Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Gáð til veðurs Kona virðir fyrir sér styttu, sem nefnist Veðurspámaðurinn, við Ásmundar- safn sem er helgað verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar (1893-1982). Eggert Góð tíðindi fara oft- ast ekki hátt á auglýs- ingaöld. Það á við um þriggja daga magnaða ráðstefnu Líffræði- félags Íslands dagana 5.-7. nóvember í Öskju og húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar birtist sú þróttmikla gróska sem einkennir nú lífvísindi hérlendis, en brátt er hálf öld lið- in frá því kennsla hófst í líffræði við Háskóla Íslands 1968. Í fyrstu var hún einkum sniðin að menntun kennara fyrir gagnfræðaskóla en brátt gildnaði stofninn og greinist nú inn á öll helstu svið lífvísinda með tilheyrandi rannsóknum. Líf- fræðiráðstefnur sem frá 2009 hafa verið haldnar á tveggja ára fresti eru orðnar samstarfsvettvangur stofnana og samtaka sem tengjast þessu fjölbreytta sviði. Öflug starfsemi – ótrúleg fjölbreytni Líffræðifélag Íslands sem stofnað var 1979 hefur frá upphafi staðið fyrir fræðslufundum og ráðstefnum sem orðið hafa æ metnaðarfyllri eins og þessi síðasta ráðstefna endurspeglar. Auk yfirlitserinda innlendra og erlendra fyrirlesara var boðið upp á 68 erindi í mörgum málstofum. Einna fyrirferðarmest voru nú svið sameinda- líffræði og ónæmis- fræði en vist- og þró- unarfræði komu einnig við sögu. Á málstofu um vistkerfi jarð- hitasvæða voru haldin ekki færri en 21 erindi og sérstakur fundur fjallaði um áhrif sauðfjárbeitar hér- lendis og víðar á norðlægum slóð- um. Umhverfi fundarins í Öskju skreyttu síðan ekki færri en 50 veggspjöld með kynningu á rann- sóknum á ólíkustu sviðum fræð- anna. Það vekur athygli gamals náttúrufræðings að aðeins tvö tungumál komu við sögu á þessari ráðstefnu, þ.e. íslenska og enska, meirihluti erinda nú fluttur á ensku, bæði af erlendum og ís- lenskum fyrirlesurum. Þetta end- urspeglar alþjóðlega þróun. Helst þótti mér á skorta að útdráttur á íslensku lægi frammi á ensku er- indunum, leikmönnum til glöggv- unar. Brautryðjendastarf í hálfa öld Á upphafsdegi ráðstefnunnar voru tveimur vísindamönnum veitt- ar sérstakar viðurkenningar, Guð- mundi Eggertssyni prófessor em- eritus við Háskóla Íslands fyrir farsælan feril og Sigrúnu Lange sameindalíffræðingi fyrir gott upp- haf rannsóknaferils. Hún lauk dokt- orsprófi við HÍ 2005 og starfar nú við University College í London. Bæði fluttu þau erindi á ráðstefn- unni. Guðmundur fór yfir feril sinn allt frá því hann lauk stúdentsprófi við MA 1951, hóf nám í grasafræði og síðan erfðafræði við Hafnar- háskóla, lauk doktorsprófi frá Yale- háskóla 1965 og stundaði erfðafræðirannsóknir þar og víðar uns hann sinnti kalli og kom heim við upphaf líffræðináms við HÍ 1968 þar sem hann var skipaður prófess- or ári síðar. Það kom þá í hans hlut öðrum fremur að skipuleggja námið við líffræðiskor Háskólans þar sem hann kenndi með rannsóknum til sjötugs árið 2003. Hann þakkar móður sinni áhugann á náttúru- fræði og grösum sem kviknaði hjá honum á heimaslóð í Skorradal. Eftir að opinberum starfsferli lauk hefur Guðmundur m.a. sinnt rit- störfum og frætt almenning, síðast