Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Á okkar dögum eru dómsdagsspámenn áberandi þrýstihópur, sem margir stjórn- málamenn hlusta á með mikilli andagt. Hættulegasti hóp- urinn er sá sem full- yrðir, að framundan séu miklar veðurfars- hamfarir. Þessi sér- trúarsöfnuður vill meina, að sú væga hlýnun sem orðið hefur á síðustu 300 árum, muni halda áfram og setja veðurfarskerfi jarðar úr skorðum. Öll þessi ósköp eru sögð stafa af „of miklum lífsanda (CO2) í andrúminu“ og til að dómsdags- spárnar rætist ekki, verði að draga úr brennslu kolefna. Staðreyndin er sú, að þessi hug- mynd hefur aldregi komist af til- gátustiginu. Þetta er ekki kenn- ing, hvað þá náttúrulögmál. Ekki liggur einu sinni fyrir tilgáta um hvernig hitastig tengist stærð- fræðilega lífsandanum. Þegar við bætist, að engin hlýnun hefur mælst það sem af er þessari öld, verður að telja tilgátuna stein- dauða. Burtséð frá þessari gagn- lausu tilgátu, er veruleg ástæða til að skoða hvernig lífsandinn er undirstaða lífs á jörðinni. Lífsandinn er ekki eitruð mengun Vitað er, að allt líf á jörðinni byggst á kolefni (C) og mann- kynið er ekki undan- skilið. Kolefnið fer svonefnda „kolefn- ishringrás“ þannig að dýraríkið fær kolefni frá jurtaríkinu og jurtaríkið fær sitt kol- efni að mestu úr and- rúminu í formi lífs- anda sem plönturnar vinna með ljóstillífun. Einnig taka plöntur upp kolefni úr kolsýrðu vatni (H2CO3), sem þær ná til með rótunum. Flestir vita að gos- drykkir innihalda kolsýru sem er blanda af lífsanda (CO2) og vatni (H2O). Jafna fyrir kolsýru: (CO2+H2O  H2CO3). Andrúmið er blanda margra gastegunda og mælt sem rúmmál er mest af: köfnunarefni (78,09%), súrefni (20,95%), vatnsgufa (1,00%), argon (0,93%) og lífsandi (0,040%). Magn lífsanda er oft tjáð í einingunni ppm (milljónustu hlutar) og á þann máta er núver- andi magn lífsanda í andrúminu 400 ppm. Aukning lífsanda hefur um hríð verið mjög stöðug, um 2 ppm á hverju ári. Með sama áframhaldi verður lífsandinn kom- inn í 1000 ppm að 300 árum liðn- um, það er að segja árið 2315. Dómsdagsspámennirnir reyta hár sitt yfir slíkum horfum og hrópa hærra en nokkru sinni að lífsandinn sé eitruð mengun, sem muni lama lífríkið og koma mann- kyni á kné. Þessu er þveröfugt farið og stöðva verður þennan skaðlega áróður. Sú aukning lífs- anda, sem hægt er að skrifa á reikning mannkyns, hefur líklega nú þegar framlengt tíma lífs á jörðinni um tvær milljónir ára. Það er rangt, að mikið magn lífs- anda sé takmarkandi fyrir lífkerfi jarðar, heldur er staðreyndin sú, að of lítið magn myndi slökkva lífsneistinn á jörðinni. Lífsandi og hitastig eru oftast í öfugum fasa Fyrir um 540 milljón árum hófst þróun þeirra lífsforma sem ein- kenna jörðina í nútímanum. Frá þeim tíma hefur hitastig á jörðu oftar en ekki verið í öfugum fasa við magn lífsandans. Til dæmis, fyrir 150 milljón árum (Jurassic) féll hitastig mikið en lífsandinn náði toppi. Fyrir 50 milljón árum (Eocene) var hiti líklega hærri en nokkru sinni á síðustu 550 milljón árum, en lífsandinn hafði farið minnkandi í 100 milljón ár. For- tíðin bendir ekki til, að hitastig jarðar ráðist af magni lífsanda í andrúminu. Fyrir um 400 milljón árum (Devon) hófst af krafti landnám lífs á þurrlendi og náði mikilli út- breiðslu á skömmum tíma. Bæði jurtir og dýr tóku þátt í landnám- inu og nýttu sér nýtt umhverfi til að þróa fjölmargar nýjar tegundir. Á Devon-tímanum náði lífsandinn að verða um 2200 ppm, eða 5,5 sinnum núverandi magn. Hitastig- ið var að meðaltali um 20 gráður, sem er 6 gráðum hærra en núna. Sjálfsmorð lífríkisins yfirvof- andi fyrir 400 milljónum árum Á Devon-tímanum þróuðu plöntur getu til að framleiða „lign- in“ og „cellulose“ sem saman gerðu plöntunum fært að mynda við og vaxa uppréttar. Trén voru komin til sögunnar og náðu mikilli hæð, í samkeppni um orkugjafann sólarljósið. Umfangsmiklir skógar þöktu þurrlendið, lífmassi jarðar margfaldaðist og dró til sín lífs- anda úr andrúminu, sem endaði sem viður trjánna. „Lignin“ er ákaflega