Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 80

Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 80
80 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er hvorki rétti tíminn til að lána eða taka eitthvað að láni. Mættu mótspyrnu af festu og láttu staðreyndirnar tala. Þér hættir til að vinna of mikið. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur reynst heilladrjúgt að eiga trúnaðarvin. Og mundu að þó að útlitið sé svart þá bjargast hlutirnir alltaf fyrir horn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert opin/n fyrir fegurðinni í kringum þig. Möguleikar koma í ljós þegar þú tekur eitthvað af verkefnalistanum eða hættir við framkvæmdir sem þú ert ekkert spennt/ur fyrir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þér finnist þú hafa lausnina skaltu ekki blanda þér í annarra vandamál. Vinur hjálpar til við erfið mál sem krefjast úr- lausnar strax. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu næm/ur og kát/ur í samskiptum og taktu eftir að þau verða jákvæð. Komdu þér út í góða veðrið og dragðu andann djúpt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mundu að þú ert sjálfur besti tals- maður hugmynda þinna svo gættu þín bæði til orðs og æðis. Taktu gagnrýni ekki óstinnt upp. Taktu því með ró sem skoðunin leiðir í ljós. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu þér ekki bregða, þótt til þín verði leitað í deilumáli. Sýndu fjölskyldu þinni þol- inmæði. Hertu upp hugann því sókn er besta vörnin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er hart sótt að starfsemi þinni svo þú þarft að verja hana með kjafti og klóm. Þér gengur best að vinna undir álagi og afkastar með eindæmum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert sérlega sannfærandi í dag og átt því auðvelt með að fá vini þína til að hjálpa þér. Segðu öðrum frá áformum þínum því viðbrögð þeirra geta reynst þér nýtileg. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í byrjun sambands varstu til í að líta framhjá göllum ástvinar, hlæja og deila með og vera eins og þú átt að þér. Brosið á þér er nú stirðnað, gerðu eitthvað í málunum þrátt fyrir að erfitt virðist að breyta til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt gott sé að vera umkringdur jábræðrum er það fyrst og fremst jákvæð gagnrýni sem kemur hlutunum á hreyfingu hjá þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Ástvinur er í bobba, gáðu hvað þú getur gert. Það hefur verið fjörugt á Leirn-um. Undir hádegi á mánudag- inn skrifaði Davíð Hjálmar Har- aldsson: Hún þjáðist af prumpi og pínu svo pestina lagði af Stínu sem hafði ekki gát er hákarlinn át en hringvöðvinn stóð fyrir sínu. Sr. Skírnir Garðarsson gat ekki orða bundist, – sagði að tími hinna ógnvænlegu matvæla færi í hönd „Súrmatur, grafinn, kæstur, mygl- aður, úldinn, U name it …“: Við allskonar andstyggðar neytum af alifé, svínum og geitum, þetta er úldið og kæst, ég er örvinglan næst, af illþef og kræsingum feitum. Og bætti síðan við: „Ég hef upp- götvað fæðubótarefni til mótvægis, keypti nokkra skammta um dag- inn f. 30 þús. kall, þetta er hverr- ar KRÓNU VIRÐI.“ Hér er Davíð Hjálmar í öðrum hugleiðingum: Er Jónas og Freyr stunda fjölástir oft fullir með Guðrúnu, ölástir, og kornmat þau eta þá öll sem þau geta þá uppnefna sumir það mjölástir. Hún fæddist án fóta, hún Tóta, en fljótlega lærði að skjóta af Remington-byssu. Er roskna skaut hryssu hún rauk upp til handa og fóta. Ármann Þorgrímsson gat þess á dögunum að skjaldmærin hefði sagt á málþingi á Bifröst að öll loforðin stæðu eins og stafur á bók. Oft hún þetta endurtók ekki gat þó heimildar: „Standa eins og stafur á bók stærstu loforð sögunnar“. Eftir leit um langan veg læðist að mér vafinn fjölda bóka fletti ég finn samt ekki stafinn.