Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 ✝ Ævar Agn-arsson fæddist á Drangsnesi í Strandasýslu 30. mars 1951. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. október 2015. Ævar var sonur þeirra hjóna El- ínborgar Þórarins- dóttur húsfreyju og Agnars Einarssonar vél- stjóra. Ævar var elstur fjög- urra systkina. Hann lifa Ragn- ar Kristján, f. 1953, og Erna, f. 1956. Látinn er Einar Þór, f. 1960, d. 1985. Með fv. eiginkonu, Helgu G. Elís, eignaðist Ævar börnin: 1) Elís Helga, f. 1973, hann á son- inn Fannar Óla. Fannar Óli á dótturina Ísabel Liv. 2) El- ínborgu Jennýju, f. 1976, hún á Elís Aron og Ævar Annel. Elís Aron á soninn Elvis Aron. Ævar og Helga skildu. Með fv. sambýliskonu sinni Valgerði Hans- dóttur á hann dótt- urina Ólöfu Jónu, f. 1993. Hún á son- inn Benedikt Andra. Ævar giftist síðar eftirlifandi eignkonu sinni, Sólveigu Hólm- arsdóttur listakonu. Fyrir átti Sólveig dæturnar Láru Krist- jánsdóttur, dóttir hennar er Kaja Sól Guðbjartsdóttir, og Arniku Clausen Ómarsdóttur. Ævar verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 12 nóv- ember, klukkan 13. Hér sitjum við systkinin á þessum erfiðu tímum og reyn- um að finna orð en finnum mest fyrir vanmætti okkar á þessum sáru tímamótum. Pabbi greindist með MND sjúkdóminn, af verstu gerð, og tók það ekki nema eitt og hálft ár að leggja þennan hrausta mann að velli sem alla tíð hugs- aði svo vel um líkama sinn. Pabbi var fyrirmyndar AA- maður með 30 ára edrú- mennsku og varð okkur systk- inunum til eftirbreytni hvernig honum tókst að snúa við blaði í lífi sínu. Seinasta ár var okkur afar erfitt en við nýttum tímann til að fara yfir farinn veg, gleði og sorgir, ræddum trúmál og lífið og dauðann, en pabbi og við systkinin áttum trúna á Jesú Krist sameiginlega og þar sem trúin ríkir þrífst enginn ótti. Pabbi var með einstaklega góðan húmor og kallaði hann sig iðulega okkar „jarðneska föður“, þá sérstaklega þegar hann gaf okkur heilræði og hvað getur maður sagt þegar manns „jarðneski faðir“ hefur talað? Pabbi var frímúrari og vildi láta gott af sér leiða, tryggur og trúr fjölskyldu sinni og vin- um, ráðagóður, kærleiksríkur og vinamargur og er það okkur systkinunum sérstaklega minn- isstætt þegar við sem krakkar gengum með pabba niður Laugaveginn. Ferðirnar tóku svo langan tíma þar sem hann virtist þekkja annan hvern mann sem við mættum á leið- inni og var sífellt verið að stoppa, heilsa og spjalla. Pabbi var stríðinn og oft á tíðum hrekkjóttur og þeir sem ekki tóku stríðni vel fengu oft að kenna á því og ekki síst barnabörnin sem sífellt vildu fara í sjómann við afa sinn, sem þeir aldrei gátu unnið, en undir það síðasta þegar vöðvalömunin var orðin mikil þá bauð hann einu af barnabörnum sínum í sjómann með þessum orðum: „Þú átt kannski smá séns að vinna mig núna í sjómann.“ Elsku pabbi okkar, við erum þér þakklát fyrir svo margt og það sem stendur upp úr er trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mest- ur. Okkar jarðneski faðir kvaddi þennan heim óttalaus, með reisn sáttur við Guð og menn. Elís og Jenný Ævarsbörn. Þá bróðir hefur kvatt og far- ið heim til Jesú og ljóssins þá horfi ég aftur og minningar eru ljósar um litríkan bróður, ung- an, lítið eitt óstýrilátan, skemmtilegan, fljótan að hugsa og snjöll tilsvör. Upp í hugann koma sögur af Ævari ungum í heimsóknum hjá vininum sr. Árelíusi Níelssyni, t.d. er hann spyr: „Hvers son ert þú nú, Ævar minn?