Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 68

Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 ✝ Árni SteinarJóhannsson fæddist á Dalvík 12. júní 1953. Hann lést á dvalarheim- ilinu Dalbæ á Dal- vík 1. nóvember 2015. Foreldrar Árna Steinars voru hjón- in Valrós Árna- dóttir, f. 3. ágúst 1927, fyrrverandi verslunarkona á Dalvík, og Jó- hann Ásgrímsson Helgason sjó- maður, f. 20. nóvember 1920, d. 9. apríl 1963. Jóhann drukknaði í mannskaðaveðrinu mikla fyrir Norðurlandi í dymbilvikunni 1963 ásamt 15 öðrum sjómönn- um, hann var þá á Hafþóri frá Dalvík. Eldri systur Árna Steinars eru: 1) Friðbjörg, f. 15.12. 1943, verslunarmaður. Maður hennar var Ottó Gunnarsson, skipstjóri og stýrimaður, f. 1.11. 1944, d. 28.1. 2011. Börn þeirra eru 1974-1979. Eftir námsdvölina í Danmörku settist Árni Steinar að á Akureyri og varð garð- yrkjustjóri bæjarins 1979-1986 og umhverfisstjóri 1986-1999. Hann var kosinn alþingismaður fyrir Vinstri-græna í Norður- landskjördæmi eystra 1999- 2003. Eftir að þingmennsku lauk var hann í ráðgjaf- arstörfum og síðar umhverf- isstjóri Fjarðabyggðar til dán- ardægurs. Árni Steinar var virkur í ýmsum félagasam- tökum um ferðamennsku og umhverfismál, bæði hérlendis og erlendis. Hann var í stjórn Rarik 2008-2014, stjórnar- formaður 2009-2014. Í stjórn- málum var hann fyrst í fram- boði fyrir Þjóðarflokkinn 1987 og 1991, síðan fyrir Alþýðu- bandalagið og óháða 1995, Vinstri-græna 1999 og 2003. Hann var varaþingmaður 1996, 1998, 2003 og 2006. Á Akureyr- arárunum byggði Árni Steinar ásamt öðrum nýbýli út úr jörð- inni Höskuldsstöðum í Eyja- fjarðarsveit og kallaði Rein. Það var í senn íbúðarhús og gróðarstöð. Árni var brautryðj- andi í grænu bæjarskipulagi. Útför Árna Steinars fór fram í kyrrþey 9. nóvember 2015. þrjú: Björk, Börk- ur Þór og Ottó Freyr. 2) Helga, f. 17. júlí 1947, hár- greiðslumeistari. Maður hennar var Ævar Heiðar Jóns- son múrarameist- ari, f. 4.8. 1945, d. 19.8. 2010. Börn þeirra eru tvö: Jó- hann Valur og Halla Sif. Yngri bróðir Árna Steinars er Óli Þór, f. 2.8. 1961, fiskeldisfræð- ingur. Kona hans er Ingunn Bragadóttir sjúkraliði, f. 14.3. 1963. Börn þeirra eru Bragi Þór, Jóhann og Jón Ingi. Árni Steinar ólst upp á Dal- vík og lauk þar gagnfræðaprófi 1969. Hann var við nám í Me- morial High í Wisconsin í Bandaríkjunum 1971, lauk prófi frá Garðyrkjuskóla rík- isins 1974 og stundaði svo framhaldsnám í Landbúnaðar- háskólanum í Kaupmannahöfn Eftir erfið veikindi er góður vinur nú fallinn frá. Árni Steinar Jóhannsson kom inn í stjórn RA- RIK vorið 2008, tók við stjórn- arformennsku vorið 2009 og sat í stjórn fyrirtækisins til ársins 2014. Áhugi hans á málefnum fyrirtækisins og viðskiptavina þess skein í gegnum starf hans allt og ófáar ferðir gerði hann sér til að tala máli þess þar sem hann taldi það nauðsynlegt. Árni hafði þann skemmtilega eiginleika að geta verið alvarlegur og hnyttinn á sama tíma. Hann var fylginn sér, fljótur að greina aðalatriðin, en umfram allt hafði hann sér- stakt lag á að sætta sjónarmið með aðdáunarverðum hætti. Hann sagði blátt áfram og í hreinskilni það sem honum bjó í brjósti, þótt það væri ekki endi- lega til vinsælda fallið og það sem margir hefðu kannski ósagt látið, en gerði það þannig að það varð einhvern veginn alltaf svo eðli- legt og sjálfsagt. RARIK á Árna margt að þakka. Hann var ötull baráttumaður fyrir fyrirtækið og lagði áherslu á að innan stjórn- arinnar ríkti samstaða um að verja hagsmuni þess, enda væru í því fólgnir hagsmunir bæði fyr- irtækisins og viðskiptavinanna. Við