Morgunblaðið - 12.11.2015, Page 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Elí Freysson rithöfundur á Akur-
eyri hefur sent frá sér bókina Eld-
mána, fimmtu fantasíuskáldsöguna
á jafn mörgum árum. Hann hefur í
nógu að snúast því samhliða hefur
Elí þýtt eigin verk á ensku til út-
gáfu.
Nýjasta bókin er sú síðasta í þrí-
leiknum um unglingsstúlkuna
Kötju. Hann segir Kötju þó eiga
eftir að koma fyrir oftar. „Já, ætl-
unin er að enda seríuna í heild sinni
á þrí- eða fjórleik um alla að-
alkarakterana mína þrjá; Kötju,
Mikael og Kody. Það verður þó ekki
strax því nú er ég búinn að snúa
mér að því að gefa út á ensku,“ seg-
ir Elí við samtali við Morgunblaðið
Tvær komnar út á ensku
Hann hefur þegar þýtt tvær bæk-
ur sínar yfir á ensku og gefið út sem
rafbækur á Amazon. Það eru Kallið
og Kistan, sem hann nefnir The Call
og A Clash of Shadows.
„Svo er ég að byrja á nýju verk-
efni núna, að skrifa smásagnaseríu í
vísindaskáldskapargeiranum og
ætla að gefa það út á nettímaritum;
senda tímariti sögur eins og höf-
undar gerðu í gamla daga og fá þær
birtar. Ég fékk þessa hugmynd og
varð að gera eitthvað úr henni. Er
að skoða málið og er viss um að ef
ég kemst inn verður það góð leið til
að vekja frekari athygli.“ Hann kall-
ar nýju sögurnar geimóperu; fant-
asíur sem gerast úti í geimnum.
Í nýjustu sögunni, Eldmána,
kemur sagan af Júkaia og ríki henn-
ar smám saman í ljós. Þegar Elí er
spurður hvort hann hafi velt því
fyrir sér að skrifa þá sögu sérstak-
lega svarar hann því til að baksaga
þessa heims gerist á þúsund árum
„og ég get vel ímyndað mér að ég
eigi eftir að fara aftur í tímann og
skrifa meira um það, en það yrði
reyndar ekki strax. Ég hef líka
hugsað mér að fara fram í tímann,
af því að Katja er ódauðleg; gæti
þess vegna skrifað sögu sem gerist
hundrað árum síðar og séð hvað
hefur breyst í millitíðinni. Svo er ég
bæði með hugmyndir um óskylda
seríu í öðrum stíl og sem gerist á
öðrum tímabilum og um aðra hluti.
En ég get bara gert eitt í einu og sé
til með þetta.“
Elí segir ganga þokkalega að gefa
út á ensku. „Það eru mjög margir
að gera það nákvæmlega sama og
ég og það tekur tíma að byggja upp
lesendahóp; það er að hluta til
ástæðan fyrir því að ég ætla að
prófa nettímarit. Þegar saga birtist
þar vekur það athygli en ég veit að
þetta er langhlaup.“
Elí er byrjaður að skrifa geim-
óperuna, sem hann kallar svo.
„Þetta eru í raun tíu smásögur sem
gerast á tíu árum og fjalla um tíu
mismunandi persónur, sem sjá at-
burði stríðs frá mismunandi sjónar-
hornum; hver og einn upplifir sitt
litla ævintýri. Þegar þetta verður
allt tekið saman verður það á lengd
við góða skáldsögu.“
Skrifar áfram og
jafnvel í skóla
Elí hefur verið með mörg járn í
eldinum undanfarið en ætlar nú að
breyta vinnulaginu.
„Ég rak mig á það núna að það að
undirbúa eina bók undir útgáfu á ís-
lensku, þýða aðra yfir á ensku og
vera að skrifa þá þriðju – allt á
sama tíma – er allt of mikið vesen.
Ég ætla því ekki að gefa út á ís-
lensku á næsta ári heldur einbeita
mér að enskunni og sjá hvernig
fer.“
Hann þýddi eigin bækur fyrir út-
gáfuna á Amazon sem fyrr segir en
skrifar smásögurnar á ensku og
segir það ganga vel. „Enska var
mitt langbesta fag í framhalds-
skóla.“
Elí hefur í nokkur ár unnið fulla
vinna, á lagernum hjá Nettó, jafn-
framt því að skrifa en íhugar að
breyta til. „Ég ætla að reyna að
finna mér hálfa vinnu svo ég geti
einbeitt mér meira að því að skrifa
og er alvarlega að hugsa um að fara
í háskólann næsta haust. Mér líst
best á nútímafræðina.“
Elí fær endalausar hugmyndir
Sendir frá sér fimmtu fantasíuna á jafn mörgum árum Hefur þegar gefið út tvær bækur á ensku
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fantasía Elí Freysson gefur nú út fimmtu bókina á jafn mörgum árum og skrifar bæði á íslensku og ensku.
Jólavörurnar eru komnar í Álnabæ
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: Virka daga 10 til 18 og til jóla laugardaga frá 11 til 14
Jólagardínur, jóladúkar og jólaefni
50% afslátt
ur
af allri jóla
vöru