“ Ævar svarar: „Ég er Agnarsson, Einarssonar, Jónassonar, Jónasar Guð- mundssonar prests að Staðar- hrauni.“ En ósagt skal látið hvort það var þennan sunnu- dagsmorgun eða annan sem heimsókn Ævars á skrifstofu sr. Árelíusar lauk með því að strákurinn læddi sér út, læsti skrifstofunni og stakk lyklinum í vasa sinn og fór sinna ferða. Sr. Árelíus mun hafa orðið of seinn til messu þennan sunnu- dagsmorguninn. Já, stóri bróðir var uppátækjasamur og fékkst við það óvenjulega af ungum dreng að vera, t.d. las hann mikið Íslendingasögur og höfðu fullorðnir gaman af að spyrja hann þar út úr, bæði um Eglu og Njálu. Í Íslendingasögunum átti hann sér eflaust fyrirmynd- ir sem gerðu margar ákvarð- anir hans stórhuga, t.d. lét hann sig vaða út á síðutogara fljótlega eftir fermingu, þvert á vilja foreldra okkar, en ákvörð- unin tengdist hótun barna- verndar um íhlutun í líf hans. Vetur og vor var sjómennsk- an valkostur Ævars en sumrin átti hann gjarnan með einstöku fólki í Skálmarbæ í Álftaveri þar sem hann fékk notið lífs með fólkinu, bústofni, hestum, kappreiðum yfir í Meðalland, út í Pétursey eða Hellu og knapi góður var hann, skildi fák sinn og fór vel með hverja skepnu. Ævar starfaði í nokkur ár í álverinu í Straumsvík en hann hætti þar um 1980. Fór hann fljótlega til starfa á skip Granda hf., en um sumarið 2000 fór Ævar í land og vann sem bílstjóri bæði á eigin leigubíl, hjá Læknavaktinni og stórum bílum Hópbíla. Dagar víns og rósa voru sam- ofnir uppvexti, fyrsta hjúskap og lífsfarvegi Ævars, en skyn- semi Ævars kallaði á sanna gleði hjá gleðimanninum og hann kynntist AA-samtökunum um 1980. Með AA-göngu hófst uppbygging hans til líkama og sálar, hann þáði og hann gaf áfram það sem honum gafst. Hann eignaðist sanna vini sem alltaf munu fylgja honum, reyndust honum einstakir á lífs- ins vegi, í veikindum, bæði í verki og í bænum. MND-sjúkdómurinn lagðist á bróður minn Ævar, ljótur og grimmur sjúkdómur sem engar þekktar varnir eru til gegn né lækning við. Sjúkdómurinn tók völdin en falleg hugsun, sterk trú og vissa um líf með englum gerði ferðina yfir til ljóssins Ævari léttari. Og einstök aðhlynning frá Sollu, Arniki, Láru, Ólöfu Jónu, Ernu systur og Elís Helga gerði honum fært að vera að mestu heima og Elínborg Jenný fékk hlutverk bílstjórans sem rak og rekur leigubílinn. Sæll vertu að sinni, bróðir minn, og kveð ég þig í dag með tilvitnun í Jóh. 1.5: Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. Kveðja, þinn bróðir, Ragnar. Til þín, Ævar, mágur minn og vinur. Mynd af þér í hjarta mínu ber. Orðin þín sem skrifuð í huga minn. Bros þitt er spegill í minni mínu. Orðin leiða mig til heiða þar þín systir og ég sjáum þig og Einar vængi út breiða. Og mundu þið mamma, pabbi, þú og Einar. Við hliðið standa og bíða, þið takið á móti okkur sem á jörðu eftir ljósinu bíða. Kveðja, Esther Erludóttir. Hann Ævar er látinn og laus við hræðilegan sjúkdóm, kom- inn í faðm Guðs, fjölskyldu og vina sem á undan honum voru farnir. Ævar og ég vorum ung þegar við kynntumst, ekki orðin 14 ára. Við lifðum bæði við erfiðar fjölskylduaðstæður, ólum okkur að miklu leyti upp sjálf og um leið hvort annað. Ég var í ferm- ingu Ævars og trúlofuðumst við fyrst 16 ára og giftum okkur