stöðugt efni og á þessum tíma höfðu eng- ar lífverur þróast sem framleiddu efnahvata sem leyst gat það upp. Skógartrén höfðu ekki ótakmark- aða lífslengd, heldur dóu eins og þau gera enn í dag. Dauð tré hlóðust því upp í skógarsverðinum og náðu viðarlögin 100 metra þykkt eða meira. Þannig urðu til kolalögin miklu sem finnast um allan heim og eru mynduð úr kol- efni sem skógarnir unnu úr lífs- andanum á 90 milljónum ára. Til allrar hamingju fyrir framtíð lífs á jörðu, kom fram rotnunarsveppur sem framleiðir efnahvata sem vinnur á „lignini“. Þar með lauk því tímabili jarðsögunnar þegar kolabirgðir jarðar urðu til. Ef ekki hefðu komið fram líf- verur sem voru færar um að leysa upp „lignin“ hefði lífsandinn hald- ið áfram að minnka þar til dauða- þrepinu, 150 ppm, hefði verið náð. Við þetta þrep hefðu allar plöntur Jarðarinnar dáið úr hungri, það er að segja úr skorti á lífsanda. Lífríkið allt hefði drepist og mannkyn hefði aldregi komið fram. Þetta var bara fyrsta skipt- ið sem líf jarðarinnar hefði getað útrýmt sjálfu sér vegna skorts á lífsanda, sem öllum ætti að vera ljóst að er undirstaða lífs á jörð- inni. Lífsandinn (CO2) er undirstaða lífs á jörðinni Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Sú aukning lífsanda (CO2), sem hægt er að skrifa á reikning mannkyns, hefur líklega nú þegar framlengt tíma lífs á jörðinni um tvær milljónir ára. Loftur Altice Þorsteinsson. Höfundur er verkfræðingur. Nokkur umræða hefur farið fram sl. vikur um hálendi Íslands. Varðandi lagningu á greiðfærum hálendisvegum, t.d. yfir Sprengisand og Kjöl, þá tökum við undir slík áform. Síðan þarf að afmarka visst miðju- svæði um hálendið sem ferðamenn fái ekki að fara inná nema tilkynna sig. Ætli ferðamenn að fara út fyrir af- markaða vegi/slóða á nefndu svæði, þá verði þeir að fara um þá undir leið- sögn/eftirliti. Komið verði upp hálendis- miðstöðvum í því sambandi þar sem leiðsögumenn og þar til gerð ökutæki ef á þarf að halda taki við ferðamönn- um. Þetta myndi gera það að verkum að minna yrði um utanvegaakstur og skemmdir á gróðri, auk þess sem ferðamenn myndu njóta svæðisins mun betur, þ.e. með upplýsingagjöf og fróðleik. Alla vega er ljóst að gera þarf átak varðandi umferð/eftirlit um hálendi Íslands og gera vissa vegi greiðfærari fyrir almenning til að njóta víðáttu landsins. Áhugasamir ferðalangar um hálendi Íslands. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hálendi Íslands, úrbætur og fleira Utanvegaakstur Gera þarf átak varðandi umferð og eftirlit um hálendi Íslands. Hætt er við að mörgum þætti það undarlegt ef sett væri það skilyrði að ein- göngu þeir sem létu fjarlægja örygg- isbeltin úr bílnum sín- um mættu vera á negldum dekkjum. En þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli þá er hins vegar fátt undarlegt lengur. Í hinu marg- umtalaða samkomulagi borg- arstjóra við innanríkisráðherra frá 2013 virðist nefnilega sett sem skilyrði að hvorki megi fella hættuleg tré við enda einnar flug- brautarinnar né uppfæra lending- arljós hennar svo þau uppfylli ís- lenska reglugerð og alþjóðaviðmið fyrr en innanríkisráðherra hefur samþykkt að loka eigi neyð- arbrautinni. Ekki verður betur séð en að þarna sé verið að nota slysa- gildrur til að knýja á um lokun neyðarbrautarinnar, sem væri í raun siðlaus misbeiting á skipu- lagsvaldi. Þegar samkomulagið er skoðað nánar sést einnig að það snýr ein- göngu að undirbúningi á ákvarð- anatöku og því langt því frá að það skuldbindi innanríkisráðherra á nokkurn hátt um hver sú ákvörðun verði. Í ljósi þess er í raun merkilegt að Reykjavík- urborg hafi gengið svo langt að gefa leyfi á byggingarfram- kvæmdir við enda neyðarbrautarinnar án þess að ákvörðun um lokun hennar lægi fyrir. Hætt er við að með þessu hafi skap- ast skaðabótaábyrgð sem gæti reynst borg- inni dýrt spaug. Rándýrar pólitísk- ar fegrunar- aðgerðir Allt undirbúnings- ferlið að ákvörðun um framtíð neyðarbrautarinnar hefur síðan verið með eindæmum ótrú- verðugt. Hæst stendur upp úr ákvörðun