Árni vorum í miklu sam- bandi þann tíma sem hann gegndi stjórnarformennsku. Hann hafði samband í hverri viku og stundum oft á dag, en kvöldin og laugardagsmorgnarnir voru hans uppáhaldstími. Þá velti hann upp málum og var fátt und- anskilið. Og jafnvel þegar hann var hættur í stjórninni hélt hann áfram reglulegu sambandi til að ræða þau málefni sem honum fannst mikilvæg, eða bara til að spjalla. Og ég man aldrei eftir að hafa heyrt í honum án þess að fá skemmtilega sögu eða sögur, því hann sá húmorinn í flestu og hafði gaman af að segja frá. Flestar sögurnar voru af honum sjálfum og skemmtilegum uppá- komum sem hann hafði lent í og dró hann þá ekkert undan. Enda byrjuðu flestir stjórnarfundirnir á því að Árni sagði sögu af sjálf- um sér. Árni veiktist nokkru áð- ur en hann hætti í stjórninni og smám saman var ljóst hvert stefndi. Þegar ég heyrði í honum síð- ast vildi hann lítið úr veikindum sínum gera, vildi ræða önnur málefni og skemmtilegri. En nú tekur hann ekki símann lengur og er sárt saknað. Við sem áttum þess kost að kynnast honum er- um fátækari eftir, en yljum okk- ur við minningar um einstakan öðlingsdreng. Blessuð sé minn- ing hans. Móður hans og fjölskyldu allri sendum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna RARIK, Tryggvi Þór Haraldsson. Hugurinn leitar aftur fjöl- marga áratugi, til Dalvíkur upp úr miðri síðustu öld. Þar man ég Árna Steinar, kæran frænda minn, fyrst bara pínulítinn pjakk, fallegan glókoll, ljúfan og pínu prakkara. Þarna ólst hann upp við gott atlæti í dásamlegri fjöl- skyldu þar sem gleðin ríkti. Móð- urfólkið alltumlykjandi, segjandi sögur og skellandi sér á lær og afi og amma á næsta hóli, Stað- arhóli. Í minningunni var sól og blíða. Svo kom höggið. Um páskana, í apríl 1963, skall á mannskaða- veður við Eyjafjörðinn og pabb- inn fórst með mótorbátnum Haf- þóri ásamt fjórum öðrum sjómönnum. Það var mikið áfall fyrir Árna Steinar, sem var tæp- lega tíu ára, stóru systur hans báðar og móður þá þungaðar. Í garð gengu erfiðir tímar sem vit- anlega mótuðu líf þeirra allra. En fjölskyldan stóð saman og leitun er að meiri hjartahlýju, kærleika, örlæti og auðmýkt en hjá þeim. Árni Steinar gekk menntaveg- inn og farnaðist þar vel. Hann hleypti heimdraganum ungur, fór sem skiptinemi til Bandaríkj- anna þar sem hann dvaldi hjá góðu fólki, lærði margt og sá sem honum líkaði misvel. Heimkominn stundaði hann nám við Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk mastersprófi frá Land- búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn. Hann var mikill og góður fagmaður á því sviði eins og sjá má á Láginni á Dalvík, á Akureyri og fyrir austan í Fjarðabyggð. Árni Steina var harðduglegur og útsjónarsamur. Hann vann fyrir sér á námsárunum og tókst með ósérhlífni og dugnaði að eignast íbúð á Kaupmannahafn- arárunum í kóngsins Köbenhavn. Ég naut góðs af því á ferðalagi eitt haustið. Húsráðandinn glaður og reifur í sögustuði. Árni Steinar hafði mikið yndi af því að tala, segja skemmtisögur af sjálfum sér og öðrum með tilþrifum og miklum hlátrarsköllum. Árni Steinar lét til sín taka í samfélagsmálum og þjóðmálum og var þingmaður um skeið. Hann var það sem kallað er vinstrimaður. Við ræddum iðu- lega samfélagsmál og vorum sjaldnast á sama máli en það var allt í lagi. Við gátum oftast verið svo hjartanlega sammála um að vera ósammála. Hann var sann- gjarn, víðsýnn og réttsýnn. Hann Árni Steinar var margbrotinn og í honum blundaði líka einstak- lingshyggjumaður. Mér fannst það alla vega oft. Ég var ánægð með „hortologan“ eins