Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 83
MENNING 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Íþessu safni eru sex ljóðabæk-ur Vilborgar, hin fyrsta komút 1960, sú síðasta hálfri öldsíðar, 2010. Í safninu eru einnig ljóð sem birtust í blöðum og tímaritum og kvæði utan ljóðabóka og loks þýdd ljóð; fyrstu ljóðin birti hún í tímariti 1954. Athugasemdir og skýringar eru í einni opnu og í bók- arlok er efnisyfirlit, röð ljóðanna í safninu. Öll eru ljóðin í frjálsu formi nema tönkur og hækur að jap- önskum hætti. Ljóðmál Vilborgar er fjölbreytt og markvisst, hún bregður upp bráð- snjöllum myndum, beitir endurtekn- ingum og andstæðum af mikilli hind og lifandi nátt- úran er sjaldan fjarri; setn- ingaskipan að jafnaði skýr; „fíngerðan rósa- vef/ óf á rúðuna/ frostið“. Það er þekkilegur heildarsvipur á þessari bók, Vil- borg hefur verið sjálfri sér sam- kvæm frá fyrstu tíð. Hún vísar í ýmsar bókmenntir, ekki síst Biblí- una, og víst þurfa lesendur að kunna nokkur skil á þeirri bók til þess að lesa milli lína, hér eru ljóð sem vaxin eru úr fornsögum, frá Ibsen, úr goðafræði, bæði norrænni og klass- ískri o.fl. Hún berst með stormum tíðarandans, þeim sem strjúka henni um vanga; róttækni, feminismi, and- úð á stríði, þýðingar hennar eru gjarnan af þessum meiði og bera höfundareinkenni hennar. Hún hef- ur tjáð skoðanir sínar og greint býsna skorinort frá háttum sínum í ævisögu, Úr þagnarhyl, sem Þorleif- ur Hauksson skráði, og í ljómandi bók eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur sem heitir Mynd af konu. Hún segir frá því að ljóð sín orti hún öll samhliða fullri vinnu, bæði sem kennari í fullu starfi í hartnær hálfa öld og húsmóðir með gömlu lagi; hún ætlaðist ekki til að hann Þorgeir kæmi að heimilisverkum. Baráttu- ljóð hennar fyrir hönd kvenna eru ort fyrir næstu kynslóð. En um hvað yrkir Vilborg? „Enginn slítur þau bönd,/ sem hann er bundinn heimahögum sín- um“. Þannig yrkir Jón úr Vör og þessi orð hæfa einkar vel ferli Vil- borgar. Hún varð fyrir sárri reynslu í æsku í bland við gleðistundir, djúpri sorg vegna dauða systkina sinna og höfnunar. Áhyggjuleysi bernskunnar sigldi að miklu leyti framhjá henni. Hún ólst upp í þorpi undir háum fjöllum, sumarbjört náttúra allt umhverfis, en vetrarógn stafaði af fjöllum og sjó. Tónninn í ljóðum sem að þessu lúta er hljóður og tempraður. Sorg er í senn gott dæmi um hófstillta framsögn ljóð- mælanda og skarpa beitingu þver- stæðna: „Þegar þjáningin ristir brjóst mitt/ verður mér fyrst ljóst hve stór/ gleði mín gæti verið./ Milli hennar og mín/ er hið stutta/ ómæl- isdjúp.“ Vilborg hefur sagt frá því að lengi hafi hún byrgt inni sorgina, en hún leiðir hana einkar fallega fyrir sjónir lesenda í Ljóði: „Sorg mín er bláklædd stúlka./ Bak við marglitan glaum daganna/ bíður hún þögul/ og baldýrar silfurrósir/ í svart flauel/ næturinnar// Fyrir löngu hefði ég átt/ að gefa henni rauðan kjól/ og leiða hana út/ í sólskinið.“ Engum er hollt að byrgja inni sorg sína. Ljóðin úr uppvextinum tengjast líka leikjum, þar eru dregnar upp myndir af foreldrum, ömmu, lífinu í litlu þorpi í öllum sínum myndum, stundum með saknaðarfullum blæ, gróðrinum og alls konar veðri; fá- tæktin jafnan í sjónmáli, vasarnir voru ekki djúpir hjá þeim sem stund- uðu sjálfsþurftarbúskap. Léttleiki og kímni einkenna sum ljóðin (Mar- íuljóð, Nú haustar að, Lóusöngur). Guð er jafnan nálægur, ekki síst í biblíutengdu ljóðunum. En Jave er harður guð, miskunnarlaus, boðorð hans voru ekki samin handa konum, heldur húsbændum. Annar guð er henni nær og birtist í ljóði sem heitir Guð. Það hefst á þessum línum: „Al- staðar finn ég þig/ yndisleg návist þín/ umvefur mig// sem ljúfur sum- arvindur.“ Og ljóðinu lýkur á þessu erindi: „En dýrð þín er/ Drottinn/ uppi yfir mér/ og allt um kring.“ Hún segir með kankvísi í ævisögu sinni að hún hafi aldrei gert uppreisn gegn foreldrum sínum, „en ég gat látið eins og óþekkur krakki við Guð“. Í safninu eru pólitísk ádeiluljóð og tækifæriskvæði, deilt er á stríð (Og enn sem fyrr, Kyndilmessa), „ann- arlegir spilamenn“ ráðskast með „líf mitt“, Heimsstjórnarmenn fá litlu áorkað nema fyrir sjálfa sig, sjálf- stæði landsins er fyrir borð borið, selt. Hér er tónninn einatt býsna stríður. Þessi pólitísku ljóð eru bein- línis barn síns tíma, háskinn er því sá að þau eldist illa. Þau fjalla að nokkru leyti um ákveðna viðburði og ljóðmælandi dregur af þeim sínar ályktanir. Sumpart missa þessi ljóð marks núna af því margir lesendur kannast ekki við gerendurna eða at- burðina (6 daga stríðið, Moshe Day- an, jafnvel ekki þá kumpána Lenín og Stalín; Biafra löngu gleymt, Víet- nam undir fönn gleymskunnar). Tíminn hefur að sumu leyti læst kuldatönnum sínum í þessi kvæði þótt ádeilan sé enn tímabær. Fem- inísku brýningarljóðin standa þó fyrir sínu, þau eru hárbeitt og ríma vel við samtímann; Óðinn er enn á ferðinni. Afmæliskveðja til Þ.