Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 71

Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 ✝ Jón fæddist íReykjavík 9. september 1956. Hann lést á heimili sínu Kaldabakka, Bíldudal, 29. októ- ber 2015. Foreldrar hans eru Sigurður Hlíðar Brynjólfsson, f. 1.5. 1936, og Herdís Jónsdóttir, f. 29.5. 1937. Jón var elstur þriggja systk- ina, Lára Dís, f. 13.2. 1961, og Guðný, f. 9.9. 1962. Jón var í sambúð með barns- móður sinni, Hrönn Hauks- dóttur, frá 1982 til 1999. Jón og Hrönn eignuðust tvö börn, Hrefnu Ingibjörgu, f. 2.5. 1987, í sambúð með Ingþóri Jónasi Ey- þórssyni, og Hauk Hlíðar, f. 20.2. 1991. Bernskuárin var Jón í Kefla- vík þar sem hann ólst upp á Hólabraut 10. Að námsárum loknum hóf hann sjómennsku sem hann hafði í blóði sínu frá föður og föðurafa sínum. Hann gegnum árin sankaði Jón að sér mikilli þekkingu á þessu sviði og var meðal fróðustu manna á landinu um fluguveiði, flugu- hnýtingar og almenna þekkingu á ám og vötnum landsins. Hann hannaði ótal flugur sem gáfu reglulega vel af sér í veiði. Hann hafði mikla ánægju af að miðla þekkingu sinni áfram og styrkja greinina á Íslandi. Á seinni árum bjó Jón á Bíldu- dal þar sem hann keypti sitt eig- ið hús, Kaldabakka, sem hann vann ótrauður að því að gera upp . Hann tók miklu ástfóstri við Sauðlauksdal þar sem hann eyddi tíma sínum bæði í upp- byggingu á vatninu ásamt því að afla sér og miðla þekkingu sinni um vatnið og var hann talinn einn ef ekki fróðasti maður um það vatn. Hugurinn leitaði alltaf niður að sjó og þó svo að hann hefði ekki tök á því að starfa á sjó eftir veikindi sín var hann iðinn við að eyða tímanum sínum niður á bryggju. Útför Jóns fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. nóvember 2015, kl. 13. Minningarathöfn verður á Bíldudal 14. nóvember 2015, þar sem hann verður jarðsettur. starfaði á togurum og ýmsum skipum bæði fyrir vestan og suður í Vest- mannaeyjum allt fram til ársins 2002 eða þangað til að hann varð þá fyrir slysi um borð í tog- ara frá Vest- mannaeyjum og í kjölfarið neyddist hann til að láta af sjómennsku. Á unglingsárum stundaði Jón borðtennis og náði meðal annars því afreki að verða Íslandsmeist- ari í borðtennis árið 1978. Jón æfði með UMFK í Keflavík ásamt því að spila einnig með íslenska landsliðinu og ferðast með því vítt og breitt um heiminn í keppnisferðum. Eftir að ferli hans lauk í borðtennis hélt hann reglulega námskeið fyrir byrj- endur jafnt sem lengra komna. Í kringum 1980 kynntist Jón fluguveiði og fluguhnýtingum. Upp frá því varð það hans aðal áhugamál allt til dánardags. Í Við sitjum hér hljóð og hugs- um: Af hverju? Enginn veit hve tíminn er langur sem við eigum hér í heimi. Við áttum alls ekki von á að missa þig svona fljótt frá okk- ur. Þú sem varst alltaf til staðar, komst á hverjum degi í eldhúsið til þess að athuga hvað væri að borða eða bara að kíkja á mig þegar pabbi þinn var á sjó. Þú fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og var vart hugað líf, en allt fór vel og þú varðst að efni- legum ungum manni. Íþróttir og þó aðallega borðtennis var í há- vegum hjá þér og þú náðir langt. Ungur að aldri fórst þú í sveit til Láru ömmu þinnar og Jóns afa þíns, sem bjuggu í Blönduholti í Kjós, og þar dvaldist þú fram und- ir fermingu á hverju sumri. Ömmu þinni og afa þótti mjög vænt um þig og þú fékkst gott at- læti hjá þeim. Önnur frændsystk- ini sem dvöldu þar segja líka að þú hafir nánast mátt gera það sem þú vildir, þú varst uppáhaldið þeirra. Bernskuárin þín í Keflavík voru góð og þú áttir marga góða og trygga vini, t.d. Nonna Soffíu, Bjössa Óla Björns, Rúnar Óskars- son og Hjört Magna. Sjálfur varst þú kallaður Nonni Dídíar. Allir þessir vinir þínir og margir fleiri voru tíðir gestir inni á heimili okk- ar á Hólabraut 10. Guð geymi þig, Nonni minn. Mamma. Elsku bróðir, ekki datt mér í hug að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig á lífi. Á fimmtu- dagsmorgninum varst þú að hirða gamalt bárujárn og flytja heim til þín að Dalbraut 15. Það var svo margt sem þú áttir ógert, það var hugur í þér og þig langaði að gera svo miklu meira. Við vinkuðum hvort öðru, síðar um daginn töl- uðum við saman. Það síðasta sem þú spurðir mig var: „Hvenær er næsti leikur hjá Bryndísi Hönnu?