og ég kall- aði hann oft, eitt sinn er ég fékk hann til að koma til mín og skoða garðinn minn þáverandi og gefa mér ráð við umhirðuna. Eftir miklar pælingar voru ráðin þau að ég skyldi bara klippa trén eftir mínu höfði og láta minn smekk ráða í einu og öllu í þessum garði. Þetta reyndust hollráð, kannski þjóðráð, hjá þessum góða manni. Mikið er ég sorgmædd yfir ótímabæru fráfalli Árna Stein- ars. Ég á eftir að sakna hans mjög. Undanfarin ár glímdi hann við óvæginn sjúkdóm, sem lagði hann að velli. Hann var „þéttur á velli og þéttur í lund“ og stóð meðan stætt var. Megi almættið vaka yfir og styðja Valrósu, móð- ursystur mína, við fráfall elsku- legs sonar. Fjölskyldunni allri votta ég samúð mína og sona minna. Blessuð sé minning Árna Steinars Jóhannssonar. Árdís Þórðardóttir. Árni Steinar var í hópi þeirra nemenda sem voru við nám í Garðyrkjuskólanum á árunum 1971-1974. Á þeim tíma voru nær allir nemendur í heimavist og tókust góð kynni með nemend- um. Vinskapur sem varir æ síð- an. Enda þótt við værum ekki mörg, eða um 15 nemendur, þá var hugsað stórt. Við stofnuðum nemendafélagið Hásef, gefið var út skólablað, haldnir málfundir, árshátíð, leigð félagsheimili og haldnir dansleikir til fjáröflunar svo eitthvað sé nefnt. Í öllu þessu starfi samhliða náminu var Árni mikil vítamínsprauta. Hann var mjög hugmyndaríkur og einkar lagið að sannfæra fólk um ágæti hugmynda sinna og virkja fólk til góðra verka. Árni var góður sögumaður og skemmti okkur oft með gamansögum úr Svarfaðar- dalnum eða einhverju sem hafði hent hann. Ævinlega var það gaman græskulaust og skaðaði engan. Hann skapaði góða stemningu í kringum sig. Árni fékk mjög snemma brennandi áhuga fyrir landsmál- unum í víðasta skilningi, stjórn- mál voru honum hugleikin. Ekki gekk honum þó vel að lokka okk- ur skólafélagana til að ræða stjórnmál af einhverju viti ef undan er skilinn Kjartan Ólafs- son en örlögin leiddu þá síðar báða í sali Alþingis. Árni var æv- inlega mikill höfðingi heim að sækja, mikill gestgjafi, rausnar- legur og var einkar laginn við að skapa góða stemmingu. Sem fag- maður á sviði garðyrkju markaði hann djúp spor, ekki síst meðan hann var garðyrkjustjóri á Ak- ureyri, enda óhræddur við að fara ótroðnar slóðir, þar sýndi sig hversu hugmyndaríkur hann var. Við skólafélagar hans söknum góðs drengs og minnumst með hlýju. Fyrir hönd Hásefinga, Axel Birgir Knútsson. Á vordögum 1997 stóð leik- félagið Hugleikur fyrir sýningum í Tjarnarbíó á leikritinu Embætt- ismannahvörfin. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að eftir að tjaldið féll eitt kvöldið kom að máli við mig fal- legur maður sem bar upp þá ósk að leikfélagið gerði sér ferð norð- ur í land með sýninguna. Að fara í leikferð er þó nokkuð mikið mál en maðurinn sagðist skyldu að- stoða okkur á allan hátt, bæði með fjáröflun og ýmsa praktíska hluti. Fyrst hélt ég að þetta væri grín, kannski falin myndavél og Hemmi Gunn á bak við tjöldin, en nei, þetta var alvöru. Árni Stein- ar var alvöru. Allt stóð eins og stafur á bók við undirbúning ferðarinnar og um hvítasunnuna brunaði Hug- leikur norður með Embættis- mennina sem hurfu og fundust aftur í Freyvangsleikhúsinu sæll- ar minningar.Veisla, kaffi og með’í á eftir og hugmyndasmið- urinn hrókur alls fagnaðar. Um- hverfisstjórinn Árni Steinar lét sig síðan ekki muna um að fara með hópinn í skoðunarferð um Akureyri þar sem ástríðan fyrir betri framtíð geislaði af honum. Þessi leikferð var svo skemmtileg að síðan hefur Hug- leikur verið á nær stanslausu flandri með sýningar á