í lok 1970. Við eignuðumst tvö börn, Elís Helga 1973 og El- ínborgu Jennýju 1976, sem gáfu okkur þrjú barnabörn; Fannar Óla Elísson og Elís Aron og Ævar Annel Valgarðssyni. Barnabarnabörnin eru tvö, Elv- is Aron Elísson 19 mánaða og Ísabel Lív Fannarsdóttir átta mánaða. Hjónabandinu okkar Ævars lauk 1981 en aldrei væntum- þykju né vinskap. Margar voru ferðir okkar að Skálmabæ í Álftaveri í faðm sveitar og yndislegrar fjöl- skyldu til hennar Sigríðar ömmu og sona hennar Gests, Gísla og Jafets og Lólýar dótt- ur Gests og voru Ævar og Lólý sem systkini. Í Skálmabæ vor- um við í essinu okkar með kola- eldavél, rafmótor, útikamar og síminn var þrjár stuttar. Ævar var mikill hestamaður og var ekki til sú bikkja sem ekki vildi spretta úr spori um leið og Ævar settist á bak. Ferðirnar á kappreiðar voru ófáar yfir Kúðafljót til Meðal- lands, yfir Mýrdalssand að Pét- ursey, að Hellu og víðar. Ekki man ég eftir keppni þar sem Ævar og Kolur voru ekki í verðlaunasæti og ef ég man rétt alltaf í því fyrsta. Unnu þeir vinirnir sér til frægðar að vinna tvö hlaup í kappreiðum í Pétursey, fyrst 800 m og síðan 250 m á sama degi. Fleiri voru hestarnir sem Ævar sat með sóma en Jarpur var alltaf í uppáhaldi. Minning- in geymir marga útreiðartúrana og ekki síst yfir Skálmina að Skálmabæjarhrauni. Ófáar grallarasögurnar sagði Elínborg, móðir Ævars, mér frá æsku hans en hann var ansi uppátækjasamt barn og ung- lingur og entist það fram á full- orðinsár. Kæri Ævar, þú kvaddir þennan heim með reisn og ég þakka þér allt sem þú hefur verið mér. Kæra Solla, börn, barnabörn, barnabarnabörn, Ragnar og Erna. Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi, missir ykkar er mik- ill. Helga Elís. Mannlífsins bratta bára ber okkur milli skerja. Víðfeðmar okkur velur vegleiðir stundu hverja. Markandi mannsins tíma meitlandi spor í grundir, mótandi margar götur misjafnar ævistundir. Lokið er vöku langri, liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn, fagnandi nýjum gesti. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Við förum til fljótsins breiða, fetum þar sama veginn, þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (HA) Elskulegur frændi minn, Æv- ar Agnarsson, hefur fengið frelsið frá erfiðum veikindum. Hann er lagður af stað um nýja vegi, eða eins og segir í ljóðinu „allar leiðir að lokum – liggja um vegi nýja“. Ég sé í huga mér Ævar feta sig „til fljótsins breiða, þangað sem bróðir bíður – á bakkanum hinum megin“ – þar hefur Ein- ar Þór tekið á móti honum. Frændsystkini mín, Ævar, Ragnar, Erna og Einar Þór voru stór hluti tilveru minnar á unglingsárunum. Við bjuggum í sama húsinu og ég sem ábyrgðarfull „stóra frænka“ leit til með þeim. Vin- átta okkar hefur haldist alla tíð síðan. Ævar sýndi ótrúlegt æðru- leysi og styrkleika og var um- vafinn kærleika eiginkonu sinn- ar, systur, bróður, barna og ástvina fram til síðustu stundar. Farðu vel, kæri vinur og frændi. Guðrún Sverrisdóttir. Ég þakka þér, elsku bróðir minn, fyrir allan þann tíma sem við fengum að njóta saman. Þú varst svo kærleiksríkur og góð fyrirmynd. Þrátt fyrir að grein- ast með þennan skelfilega sjúk- dóm, MND, gastu alltaf hrósað öðrum og sagt hvað allir væru góðir og frábærir. Þú varst svo æðrulaus og tókst bara einn dag í einu. Ég sakna þín svo óendanlega mikið. Ég þakka öllum sem