ISAVIA að reka fyrstu áhættumatsnefndina eftir að hún komst að því að lokun neyð- arbrautarinnar væri óásættanleg. Þessi ákvörðun er algjörlega óskiljanleg því það er ISAVIA sem ber hvað mesta ábyrgð á að flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli sé í lagi. Ekkert einkafyrirtæki mundi nokkurn tímann með bein- um hætti ganga svona gegn eigin hagsmunum. En þar sem ISAVIA er opinbert fyrirtæki, þá vekur þetta spurningar um hvort að í þessu máli hafi legið að baki póli- tískar ástæður sem hafi vegið þyngra en öryggismál. Vinnu- brögðin við greininguna sem eftir fylgdi virðist, ef eitthvað er, renna frekari stoðum undir þennan grun, því við þá greinivinnu var bjart- sýni sérfræðinga svo mikil að hvorki var fylgt leiðbeiningum al- þjóða flugmálastofnunarinnar né almennri skynsemi. Tregða skýrsluhöfunda við að bregðast við þeim athugasemdum sem síðar komu fram, þar sem jafnvel virtist gripið til útúrsnúninga, benda enn frekar til þess að öll vinnan hafi í raun verið ekkert annað en rándýr pólitísk fegrunaraðgerð til að rétt- læta óverjanlega ákvörðun sem á nær örugglega eftir að valda mannsköðum þegar fram líða stundir. Og hinn pólitíski skrípaleikur heldur áfram. Á sama tíma og að innanríkisráðherra talar um að ekki eigi að loka neyðarbrautinni, þá er verktakinn þegar byrjaður að byggja við brautarendann og skilur lítið í af hverju hann fær ekki að reisa krana í fluglínu. Ljóst er að því lengur sem þessi leikur heldur áfram þá bætist bara í skaðabótakröfuna. Þráteflinu þarf að ljúka Stjórnkerfið virðist algjörlega hafa brugðist almenningi í þessu máli. Slysagildrur eru notaðar sem skiptimynt af skipulagsyfirvöldum, óþægilegum niðurstöðum er sópað undir teppið af opinberu rekstr- arfélagi flugvallanna og nýjar nið- urstöður pantaðar í snatri fyrir stórfé. Allt virðist þetta vera hluti af einhvers konar áróðursbragði sem er eingöngu er gert til að blekkja almenning. Þótt einkavæðing ISAVIA væri besta framtíðarlausn til að aðskilja pólitísk afskipti frá flugrekstri, þá er vandamálið á Reykjavík- urflugvelli það aðkallandi að það krefst aðgerða strax. Fyrst að stjórnkerfinu er ekki treystandi, þá þyrfti einfaldlega að fara framhjá því og leyfa almenningi í landinu, sem er hinn raunverulegi eigandi flugvallarins, að ákveða framtíð hans milliliðalaust. Slíkt ætti ekki að vera vandamál fyrir hvorugan deiluaðila, því bæði flug- vallarvinir og flugvallarandstæð- ingar hafa sagst tala fyrir al- mannahag. Komandi forsetakosningar væru því tilval- inn vettvangur til að leiða þetta mál til lykta. Nægur tími er fram að næsta sumri fyrir báða deilu- aðila að kynna almenningi sín mál- efnarök, auk þess sem kosninga- þátttakan verður líklega það mikil að varla verður hægt að rengja niðurstöðuna. Skipbrot á Reykjavíkurflugvelli Eftir Jóhannes Loftsson » Slysagildrur eru not- aðar sem skiptimynt af skipulagsyfirvöldum, óþægilegum niðurstöð- um er sópað undir tepp- ið af opinberu rekstrar- félagi flugvallanna og nýjar niðurstöður pant- aðar í snatri fyrir stórfé.Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull. Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gull- smára mánudaginn 9. nóvember. Úrslit í N/S: Pétur Antonss. – Guðlaugur Nielsen 192 Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafsson 192 Jónína Pálsd. – Þorleifur Þórarinss. 189 Guðm. Pálsson – Sveinn Símonarson 183 A/V Ásgeir Gunnarss. – Sigurður Björnss. 207 Haukur Guðmss. – Stefán Ólafsson 187 Hjörtur Hanness. – Gunnar M. Hanss. 183 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 181 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Til leigu fullbúnar íbúðir með húsgögnum og öllum búnaði í Tryggvagötu 18a. Svörtu Perlunni / Black Pearl - Langtímaleiga 65 m2 íbúð. - Svalir 120m2 íbúð. - Svalir 330 m2 penthouse. - Stórar svalir Mögueiki á bílastæði í bílastæða húsi. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á: Pósthólf 1100 - 121 Rvk, merkt Íbúðir - T18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.