leiklist- arhátíðir bæði innan og utan- lands. Maðurinn sem ýtti öllu úr vör var auðvitað sæmdur heiðursfélaganafnbót félagsins. Blessuð sé minning Árna Stein- ars Jóhannssonar. F.h. Hugleiks, Hulda B. Hákonardóttir. Með fráfalli Árna Steinars er stórt skarð höggvið í glaðbeitt- ann hóp sem beggja megin ára- móta 1998-1999 lagði upp í þann óvissuleiðangur að undirbúa framboð í nafni þá óstofnaðrar hreyfingar Vinstri grænna. Við söknum nú vinar og félaga í stað, baráttumanns, sem með nærveru sinni og persónutöfrum lífgaði og létti starfið og glæddi það litum. Samtöl okkar Árna Steinars bak kosningum 1991, þar sem hann hafði náð miklum árangri sem frambjóðandi Þjóðarflokks- ins, leiddu til þeirrar niðurstöðu að Árni væri tilbúinn að taka annað sætið, baráttusætið, á lista Alþýðubandalagsins og þar með óháðra í kjördæminu. Hárs- breidd munaði að Árni næði kjöri, enda vinsæll og vel kynnt- ur. Í aðdraganda stofnunar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var hann með af lífi og sál og átti svo sannarlega sinn hlut í stórsigri okkar á Norður- landi eystra í kosningunum 1999. Árni flaug inn á þing og varð einn af sex þingmönnum í fyrsta þing- flokki Vinstri grænna. Kosninga- baráttan á útmánuðum 1999 er eftirminnileg. Við skiptum tals- vert liði og Árni Steinar og Ólaf- ur Þ. Jónsson, betur þekktur sem Óli kommi, héldu mikið af fund- um í sveitum og minni byggða- kjörnum meðan við hin fórum á stærri staðina. Óli hringdi á hvern bæ og boðaði heimsóknina og Árni sá um að heilla menn upp úr skónum á fundunum. Með þeim tveimur tókst órjúfandi vin- átta. Árna Steinari Jóhannssyni var margt gefið. Í umhverfis- og garðyrkjustörfum sínum var hann brautryðjandi og þess sér m.a. stað í grænum treflum og torgum Akureyrar og í Fjarða- byggð þar sem hann starfaði eftir að þingmennsku lauk. Í þjóðmál- um brann hann fyrir jafnrétti byggðanna, valddreifingu og um- bótum í stjórnsýslu, allt í þágu fólksins og mannlífsins sem hann vildi sjá blómgast um land allt. Eldlegur áhugi hans á þessu sviði naut sín vel í stjórnarformennsku RARIK. En, umfram allt var Árni Steinar yndisleg manneskja. Hann var hlýr og gaf ríkulega af sjálfum sér í mannlegum sam- skiptum. Í heimsókn í skóla mátti alveg eins gera ráð fyrir Árna Steinari eftir andartak frammi í eldhúsi með nefið ofan í pottun- um eins og inni á skrifstofu skólastjóra. Þaðan tóku að berast hlátrasköll og Árni yfirgaf stað- inn sem jafningi og vinur allra. Áframhaldinu og djöfulgang- inum í mér tók hann með sínu jafnaðargeði. Sagði kannski við einhverja eftir svaðalegustu ófærðar túrana; „hann er alveg að drepa mig núna, hann keyrir aðallega utan vegar“. Svo var það ekki meira rætt. Á kveðjustund, sem kemur svo alltof snemma, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga að vini og félaga þann góða dreng sem Árni Stein- ar Jóhannsson var. Líf hans var vissulega ekki alltaf dans á rósum og veikindin síðustu misserin voru þungbær. Samt var það þannig á endur- fundum eða í símtölum að þegar upp var staðið fannst manni Árni hafa skilið meira eftir hjá manni sjálfum en maður hafði náð að skila til hans. Hvíldu nú friði kæri vinur. Minningarnar um þig hjálpa okk- ur hinum áfram veginn og megi þær sefa söknuð þinna nánustu. Steingrímur J. Sigfússon. Árni Steinar Jóhannsson var í fyrsta þingflokki Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs og sat á Alþingi fyrir hönd hreyfing- arinnar á árunum 1999 til 2003. Þá sveif frumkvöðlaandi yfir vötnum, vinnugleði þingmanna mikil og harðsnúinn sex manna þingflokkur virtist