi aðgerða, eða aðgerða sem takmarka nei- kvæðar afleiðingar í nátt- úrunni. „Í fáum orðum sagt felur reglan það í sér að efinn sé ávallt nátúrunni í hag,“ segir Birgir Ármannsson. Þetta feli það í sér að ef ver- ið sé að ákveða tiltekna fram- kvæmd og ekki sé með full- nægjandi hætti sýnt fram á allar neikvæðar afleiðingar af framkvæmdinni á náttúr- una verði það ekki notað sem afsökun fyrir því að fara ekki í fyrirbyggjandi aðgerðir. Ávallt nátt- úrunni í hag VARÚÐARREGLAN Birgir Ármannsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.