með ritgerðasafninu Ráðgáta lífsins (útg. 2014) sem er frábær lesning. Staða náttúruverndar og sjálfbærni Á meðal fyrirlestra af almennum toga á ráðstefnunni staldra ég við erindi Snorra Baldurssonar líffræð- ings og þjóðgarðsvarðar sem hann nefndi Náttúruvernd á krossgötum, og erindi Brynhildar Davíðsdóttur prófessors um hlutverk líffræði í sjálfbærni á Íslandi. Í erindi Snorra kom fram snörp gagnrýni á stöðu náttúruverndar hérlendis sem hann kenndi ekki síst um sundurvirku opinberu kerfi í þessum málaflokki. Hann lýsti áhyggjum af ágengum tegundum og hversu hægt gengi um friðlýs- ingu miðhálendisins. Þá fór hann hörðum orðum um opinbera stefnu í skógrækt með handahófskenndri útplöntun innfluttra trjátegunda. Snorri er doktor í trjáerfðafræði og vann í áratug við rannsóknir á sviði landgræðslu og skógræktar að námi loknu. Brynhildur rakti í mjög fróðlegu erindi niðurstöðu alþjóðlegra mæli- kvarða á sjálfbærnistöðu Íslands. Þeir væru nokkuð misvísandi, allt frá því að sjálfbærni hér teldist all- góð niður í það lakasta meðal þjóða heims, m.a. komi vistspor Íslands (ecological footprint) hörmulega út og færi versnandi. Til bjargar kæmi okkur fámennið og ríkulegar auðlindir, en á móti vinnur vöntun á samræmdri stjórnun umhverfis- og auðlindamála og ófullkomin grunn- þekking á íslenskum vistkerfum. Því þyrfti margt að breytast eigi að tryggja hér sjálfbærni og þar hafi líffræðingar verk að vinna. Líffræðifélaginu til sóma Ráðstefna þessi var líkt og marg- ar hinar fyrri Líffræðifélaginu og forystu þess til mikils sóma. Hún endurspeglar í senn metnað og þrótt í lífvísindum hérlendis sem leggja nú fram æ meiri skerf til hagnýtrar uppskeru í atvinnuþróun og rannsóknum. Hins vegar vantar mikið á að sá þekkingargrunnur sem hér er lagður skili sér í bættri stjórnsýslu, náttúruvernd og með- ferð auðlinda. Sá sem þetta skrifar hefur skilning á að þingmenn hafa í mörg horn að líta, en hér hefðu þeir getað nestað sig til góðra verka. Svipað má segja um fjöl- miðla, sem ég varð ekki mikið var við í Vatnsmýrinni þessa nóv- emberdaga. Eftir Hjörleif Guttormsson »Ráðstefnan endur- speglaði metnað og þrótt í lífvísindum hér- lendis sem leggja nú fram æ meiri skerf til hagnýtrar uppskeru í atvinnuþróun og rann- sóknum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Ráðstefna Líffræðifélags Íslands endurspeglaði gróskuna í lífvísindum Fyrir sléttum tveimur vikum fékk mennta- og menningar- málaráðuneytið afhenta skýrslu um starfsemi og rekstur Rík- isútvarpsins frá árinu 2007, en það ár var stofnuninni breytt í opinbert hlutafélag. Það er óhætt að segja að skýrslan hafi hlotið athygli og í kjölfarið hefur sprottið upp mikil umræða um hlutverk og stöðu Ríkisútvarps- ins. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að frá árinu 2007 nemur uppsafnað tap hjá Ríkisútvarpinu 813 milljónum króna og skuldir hafa safnast hratt upp á tíma- bilinu. Rekstur Ríkisútvarpsins er mjög þungur og ljóst má vera að enn bíða stjórnar og stjórn- enda þess flókin viðfangsefni. Hér er þó rétt að benda sérstaklega á að stjórn Rík- isútvarpsins hefur undanfarin misseri unnið mjög gott, og í raun bráðnauðsynlegt starf, til dæmis með sölu byggingarréttar og öðrum aðgerðum sem hafa já- kvæð áhrif á tekjur og gjöld stofnunarinnar án þess að það dragi úr getu þess til að vinna að þeim skyldum sem á henni hvíla. Það er mikilvægt að upplýsingar sem þessar séu komnar fram, þó að skýrslan sé ekki hafin yfir gagnrýni frekar en önnur mannanna verk. Í kjölfarið hafa síðan komið fram frekari upp- lýsingar og sjónarmið sem hjálpa til við að varpa nánara ljósi á stöðu Ríkisútvarpsins og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Til þess er leikurinn gerður. Neytendur setjast í bílstjórasætið Aðalatriðið hvað framtíð Ríkisútvarpsins varðar er þó ekki rekstrarvandi eða erfið skuldastaða, þó að hvort tveggja skipti vissu- lega máli þegar næstu skref verða tekin. Það sem mestu máli skiptir hvað framtíðina varðar er hið breytta neyslumynstur og tækni- framfarir sem blasa við öllum fjölmiðlum. Áhorf á sjónvarp, einkum línulega dagskrá, hefur til að mynda dregist mjög mikið saman, mest í yngri aldurshópunum. Ég þarf ekki að telja til þær öru og augljósu framfarir í tækni sem hafa átt sér stað á allra síðustu árum. Það er ekki svo ýkja langt síðan að okkur stóð bara til boða sjón- varpsefni á þeim tíma sem dag- skrárstjórar fjölmiðlanna höfðu ákveðið. Flest okkar, nema þau sem yngst eru, muna eflaust eftir því að hafa tekið upp útprentaða sjónvarpsdagskrá áður en ákveð- ið var hvað skyldi gert það kvöld- ið. Þetta munu börnin okkar aldrei upplifa, því í dag eru þau sínir eigin dagskrárstjórar, sem er bæði birtingarmynd breyttrar tækni og neysluhátta. Við þetta má síðan bæta að framboð á efni á öllum sviðum hefur stóraukist. Í ljósi þessa þarf ekki frjótt ímyndunarafl til að sjá að óbreytt skipan mála, hvort sem er hjá Ríkisútvarpinu eða öðrum fjölmiðlum, er ekki meitluð í stein. Verkfærin ekki þau sömu og áður Framangreint segir okkur að sum þeirra verkfæra sem við höfum til að ná markmiðunum með rekstri ríkisfjölmiðils hafa orðið beittari, á meðan bit annarra hefur minnkað. Allt er í heiminum hverfult – og breytingum háð. Rík- isútvarpið er þar ekki undanskilið og það mun og þarf að breytast, líkt og aðrir fjölmiðlar, ef við ætlum okkur að ná markmiðunum með rekstri þess. Enda er Ríkisútvarpið ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að mark- miðum sem ég tel að nokkuð góð sátt ríki um hér á landi. Ég tel hins vegar að Ríkisútvarpið hafi mik- ilvægu hlutverki að gegna í nútímasamfélagi og ég tel nauðsynlegt að umræða fari fram um framtíðarfyrirkomulag þess, til að það geti fullnægt þessu hlutverki sínu svo vel sé. Á næstu dögum ætla ég að gera nánari grein fyrir því hvernig ég tel að Ríkisútvarpið geti best náð þeim markmiðum sem við viljum að það uppfylli, hvernig það getur sinnt því hlutverki sem það gegnir í samfélaginu á sem farsælastan hátt og hvernig starfsemi Rík- isútvarpsins þarf að vera háttað til þess að svo megi verða. Ekkert er varanlegt – nema breytingar Eftir Illuga Gunnarsson Illugi Gunnarsson » Það sem mestu máli skiptir hvað framtíðina varð- ar er hið breytta neyslumynstur og tæknifram- farir sem blasa við öllum fjöl- miðlum. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.