Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Starf veislustjóra er fjölbreytilegt og nær yfir allan skalann – oft er það stórskemmtilegt, en stundum skelfilega erfitt og jafnvel leiðin- legt,“ segir Jóhann G. Jóhannsson leikari, en hann hefur áratuga reynslu af veislustjórn og hefur í gegnum tíðina stýrt mörgum eftir- minnilegum veislum og viðburðum, bæði fyrir fyrirtæki og smærri hópa. „Það fer mikið eftir stemn- ingunni í salnum hverju sinni hvernig til tekst. Ef það gengur til dæmis mikið á í fyrirtækinu, yfir- maðurinn er leiðinlegur, uppsagnir yfirvofandi eða stórar breytingar framundan, þá er ekki ráðlegt að halda árshátíð. Ég hef lent í ýmsu þegar þannig stendur á og sömuleiðis stýrt við- burðum rétt fyrir kosningar, þá er oft kurr í mannskapnum og léleg stemning. En þegar kvöldið heppnast vel; salurinn spilar með, maturinn er góður og atriðin hitta í mark þá getur þetta verið rosa- lega skemmtilegt starf. Veislu- stjórn er samt alltaf mjög krefj- andi, ég er þrjá til fjóra daga að setja saman efnið og undirbúa mig og er yfirleitt alveg búinn á því í einn til tvo daga á eftir.“ Grín í grunnskóla Leikari og síðar veislustjóri – þróuðust hlutirnir í þessari röð? „Ég var í grunnskóla þegar ég byrjaði bæði að leika og taka að mér að kynna ýmsa viðburði og með því bjó ég til skemmtiatriði. Það vatt upp á sig í menntaskóla og ég tók að mér skemmtanir af ýmsu tagi. Svo færði ég mig yfir í að stýra brúðkaups- og afmælis- veislum, og loks veislum og árs- hátíðum hjá fyrirtækjum og starfs- mannafélögum. Ég fór svo í leiklistarnám til Bandaríkjanna strax að loknu stúdentsprófi. Verkefnin hafa verið ótrúlega fjölbreytt þar sem ég hef stýrt veislum og uppákomum af ýmsum tilefnum; afmælum, starfsmanna- skemmtunum, íþróttasamkomum, þorrablótum og verðlaunaafhend- ingum, bæði hérlendis og erlendis, á ensku og íslensku. Það er alltaf gaman að vera veislustjóri í brúð- kaupum, en ég lít þau reyndar öðr- um augum og tek slík verkefni bara að mér ef ég þekki brúð- hjónin mjög vel, eða tengist þeim á einhvern hátt. Brúðkaup eru svo persónulegar veislur að mér finnst að það verði að vera góð tenging á milli brúðhjóna og veislustjóra.“ Leitað að snillum Er starf leikarans og veislustjór- ans nátengt? „Auðvitað er þetta tengt að því leyti að maður vinnur við það að koma fram. En veislustjórn er samt allt annað en leiklist, innan þessa afþreyingarramma. Þó að maður setji sig í ákveðinn karakt- er er veislustjórastarfið mun líkara starfi kennara, prests, stjórnmála- manns eða þess sem stendur fyrir framan fólk og flytur erindi. Þú ert ekkert endilega góður leikari þó að þú sért frábær veislu- stjóri og að sama skapi eru góðir leikarar ekki endilega góðir veislu- stjórar. Í raun er veislustjórn mun tengdari uppistandi en leiklist. Þó að þú mætir vel undirbúinn til veislu gengur starfið svo mikið út á samspilið við salinn og því getur allt gerst.“ Ertu vandlátur á verkefni? „Ég passa mig núorðið að ofgera ekki sjálfum mér og tek fyrst og fremst að mér verkefni þar sem mér sýnist stefna í skemmtilega veislu. Það er auðvelt að brenna hratt upp í slíku starfi, ef maður vinnur of mikið. Fyrir 13 árum færði ég út kvíarnar og stofnaði fyrirtæki mitt Snilli, þar sem ég býð veislustjórn, hljómsveitir, plötusnúða og skemmtiatriði í samstarfi við frábært fagfólk; leik- ara, uppistandara og tónlistarfólk. Ég hef sjálfur séð um skemmt- anir og stýrt veislum hjá sömu að- ilum ár eftir ár, en það er nauð- synlegt fyrir fyrirtæki að breyta stundum til og þá hjálpa ég mínum kúnnum að finna rétta veislustjór- ann og skemmtikraftana í gegnum snilli.is.