“ Guttormur J. Guttormsson orti: Vitrir menn eru minnihlutinn. Meirihlutinn óvitringar. Vegna þess er heimurinn heimskur. Hann er ekki með fullu viti. Þetta kallaði hann öfugmæli: Betra er að vera af guði ger greindur bónda stauli heldur en vera, hvar sem er, „hámenntaður“ auli, Um „orð og gerðir“ sagði hann: Ég hirði ekki um hvað þú „segir“, en hitt: hvað þú lætur gert. Hvað þú segir þegar þú þegir er það sem er mest um vart. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hákarli, súrmat og Guttormi Í klípu „FYRIRTÆKIÐ KREFST ANNARRAR BELTISÞRENGINGAR, ERTU TILBÚINN AÐ VINNA FYRIR MINNI MAT?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ; ÞÚ GLÍMIR EKKI VIÐ VANMÁTTARKENND. ÞÚ ERT ÓÆÐRI.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gefa sér tíma fyrir ykkur tvö. ÉG SÁ HANN FYRST! GEFÐU MÉR HANN! NEI! HANN ER MINN! ÉG SAGÐI; VIÐ BERJUMST Á MORGUN. Í KVÖLD HÖLDUM VIÐ HÁTÍÐ... ... ÞVÍ AÐ Á MORGUN BERJUMST VIÐ! ÞETTA ER MINN LEGGUR! MUN VINNA FYRIR MAT BRÁÐUM VERÐ ÉG ÁRINU ELDRI. ÆTLI ÉG FÁI ALDURS- MARTRAÐIRNAR AFTUR Á ÞESSU ÁRI? HALLÓÓÓ! ÞARNA ER AFMÆLIS- DRENGURINN. SPURNINGU SVARAÐ. ÓNÁÐ IÐ EKKI Víkverji finnur sig stundum utan-gátta í menningarlífi landans. Sú tilfinning náði hápunkti sínum um liðna helgi þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stóð sem hæst. Þá halda um það bil allir einstaklingar sem falla í flokk unga fólksins af stað í miðbæinn til að sýna sig og sjá aðra ásamt því að hlusta á íslenska og er- lenda tónlist. x x x Víkverji ákvað að gefa þessu öllutækifæri. Hann væri nú sér- legur tónlistarunnandi, hlustaði á út- varpið og hefði nýlega fengið sér tónlistarveituna Spotify. Það var þó aðallega þegar hann gafst upp á aug- lýsingunum á Youtube. En þá tók við leitin að Airwaves, því Víkverji vissi varla hvar hann ætti að bera niður. Eftir að hafa ráð- fært sig við aðra tónlistarunnendur komst hann þó á leiðarenda. Hann hafði líka heyrt að það væru um sex hundruð hljómsveitir sem myndu stíga á svið á hátíðinni og hann hlyti að geta fundið sér stað á einhverjum þeirra viðburða. Hann gat ekki verið það úr takti. En sá vonarneisti kulnaði fljótt þegar ná- kvæmlega ekkert hljómaði kunn- uglega. Þessu skyldi hann þó halda leyndu á hátíðinni. En þegar Vík- verji hafði haft sig í að stíga út fyrir rammann og sökkva sér í málið var uppselt. Og það fyrir mörgum mán- uðum. Nú voru góð ráð dýr. x x x Víkverji fylgdist þó grannt meðhátíðinni úr fjarska og las allar fréttir af áfergju. Það sem hann átt- aði sig hins vegar á er að það eru ekki bara tónlistaratriðin sem trekkja heldur er hátíðin hálfgerð tísku- og týpusýning. Eftir að hafa kíkt inn í fataskápinn sinn áttaði Víkverji sig á að það væri ekki seinna vænna að byrja að búa til airwaves-týpuna. Árið gæti hann svo tekið í að sanka að sér viðeigandi klæðnaði og mætt sterkur til leiks. Veðrið skyldi engan stoppa og kuldaúlpunni skyldi lagt með kuldaskónum. Víkverji lendir því hlaupandi á jörðinni eftir Airwaves 2015 og stimplar sig endanlega inn í menn- ingarlífið að ári! víkverji@mbl.is Víkverji Allra augu vona á þig, þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun. Sálmarnir 145:15-16 Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.