“ Ég sagði þér það. „Þær verða að vinna, annars er þetta búið.“ Auðvitað unnu þær fyrir þig. Já og næsti leikur er á jarð- setningardeginum þínum, svo langt náum við ekki saman. Þú fylgdist ávallt vel með íþróttaferli frænku þinnar og varst voða montinn þegar vel gekk og jafnan ótrúlega vonsvikinn þegar illa gekk. Það var svona smá eins og þú sæir sjálfan þig og rifjaðir upp íþróttasigra og tapleiki frá borð- tennisferli þínum sem var alveg frábær tími í lífi þínu. Þú æfðir af kappi og náðir að verða bestur í greininni á Íslandi, fékkst tæki- færi til að ferðast víða um heim og krepptir m.a. í Kína. Samband okkar einkenndist ekki alltaf af gleði og samkomu- lagi. Okkur greindi oft á og skildi þá leiðir tímabundið. En við vor- um bæði svo vel upp alin af for- eldrum okkar að við jöfnuðum okkur og aðstoðuðum hvort annað eins og kostur var. Þið Hreinn náðuð vel saman og virtuð hvor annan og enn missir hann góðan vin. Fráfall þitt var mjög svo óvænt. Þú varst nýfarinn að taka öðruvísi á málunum, varst mjög kátur að vera búinn að fá Hauk heim. Hafð- ir svo gaman af því sem þú varst að gera á bryggjunni, aðstoða við löndun splæsa net o.fl. – varst svo kátur að Bjössi og Silja áttu von á nýjum bát eftir áföll sumarsins. Þú varst fullur tilhlökkunar að fá að leggja lið í þeirri uppbyggingu. Nú leitar hugurinn til baka að æskuheimili okkar að Hólabraut 10, þú sex ára þann 9. september 1962, sem var fæðingardagur minn. Eflaust hefur þessi árekst- ur með sameiginlegan afmælisdag haft áhrif á samband tveggja meyja! Mikil ósköp hvað þú hafðir gaman af því að hrekkja okkur Láru Dís og er ég viss að við búum að því ævilangt. Í raun og veru er ekkert sem við fengum ekki reynt í þeim efnum. Sjórinn kallaði á þig, eins og pabba, og varstu til sjós með hon- um m.a. á Sölva Bjarnasyni BA-65 og fleiri skipum. Þú kynntist fluguveiðum og hnýtingum og átti sú iðja hug þinn allan. Þú varst veiðimaður mikill og segja má að líf þitt sl. 25 ár hafi snúist um þetta áhugamál. Þú þekktir öll vötn og ár í nær- samfélaginu og varst búinn að hanna flugur sem skiluðu örugg- lega fiski. Einn af þínum uppá- haldsstöðum var vatnið í Sauð- lauksdal og fluttir þú jafnan tímabundið í tjaldið þitt og naust lífsins þar með Póker og veit ég að margir nutu góðs af veiðinni. Síðasti veiðitúrinn þinn var með Binna vini þínum í Önundar- fjörð í haust. Þú varst mjög ánægður með túrinn og varst spenntur að kynnast nýjum slóð- um og fá fiskinn til að taka þarna. Framundan var að hanna flugur fyrir þessa á – en enginn ræður sínum næturstað en ég veit að þú ert kominn á fund góðs vinar og þið farnir í „veiðitúrinn stóra“. Elsku bróðir, hvíl í friði. Guðný Sigurðardóttir. Skjótt hefur sól brugðið sumri og naprir haustvindarnir heilsa okkur, banka á dyrnar til að bjóða okkur góðan dag. Birtan þverr og myrkrið minnir á sig nú þegar skammdegið gengur í garð. Það er komið haust á landi ísa. Ég kynntist Nonna þegar ég sleit barnsskónum á Bíldudal. Hvílík paradís, hvílíkt umhverfi og ævintýraheimur. Þau forréttindi að hafa vaxið þar úr grasi undir verndarvæng fólksins í þorpinu okkar verða sennilega aldrei verð- metin. Ég man fyrst eftir Nonna þegar ég var smápjakkur og þótti hann skemmtileg týpa í minning- unni, síðar áttaði ég mig á því að hann var gæddur ýmsum gáfum sem eru ekki öllum gefnar. Auk þess var Nonni drengur góður og mesta náttúrubarn sem ég hefi kynnst í minni jarðvist. Æskuminningarnar að vestan sé ég oft í hillingum og væri ég meira en til í að upplifa þær aftur. Allt væri eins og það var þá; þorp- ið okkar, fólkið, fjöllin, lognið og bernskan fengi