“ Besta stemningin Vel heppnuð veisla – stendur allt og fellur með veislustjóranum? „Lykillinn að góðri veislu er rétta stemningin, þar á eftir kem- ur maturinn og loks er það veislu- stjórinn og skemmtiatriðin, sem þurfa að hitta í mark. Ef fólk kem- ur illa stemmt til veislu, eða það eru erfiðleikar í fjölskyldunni eða fyrirtækinu, er erfitt að stýra sam- komunni þannig að hún verði skemmtileg. Þá skiptir ekki máli hvernig maður stendur sig sem veislustjóri.“ Hvað einkennir góðan veislu- stjóra? „Veislustjórinn þarf að vera létt- ur og skemmtilegur, sveigjanlegur en ákveðinn. Hann stýrir veislunni og þarf að geta haldið prógramm- inu gangandi, líka þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og ætlað var. Góður veislustjóri þarf að búa yfir skipulagshæfni, geta brugðist við því óvænta og vera húmoristi. Sjálfur nota ég söng, dans og húm- or þegar ég er í hlutverki veislu- stjórans, það er mjög góð blanda.“ Hringt á lögreglu Hvernig undirbýrðu þig fyrir veislu? „Ég byrja á því að setjast niður með veisluhaldara, finn út hvað hann langar helst að gera og leið- beini honum með skemmtilega út- færslu á hugmyndinni. Hjá honum fæ ég allar nauðsynlegar upplýs- ingar, skrifa hjá mér punkta um fyrirtækið og fólkið og byggi pró- grammið á þeim. Svo er ég yfir- leitt sjálfur með eitthvað uppi í erminni, sem ég nota og aðlaga dagskránni. Það er mjög mikil- vægt fyrir veislustjóra að vera í góðu sambandi við starfsfólkið í eldhúsinu og passa að maturinn komi inn á réttum tíma, því það vill enginn kalda steik eða heitan ís. Viðburðir, hvort heldur er árshátíðir, starfsmannafögnuðir eða annað, eru jafnmisjafnir og þeir eru margir. Þótt ég sé í starfi veislustjóra get ég auðvitað ekki haft stjórn á öllu og það hefur reynst mér best að mæta hverju verkefni með æðruleysi, leyfa hlut- unum að flæða og láta mig fljóta með. Aðalmálið í mínum huga er að vera afslappaður og taka því sem að höndum ber – maður veit aldrei hvað gerist.“ Hefurðu oft þurft að bregðast við óvæntum uppákomum? „Ég hef lent í ýmsu óvæntu, en minnisstæðust er án nokkurs vafa veislan þegar kalla þurfti til sjúkrabíl í þrígang og lögreglan mætti jafnframt á staðinn. Fyrst datt ung kona á dansgólfinu og lenti á borðbrún og tveir sjúkrabíl- ar birtust, eins og títt var um út- köll þá. Síðar um kvöldið hneig fullorð- inn veislugestur niður og aftur voru tveir sjúkrabílar mættir fyrir utan. Loks kom til handalögmála úti milli tveggja veislugesta, þar sem annar skall með höfuðið í göt- una, og áður en varði renndu tveir sjúkrabílar og lögreglubíll upp að húsinu. Þetta var allt mjög sér- stakt, ekki síst vegna þess að gest- irnir kröfðust þess að veislan héldi áfram og fyrir mig var ekkert ann- að að gera en hlýða.“ Allt getur gerst  Jóhann G. Jóhannsson leikari bregður sér oft í hlut- verk veislustjórans þar sem hann beitir húmornum óspart, fléttar saman dans og söng, leggur sig fram um að vera afslappaður og sveigjanlegur og er alltaf viðbúinn hinu óvænta Morgunblaðið/Styrmir Kári Röng tímasetning Jóhann G. Jóhannsson, leikari og veislustjóri: „Ef það gengur mikið á í fyrirtækinu, yfirmað- urinn er leiðinlegur, uppsagnir yfirvofandi eða stórar breytingar framundan, þá er ekki ráðlegt að halda árshátíð.“ » Starfið er oft stór-skemmtilegt, en stundum erfitt og jafn- vel leiðinlegt Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Heyrnarhlífar í vinnuna Hjá Dynjanda færðu heyrnarhlífar og samskipta- búnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.