komu að aðhlynn- ingu þinni, þau voru öll ynd- isleg. Ég kveð þig með ljóði sem Gunna frænka samdi. Horfinn ertu hjartans vinur, bjartur, brosfagur bróðir minn. Liðna daga löngum mun ég minnast við mynd þína. Þér ungum ég unni til æviloka. (G.Sv.) Þín systir, Erna Agnarsdóttir. Fallinn er frá langt um aldur fram Ævar Agnarsson. Ævari kynntist ég ekki í æsku þótt Ragnar bróðir hans og Bragi Guðbrandsson frændi hans hafi verið skólabræður mínir. Það voru kannski þessi tvö ár sem hann var eldri sem gerðu það. Ég kynntist Ævari ekki neitt að ráði fyrr en hann hóf akstur fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík fyrir all- mörgum árum. Þá var hann á stórum dökkbláum Lincoln Continental-bíl eins og þjóð- höfðingjar notuðu. Farþegarnir okkar voru ekki vanir svona flottum drossíum en voru ekk- ert smá ánægðir er Ævar kom að sækja þá. Það var ekki bara bíllinn sem farþegarnir voru ánægðir með, það var líka bíl- stjórinn. Ævar var ákaflega góður í þetta starf, rólegur, yf- irvegaður og vinsæll hjá farþeg- unum og hafa þeir fylgst með líðan hans í gegnum okkur hina bílstjórana þennan tíma síðan hann varð að hætta að aka þeim. Það leið varla sá dagur að ekki væri spurt: „Hvernig líður Ævari?“ Það var ótrúlega stutt- ur tími síðan hann greindist með þennan hræðilega sjúkdóm þar til hann var allur. Mér fannst alltaf að Ævar væri töff- ari af guðs náð. Ég vil þakka Ævari samfylgdina þennan stutta tíma sem við áttum sam- an í þessu lífi. Ég vil votta eiginkonu, börn- um og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Steindór Björnsson. Kæri vinur minn. Nú ertu kominn í Guðs hendi og ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Ég á þér mikið að þakka. Það varst þú sem tókst á móti mér þegar ég kom á fyrsta fundinn minn í Græna húsinu. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom inn, þá tókst þú á móti mér og bauðst mig velkomna. Síðan urðum við góðir vinir í gegnum árin. Ég er svo heppin að eiga góða ljós- mynd af okkur saman, sem var tekin fyrir löngu síðan, svo að ég sé fallega brosið þitt á hverj- um degi. Það á eftir að ylja mér meðan ég lifi. Svo votta ég konu þinni og fjölskyldu allri innilega samúð og bið Guð að blessa þau. Vertu svo Guði falinn, elsku vinur. Þín vinkona, Edda I. Larsen. Ævar Agnarsson ✝ Gunnar Gísla-son var fæddur á Siglufirði 8. ágúst 1952. Hann and- aðist 24. október 2015 í Loen í Nor- egi. Foreldrar hans eru Guðrún Anna Yngvadóttir, f. 7.3. 1934, og Gísli Bene- dikt Jóhannsson, f. 5.8. 1929, d. 24.6. 1964. Gunnar var elstur þriggja systkina, systur hans eru Sigríð- ur, f. 2.10. 1953, og Brynja Stein- þóra, f. 9.4. 1962. Gunnar var þríkvæntur. Fyrsta konan hans var Svanhvít Halla Pálsdóttir og dætur þeirra eru: a) Guðrún Helga, f. 5.2. 1971, gift Óðni Albertssyni. Börn þeirra eru Askur Tómas og Una Mist. b) Ellen Dröfn, f. 7.2. 1976. Dóttir hennar er Embla Glóey. Önnur kona Gunnars var Magn- ea Guðlaug Ólafsdóttir, þeirra sonur er Gunnar, f. 20.6. 1978. Þriðja kona Gunnars var Þóranna Guðbjörg Rögnvaldsdóttir. Sonur þeirra er Rögnvaldur Þór, f. 3.5. 