að blómstra í sak- leysi sínu að eilífu. Minningarnar sem ég geymi um þig, Nonni, úr æsku minni og nútíð eru mér ógleymanlegar. Haustið kom sviplega þegar okkur bárust fregnir af andláti þínu. Það er sárt að horfa á eftir þér kveðja hinn ófullkomna heim mannfólks langt fyrir aldur fram. Það er ekki orðum aukið að segja að að Nonna sé sjónarsviptir. Að ferðalokum langar mig að þakka æðri máttarvöldum fyrir að hafa hlotið þá lukku í lífinu að kynnast þér. Þú kenndir mér svo margt er viðkom fluguveiði, flugu- hnýtingum og veiðum almennt. Veiðiþekking þín var á við þekk- ingu allra færustu fræðimanna sem kenna mér við Háskólann í Reykjavík. Einnig leiðbeindir þú sonum mínum við fluguhnýtingar og bauðst þeim í veiðitúra. Hafðu fyrir það ævarandi þakkir og hlý- hug. Þú fórst þínar ótroðnu slóðir í lífinu, vildir öllum vel og varst boðinn og búinn að hlaupa undir bagga ef með þurfti. Nú hefur þú lagt af stað í síð- ustu veiðiferðina, yfir sandana ei- lífu og beljandi jökulfljótin. Æðri heimar bíða þín, sléttir firðir, lygn veiðivötn og grænir fjallasalir taka nú á móti þér, elsku vinur. Náðarfaðmur náttúrunnar ásamt veiðigyðjunni mun sjá vel um þig. Þú tekur kannski frá pláss á ár- bakkanum handa mér og bendir mér á bestu veiðistaðina, eins og þú gerðir hér í jarðlífinu, þegar við hittumst hinum megin. Við fráfall þitt sendum við feðg- ar Hauki, Hrefnu, Sigurði, Her- dísi, Guðnýju, Láru, Hrönn og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Hugurinn er hjá ykkur. Við kveðjum þig hér með sannri sjómannakveðju og þökk- um þér fyrir okkur. Far og dvel í eilífum friði, elsku vinur. Í sálarkimum niðdimm nótt, sem nístingskulda geyma. Þú elsku vinur fórst of fljótt, farinn til æðri heima. Sálarangist mótar menn, þá minningarnar streyma. Þig ljósið fagurt flytji senn, fljótt til æðri heima. Vér ávallt munum minnast þín, manngæskunnar hjarta. Þú prýddir heimsins hýjalín, nú himininn stjörnubjarta. Ljúft í hjarta logar mér, ljósið bjart í sinni. Ljósið fagra færi þér, frið í eilífðinni. Ívar Örn Hauksson. Það haustar og kólnar í veðri, hvítnar í fjöll og vötnin leggur. Lokið er skemmtilegu veiðisumri hjá okkur Nonna. Við fórum í tvær ævintýraferðir á slóðir sem við höfðum hvorugur komið á áður til að veiða. Báðar þessar ferðir eru eftirminnilegar, þó hvor á sinn mátann. Fyrri ferðina fórum við í júlí upp á Dynjandisheiði og geng- um þar á milli vatna, reyndum fyr- ir okkur í mörgum vötnum með af- ar litlum árangri en upplifunin þarna uppi á heiðinni eina nóttina var svo sterk að ég mun aldrei gleyma henni. Það var stafalogn og algjör kyrrð, við sátum uppi á hól við spegilslétt vatnið og horfð- um út á rennisléttan Arnarfjörð- inn þar sem miðnætursólin var á góðri leið með að kveikja í honum og allur himinninn var einhvern- veginn rauðbleikur af geislum hennar. Þögnin var algjör og við sátum þarna félagarnir dolfallnir og horfðum hvor á annan og sögð- um ekki orð í langan tíma þar til Nonni hvíslaði: er þetta ekki himnaríki, Binni, og ég hvíslaði á móti: jú. Það er gott að eiga svona minningarstundir með góðum vini. Seinni ferðin var í september þar sem við vorum að leika okkur í þrjá daga í Önundarfirði og feng- um á okkur allar tegundir veðurs, rok og rigningu með foráttuvatn- avöxtum þar sem við urðum að styðja hvor annan þegar við óðum yfir á sem annars lætur ekki mikið yfir sér og er ekki vatnsmikil að öllu jöfnu og svo hinar öfgarnar, algjört logn, sólskin og hiti. Síð- ustu nóttina vorum við að gantast með það að þessi veiðiferð hefði líkst lífshlaupi okkar allra; sól, rok, hiti, kuldi, logn og allt þar á milli eins og þegar við studdum hvor annan yfir Bjarnardalsána í foráttuvatnavöxtum þurfum við öll á stuðningi að halda öðru hvoru í lífinu. Ekki grunaði okkur að þetta væri seinasta ferðin okkar saman því strax fórum við að skipuleggja veiðiferð sem við ætluðum í næsta sumar í vötn sem ekki eru í alfara- leið. Nonni var kominn á flug með hvaða flugur við ættum að beita og ætlaði að hnýta þær í vetur en ég sagði að þótt hann hnýtti ekki meira þá ættum við nóg úrval og magn fyrir næstu árin. En hann hlustaði ekki á það því hugurinn var kominn á flug og í raun vorum við lagðir af stað í huganum. En því miður, elsku kallinn minn, verður sú ferð aldrei farin af okk- ur saman nema ég fari og þú verð- ir hjá mér í anda og ráðleggir mér hvaða flugu ég á að setja undir hverju sinni. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki fleiri símtöl frá þér þar sem við ræðum um menn og málefni sem þú hafðir sterkar skoðanir á og vildir vita hvaða álit ég hefði þar á og rifja upp sögur og ekki síst þegar þú varst að útlista fyrir mér listina að veiða með flugu og hvattir mig til að hætta beituveiði. Alltaf var jafn gaman að heyra í þér þó við værum ekki alltaf sam- mála, en skrítið er að við höfum aldrei rifist eða kvaðst í styttingi. Hvernig ætli að standi á því? Nonni minn, það var gaman að kynnast þér og ég á eftir að sakna þín sárlega og hugsa oft til þín í framtíðinni. Börnum þínum Hrefnu og Hauki, foreldrum þín- um og systrum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning góðs vinar. Brynjólfur Sigurðsson. Jón Sigurðsson Í hartnær þrjátíu ár hefur Haraldur vinur minn verið stór hluti af mínu lífi. Að fá hringingu snemma að morgni og fá þær fréttir að vinur minn sé dáinn slær mann meira en orð fá lýst. Minningar hafa stöðugt skotist upp í huga mér undanfarna daga. Minningar um óviðjafnanlegan vin. Þegar við Halli kynntumst smullum við strax saman og urðum góðir vinir og vorum allar götur síðan. Við reyndum að aðstoða hvor annan í öllum þeim verkefnum sem við stóðum frammi fyrir. Þó var það yfirleitt Halli sem einhvern Haraldur R. Gunnarsson ✝ Haraldur R.Gunnarsson fæddist 18. apríl 1965. Hann lést 18. október 2015. Útför Haraldar fór fram 27. októ- ber 2015. veginn virtist kunna allt og gat gefið góð ráð eða hreinlega framkvæmt það með mér. Það sem við höfum brallað sam- an í gegnum tíðina er eitthvað sem ég mun búa að alla tíð. Minngarnar um allar sumarbústaða- ferðirnar með Halla, Rögnu og krökkun- um víðsvegar um landið og ferð- irnar til Kúbu og Jamaíka eru ómetanlegar. Í öllum þessum ferð- um var Halli að njóta sín og sá til þess að aðrir gerðu það líka. Ró- legur, yfirvegaður, úrræðagóður og umfram allt skemmtilegur. Við fjölskyldan munum enda- laust sakna þín, elsku vinur, minn- ing þín lifir í hjörtum okkar. Guð gefi Rögnu, börnum, ætt- ingjum og vinum styrk og blessun. Samúðarkveðjur, Sigurjón, Auður og börn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR húsmóðir, Ásgarði 4, Reykjanesbæ, lést að heimili sínu 20. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ættingjar þakka hluttekningu og samúðarkveðjur. . Guðmundur Svavarsson, Sigríður V. Árnadóttir, Margrét Ágústsdóttir, Árni Ásmundsson, Skúli Ágústsson, Stella M. Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR KATRÍNAR SÓLMUNDSDÓTTUR, Hátúni, Stöðvarfirði. Sérstakar þakkir til stafsfólksins á Uppsölum, Fáskrúðsfirði, fyrir frábæra umönnun. . Sólmundur Jónsson, Auður Guðmundsdóttir, Viðar Jónsson, Heiðdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Pétur Skarphéðinsson, ömmu- og langömmubörn. Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR frá Seyðisfirði. . Anna Friðrikka Karlsdóttir, Stefanía Björk Karlsdóttir, Stefán Arnar Kárason, Fanney Sigurjónsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur. Ástkær bróðir okkar og frændi, ÓLAFUR ANDERS KJARTANSSON bóndi frá Pálmholti í Arnarneshreppi, lést á dvalarheimilinu Grenilundi á Grenivík föstudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju laugardaginn 14. nóvember klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Grenilund á Grenivík. . Elín Guðrún Kjartansdóttir, Guðrún Þóra Kjartansdóttir, systkinabörn hins látna og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.