Þ., Haustkveðja til Jóhannesar úr Kötl- um, Veturinn, í minningu Snorra Hjartarsonar, eru dæmi um tæki- færisljóð og hnippa þó ögn í lesanda; það er dapurlegur tónn í Haust- kveðjunni. Ljóðið um Fjallkonuna er hins vegar prýðilegt tækifærisljóð og hefur ekkert látið á sjá, það mun lifa tímana tvenna. Í Síðdegi, síðustu ljóðabók Vilborgar, lýkur ljóðinu Viðhorf á þessu erindi: „Á hverju kvöldi/ hvísla ég glöð/ út í myrkrið:/ Enn hefur líf mitt/ lengst um heilan dag.“ Sá sem svona yrkir er sáttur. Ljóðunnendur geta glaðst yfir þessari bók. Hún fyllir hugann ró, en vekur jafnframt áleitnar spurningar. Á henni er hugþekkur blær sem les- andi skynjar og samsamar sig við; „snjófargið á þekjunni“ lætur alltaf undan um síðir fyrir vori, sumri og sól – þótt jökullinn bráðni seint. Inn- gangur Þorleifs er góður lykill að lestri bókarinnar. Heimanbúnaður hennar af hálfu forlagsins er öllum til sóma. Morgunblaðið/Kristinn Skáldið „Ljóðunnendur geta glaðst yfir þessari bók. Hún fyllir hugann ró, en vekur jafnframt áleitnar spurningar,“ skrifar rýnir um safn Vilborgar. Harpan er mín hugarbót Ljóð Ljóðasafn bbbbn Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Þorleifur Hauksson ritar inngang. JPV útgáfa 2015. Innbundin, 288 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Tveir fyrir- lestrar í fyrir- lestraröð Mið- aldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld verða haldnir í dag kl. 16.30 í Öskju, stofu 132, og báðir helg- aðir Guðmundi biskupi Arasyni. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, flytur erindi sem hann nefnir „Guðmundur Arason – áhrifavaldur í aðdraganda Sturl- ungaaldar“ og Árni Hjartarson jarðfræðingur flytur erindi um brunna Guðmundar biskups Ara- sonar. Tveir fyrirlestrar um Sturlungaöld Hjalti Hugason Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 12/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 12/11 kl. 20:00 aukas. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Lau 14/11 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00 Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Fös 20/11 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Sókrates (Litla sviðið) Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Mið 25/11 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Lau 28/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Fös 27/11 kl. 20:00 17.k Sun 6/12 kl. 20:00 Mið 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 29/11 kl. 20:00 aukas. Fim 10/12 kl. 20:00 Fim 19/11 kl. 20:00 15.k Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 16.k Fim 3/12 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Sun 29/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Fim 19/11 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími Hystory (Litla sviðið) Þri 24/11 kl. 20:00 allra síðasta sýn. Allra síðustu sýningar! Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Sun 15/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS .. — — Nazanin (Salur) Mið 18/11 kl. 20:30 Lokaæfing (Salur) Fös 13/11 kl. 20:30 Lífið (Salur) Sun 15/11 kl. 13:00 Lau 21/11 kl. 13:00 KATE (Salur) Fim 26/11 kl. 20:00 Fim 3/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Þroskastríðið - Hugleikur Dagsson UPPISTAND (Salur) Fim 12/11 kl. 21:00 Lau 14/11 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 22:00 Ævintýrið um Augastein (Salur) Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 31.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Heimkoman (Stóra sviðið) Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 13/12 kl. 19:30 13.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 28/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 28/11 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. (90)210 Garðabær (Kassinn) Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 aukasýn Mið 25/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00 9.sýn Sun 29/11 kl. 17:00 10.sýn Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu DAVID FARR HARÐINDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.