Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 78
78 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Jón SteindórÁrnason erframkvæmda- stjóri Tækifæris fjár- festingarfélags sem er í eigu fyrirtækja og sveitarfélaga á Norð- urlandi eystra og vestra. Íslensk verð- bréf sjá um daglegan rekstur félagsins. Stefna Tækifæris er að fjárfesta í nýsköpun eða nýmæli í atvinnu- lífi á Norðurlandi. Meðal eigna í safni Tækifæris eru tæp- lega 60% hlutur í N4 og um 40% hlutur í Jarðböðunum við Mý- vatn. Einnig á Tæki- færi hlut í Orkey, sem framleiðir lífdísil úr notaðri steikingarolíu og GPO sem framleiðir eldsneyti úr úrgangs- plasti. Þá er Tækifæri hluthafi í Appia sem þróar og framleiðir smá- forrit fyrir snjallsíma og önnur smátæki. „Það eru nokkur verkefni í undirbúningi, en þar má nefna Sjóböð við Húsavík sem unnið hefur verið að undanfarin misseri. Svo berast jafnt og þétt til okkar hugmyndir frá frumkvöðlum. Félagið var stofn- að árið 1999 og hefur fjárfest í yfir 50 verkefnum á starfssvæðinu, sem er frá Hrútafirði í vestri að Langanesi í austi. Það hefur æxlast þannig að flest af okkar verkefnum að undanförnu hafa verið í Þing- eyjarsýslum og í kringum Eyjafjörð. Við viljum þó gjarnan fá meira af verkefnum annars staðar af starfssvæðinu. Ætli ég vinni ekki alltof mikið,“ segir Jón Steindór, spurður út í áhugamál. „En ég hef mikið verið í golfi og svo hef ég eins og margir gaman af því að ferðast þegar tækifæri gefast. Bandaríkin hafa verið í uppáhaldi að undanförnu, en góð sólarferð með fjölskyldunni er næst á dagskránni.“ Jón Steindór situr í stjórn Golfklúbbs Akureyrar og hefur orðið klúbbmeistari hjá félaginu. Hann er núna með 5 í forgjöf. „Ég hef lítið ákveðið með afmælisdaginn sjálfan, fyrir utan að fara á handboltaleik með syninum. Ætli ég taki það ekki rólega með fjöl- skyldunni og bíði með hátíðarhöld þar til síðar.“ Eiginkona Jóns Steindórs er Árdís Elfa Ragnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Sjúkrahúsinu Akureyri. Börn þeirra eru Ragnar Orri 8 ára og Lilja Maren 6 ára. Framkvæmdastjórinn Jón Steindór Árnason. Stýrir norðlensku fjárfestingarfélagi Jón Steindór Árnason er fertugur í dag A rndís fæddist í Reykja- vík 12.11. 1940 og ólst upp á Sóleyjargötunni: „Tjörnin og Hljómskál- inn voru í næsta ná- grenni. Við krakkarnir renndum okkur á sleðum á Laufástúninu, vor- um í frjálsum íþróttum á Fjólugöt- unni á sumrin en moldarhólarnir í syðsta hluta Hljómskálagarðsins voru vettvangur ævintýraleikja. Áberandi mannvirki hafa lítið breytt þessu umhverfi á sl. 60 árum, en mikill og vaxandi trjágróður hefur vissulega gert það.“ Arndís stundaði nám í Listdans- skóla Þjóðleikhússins frá 12 ára aldri og til tvítugs og tók þátt í mörgum sýningum á vegum hans. Að loknu stúdentsprófi frá MR 1960 hlaut hún Fulbrightstyrk til há- skólanáms í listasögu við Hollins College í Roanoke í Bandaríkunum. Þar starfaði hún einnig með nútíma- dansflokki skólans. Á menntaskóla- árunum vann hún á sumrin hjá Bæj- arskrifstofunum í Austurstræti, vann þar um hríð eftir Bandaríkja- dvölina en réðst síðan til bókasafns Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Arndís og eiginmaður hennar bjuggu í Baltimore í Bandaríkjunum 1964-74. Hún annaðist þá tvö ung börn, lauk námi í innanhússhönnun við Maryland Institute College of Art og sótti námskeið í ýmsum list- greinum við Towson University. Hún hefur sinnt fjölda verkefna á sviði innanhússhönnunar fyrir heim- ili og stofnanir og starfrækir enn ráðgjafarþjónustu á því sviði. „Skömmu eftir heimkomuna lenti ég í safnaheiminum er ég hóf hluta- starf við uppbyggingu bókasafns Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Ég lauk BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ 1980 og veitti safninu forstöðu til 1999 þegar MHÍ rann inn í Listaháskóla Ís- lands. Það var afar lærdómsríkt að vinna með skapandi fólki.“ Rúmlega fimmtug lauk Arndís MA-prófi í hönnunarsögu frá De- Montfort-háskólanum í Leicester á Bretlandi og þar með var áhugi fyrir frekari rannsóknum á íslenskri list- iðnaðar- og hönnunarsögu vakinn. Arndís var forstöðumaður Bóka- safns- og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands frá stofnun, Arndís S. Árnadóttir, doktor í hönnunarsagnfræði – 75 ára Hjónin Arndís og Jón fagna MA- prófi hennar í hönnunarsögu. Húsgögn og innréttingar eru menningarverðmæti Hlustað af athygli Arndís hlýðir á erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um hönnunarsagnfræði í Aveiro í Portúgal 2014. Iðunn Ólöf Berndsen og Vaka Sindradóttir héldu tombólu fyrir utan Kjörgarð á Laugavegi og söfnuðu 5.458 krónum sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Snúa aftur með hátíðartónleika á áramótunum í Norðurljósasal Hörpu og íHofi á Akureyri Einstök jólagjöf – tryggið ykkurmiða strax á harpa.is ogmak.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.