stundum vera tvöfaldur að stærð sökum dugn- aðar og elju. Árni vakti athygli fyrir ljúf- mannlega framkomu, var þekkt- ur fyrir að vera mannsættir og sýna ólíkum sjónarmiðum skiln- ing. Frásagnargleði hans var líka mikil, ávallt var hann með sögur á takteinum þegar ég heimsótti þingflokkinn í Vonarstræti 12 og lýsingar hans á mönnum og mál- efnum oft skemmtilegar. Enn man ég eftir sögum hans af ferð- um um Norðvesturkjördæmi þar sem hann var í framboði með Jóni Bjarnasyni árið 2003 og sagðist ávallt þurfa að binda á sig nýrnabeltið áður en lagt var af stað sökum hristings. Umhverfismálin voru honum hugleikin, hann hafði starfað sem garðyrkjustjóri og síðar um- hverfisstjóri áður en hann settist á þing og var umhugað um stórt og smátt á því sviði. Þangað sneri hann aftur að lokinni þingsetu árið 2003. Hann setti byggðamálin líka á dagskrá stjórnmálanna og náði umtalsverðum árangri þegar hann leiddi Þjóðarflokkinn í hinu gamla Norðurlandskjördæmi eystra árið 1991 þar sem hann talaði fyrir valddreifingu og byggðastefnu á forsendum heimamanna á hverjum stað. Munaði þá litlu að hann kæmist á þing. Árni Steinar var með mikla réttlætiskennd, góða nærveru og það var gott að njóta hans í bar- áttunni fyrir betra samfélagi. Fé- lagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði munu sakna góðs félaga sem hefur kvatt okk- ur allt of snemma. Ég votta eft- irlifandi aðstandendum Árna samúð mína. Katrín Jakobsdóttir. Árni Steinar var góður félagi, skemmtilegur í samstarfi, hug- sjónamaður og hamhleypa til verka. Hann átti því láni að fagna að geta helgað starfskrafta sína því sem hann bar mest fyrir brjósti – fegrun og ræktun lands og stjórnmálastörfum í þágu lands og þjóðar. Leiðir okkar lágu saman í Fjarðabyggð í fjög- ur ár. Þar kynntist ég glaðværð hans, frásagnarlist og hjartan- legum hlátri. Í Fjarðabyggð var Árni Stein- ar umhverfisstjóri. Hann var hvalreki fyrir sveitarfélagið, hafði staðgóða menntun og langa reynslu af slíku starfi bæði frá Akureyri og Dalvík. Eftir störf í stjórnmálum og á Alþingi kunni hann líka vel til verka þegar leita þurfti samstarfs við landstjórn- ina, alþingismenn og stofnanir, og hann fór jafnvel út fyrir land- steinana eftir aðstoð við einstök verkefni. Hann fékk Veraldarvini, unga sjálfboðaliða frá Evrópu, til að vinna að hreinsun, göngustíga- gerð og alls kyns fegrunarverk- efnum sumar eftir sumar. Hann aflaði framlaga úr opinberum sjóðum til að styrkja menningar- verkefni. Hann var hagsýnn og varð mikið úr því fé sem lagt var til umhverfismála í sveitarfélagi þar sem byggðakjarnarnir sex höfðu allir sínar þarfir. Hann var metnaðarfullur fagmaður, sem hafði lag á að fá aðra til að leggja sig alla fram í störfum. Hann átti líka auðvelt með að útskýra fyrir óþolinmóðu fólki og gera því grein fyrir, hvað hægt var að gera og hvað varð að bíða betri tíma. Mér eru minnisstæðir helgart- úrarnir okkar um Fjarðabyggð þvera og endilanga, þar sem hann sýndi mér það sem búið var að gera til að græða, snyrta og fegra og talaði um allt sem fram- undan var. Hann var fullur af eldmóði og sá nákvæmlega fyrir sér hvernig ásýnd og yfirbragð yrðu þegar búið væri að taka til hendi. Mér eru líka ofarlega í minni kvöldin okkar þegar við fengum okkur að borða saman og spjöll- uðum um þjóðmálin, þar sem hann hafði sterkar skoðanir og brann í andanum. Það er sjónarsviptir að Árna Árni Steinar Jóhannsson Með kærleik og virðingu Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við önnumst þjónustuna með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.