1991. Eftirlif- andi unnusta Gunn- ars er Weeranan Charoensenachai og á hún eina dóttur. Gunnar lét mikið til sín taka í tengslum við fisk- iðnað á Íslandi; hann var m.a. með fiskvinnslu, stóð í útflutn- ingi á fiski og rak fiskbúð. Hann flutti til Noregs 1985 og bjó þar til æviloka. Þar rak hann blóm- legt fyrirtæki ásamt sonum sín- um tveimur, fyrirtækið heitir Gunnarsson AS og sérhæfir sig í húsamálun. Síðustu árin varði Gunnar vetrarmánuðum á Taí- landi með unnustu sinni og dótt- ur hennar. Útför Gunnars hefur farið fram í kyrrþey. Okkar kæri pabbi og vinur er látinn langt fyrir aldur fram eftir fremur skammvinna bar- áttu við krabbamein. Mikið tókst okkur að halda góðum og mikilvægum tengslum þrátt fyrir búsetu pabba í Noregi hálfa hans ævi. Þær voru dýrmætar stund- irnar þegar við komum öll sam- an, ýmist á Íslandi, í Noregi eða nú síðustu jól á Taílandi. Pabbi var einstaklega örlátur maður, sem sýnir sig vel í öll- um ferðunum sem við fórum í hans boði með alla fjölskyld- una, í öllum veitingahúsaferð- unum sem hann bauð okkur systkinunum alltaf í á Íslandi og í stóru gjöfunum hans til ekki bara okkar barnanna hans og barnabarna, heldur til allra þeirra sem fengu að kynnast honum. Pabbi var mjög drífandi og duglegur maður sem aldrei var nein lognmolla í kringum, hann vann hörðum höndum við að byggja upp fyrirtæki sitt ásamt bræðrum okkar í Noregi, þar sem þeir hafa komið sér upp stórum markaði í tengslum við húsamálun. Viðskiptavit, frum- kvöðlahæfileikar og eljusemi hans sýndu sig í þeim fjöl- mörgu verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur og þeim árangri sem náðst hefur með fyrirtækið. Nýjasta „verkefnið“ var svo allt Tælandsævintýrið, þar sem pabbi hafði eignast góða vin- konu í henni Nat sinni og var svo heppinn að fá að upplifa það aftur að vera með barn á heimilinu, en hún Cat litla sá til þess að „sá gamli“ hefði nóg fyrir stafni í hitanum og sól- inni. Karakter pabba var stór og margbrotinn. Hann hafði gam- an af rökræðum og hafði mjög sterkar skoðanir á flestum hlutum. Það gat verið gaman og gef- andi að velta vöngum yfir ýms- um málefnum með honum. En það var fyrst og fremst hjarta- hlýja pabba og brosið hans stóra sem voru einkennandi fyrir hans nærveru. Minningar um hann með opinn, hlýjan faðminn og stóra brosið þegar hann tók á móti okkur eftir mislangar fjarverustundir munu ávallt lifa í hugum okkar. Elsku pabbi. Það var svo ótrúlega mikilvægt fyrir okkur systur að fá að koma til Noregs og verja með þér síðustu dög- um þínum, að fá að vera öll saman í bústaðnum góða í ná- lægð við stórbrotna náttúruna, að fá að kveðja þig í hinsta sinn. Sjáumst hinum megin. Helga og Ellen. Afi og tengdapabbi í Noregi er lifandi í minningum frá Taí- landi þar sem hann og Nat þeysast um litríkar götur Hua Hin á vespunum sínum og við förum saman upp á apafjall til að hitta nunnuna sem reynir, en tekst ekki, að spá um fram- tíðina. Í minningum frá Austur-Indíafjelaginu þar sem hann býður stóru fjölskyldunni til veislu og við leggjum á ráðin um næstu ævintýri, hvar og hvenær sem þau verða. Í minningum frá Hemsedal þar sem hann tekur á móti okk- ur með rjúkandi skíðasúpu þeg- ar við komum alsæl úr fjallinu og við spilum 5 Crowns fram á nótt og í minningum frá Loen, sumarið 2000, þar sem hann tekur forskot á ice-bucket áskorunina og verðandi tengda- sonur, grunlaus í sólbaði, hlýt- ur innvígslu með jökulkaldri gusu út um glugga af annarri hæð. Askur Tómas Óðinsson, Una Mist Óðinsdóttir, Óðinn Albertsson. Gunnar Gíslason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.