Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Fjórir ballettar verða sýndir í kvöld í Háskóla- bíói á vegum Senu, í samstarfi við The Royal Opera House í Lundúnum. Upp- færsla óperu- hússins á Car- men, Visceria, Afternoon of a Faun og Tchaikovsky pas de deux verður sýnd og hefst sýningin kl. 19.15 og er þrjár klukkustundir og 20 mín. að lengd, samkvæmt vefn- um eMiði.is. Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða. Fjórir ballettar í Háskólabíói Ballettdansari á kynningarmynd Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarmaðurinn Ari Ma, réttu nafni Ari Másson, sendi fyrir skömmu frá sér á netinu býsna merkilega plötu, Hugarfar, í sam- starfi við tónlistarmanninn Muted, þ.e. Bjarna Rafn Kjartansson. Tón- listinni lýsir Ari sem „andlegu rappi eða hippahoppi“ og textarnir eru óvenjujákvæðir þegar kemur að rappi; ást og frið- ur, innri ró og lífsins fegurð m.a. Ari segir ástæður þess að hann kalli sig Ara Ma nokkrar. Hann yrki á ensku og því verði út- lendingar að eiga auðvelt með að bera fram nafnið. Hann vilji einnig afneita með því feðraveldinu og þeirri hefð Íslendinga að kenna sig við föður sinn, foreldrar hans heiti Margrét og Már og því vísi Ma í nöfn þeirra. Í þriðja lagið þýði orðið „ma“ á sanskrít „að skapa“. Í klifurþorpi í Taílandi Samskipti Ara og blaðamanns fara fram á Facebook þar sem Ari er staddur í Taílandi og ekki til við- tals í síma. Áður en hann kom til Taílands var hann í Kambódíu. „Ég var að heimsækja kærustuna mína sem er að vinna þar í Phnom Penh og núna er ég kominn til Taílands þar sem ég ætla að vera í vetur,“ svarar Ari, spurður að því hvað hann hafi verið að gera í Kambódíu. „Ég er í litlu klifurþorpi með fjölda klifrara frá ýmsum löndum. Hér er mikið um jóga og hugleiðslu og margir hippar og því gott að vera hérna. Ég er hingað kominn til þess að læra að klifra, ég er með allt klif- urdótið mitt hérna og þar sem ég er enn ungur ætla ég bara að klifra og verða ógeðslega góður í því en líka að vinna í listinni,“ segir Ari, léttur í lund. -Hvað hefurðu gert áður í tónlist? Geturðu sagt mér stuttlega frá því? Lærði að elska sjálfan sig  Ari Ma gefur út plötuna Hugarfar með Muted  Frítt niðurhal á netinu  Jákvætt hugarfar, ást og friður í textum  Stundaði hugleiðslu á Indlandi Gjörbreyttur „Það má segja að ég hafi fundið sjálfan mig á Indlandi og ég kom heim gjörbreyttur maður,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Másson. Hér sést hann með kátum krökkum á Indlandi fyrir fjórum árum. „Ég hef svo sem ekki gert mikið áður í tónlist, gefið út þrjú lög. Það fyrsta gaf ég út fyrir u.þ.b. þremur árum og setti á YouTube undir nafninu Ari Másson. Annað, „Land- námsmanninn“, gerði ég með vini mínum, langt söguljóð um land- námsmann og það tók mig heilan vetur að yrkja ljóðið. Það er líka á YouTube. Svo gaf ég út lag sl. vor með vini mínum, það heitir „Ræð minni ró“. Ég „beatboxa“ líka mik- ið,“ segir Ari og gefur hljóðdæmi. Eins og að koma heim -Hugarfar er mjög óvenjuleg rappplata, textarnir eru fullir af já- kvæðni og hvergi minnst á kvenna- far, fyllirí og þess háttar eins og al- gengt er í rapptextum. Þú segir á Facebook að tilgangur þinn hér á jörðu sé að hjálpa öðrum að komast í ákveðið hugarástand sem lýsi sér í ró, friði, hjartahlýju og ástæðu- lausri alsælu og segir að þú hafir farið til Indlands og lært þar að elska sjálfan þig. Segðu mér aðeins frá þessu ferðalagi og þessari upp- götvun. „Þegar ég fór til Indlands fór ég til þess að læra og uppgötva og það var ótrúlega yndisleg upplifun. Ég lærði svo margt, var að vinna í skóla í þrjá mánuði með fátækum krökk- um sem voru svo þakklátir og fólki sem elskaði mig svo mikið. Þetta var eins og að koma heim. Á Íslandi eru allir svo kaldir, umhverfið allt miklu kaldara. Að komast til Ind- lands og finna hjartahlýjuna þar var það sem ég þurfti. Eftir þessa þrjá mánuði flakkaði ég um landið í fjóra mánuði með vini mínum Hlyni. Við fórum á hug- leiðslunámskeið, vipassana, sem er það besta sem ég hef gert. Þetta var 10 daga námskeið og engin trúarbrögð þar á ferðinni, bara hug- leiðsla. Manni var kennt að horfa inn á við og vinna í sjálfum sér. Það má segja að ég hafi fundið sjálfan mig á Indlandi og ég kom heim gjörbreyttur maður,“ segir Ari. Ádeila á áliðnaðinn -Þú vannst plötuna með Muted, Bjarna Rafni. Hvernig lágu leiðir ykkar saman? „Muted er algjör snillingur. Frændi minn benti honum á að hlusta á lagið mitt, „Landnámsmað- urinn“, og eftir að hafa gert það vildi hann endilega vinna með mér og hafði samband við mig á netinu. Við smullum strax saman og ætl- uðum fyrst að prófa að gera nokkur lög en úr varð heil plata. Það má segja að hann sé minn músíkalski sálufélagi,“ segir Ari. Þó að boðskapurinn sé jákvæður á plötu Ara og Muted er þó eitt lag með ádeilubroddi, lagið „Ál“. „Það er ádeilulag á áliðnaðinn og Kára- hnjúkavirkjun, ferlið sem fór þar í gang og spillinguna í kringum þenn- an iðnað,“ segir Ari. Andri Snær Magnason rithöfundur hafi léð hon- um rödd sína og talað inn á lagið. „Ég las bókina hans Draumalandið og lærði mikið af henni og hann var til í að taka þátt í þessu,“ segir Ari. En kemur platan eingöngu út á netinu? „Hingað til hefur hún bara komið út á netinu, það er hægt að hlaða henni niður og svo er hún á YouTube og Spotify. Ástæðan er sú að ég hef sjálfur ekki notað geisla- diska í svona 12 ár. Ég held að ungt fólk í dag sé ekki að hlusta á diska og ég nennti ekki að standa í því að búa til disk. Hún er bara á netinu til niðurhals ókeypis og gjörið svo vel! Ekkert flókið,“ segir Ari eldhress og óskar blaðamanni að lokum ástar og friðar. Plötunni má hlaða niður á mu- ted.is/arima/ og einnig má hlusta á hana á YouTube og Spotify. Alla texta plötunnar má finna á slóðinni genius.com/artists/Ari-ma-and- muted. Perlur úr kvikmyndasögu Pól- lands verða sýndar í Bíó Paradís til og með 16. nóvember og hefst kvikmyndaveislan í kvöld kl. 20 með flutningi hljómsveitarinnar Apparat Organ Quartet á frum- saminni tónlist við þöglu myndina Mocny człowiek, eða Harðjaxl, frá árinu 1929. Myndin er byggð á skáldsögu Stanislaws Przybys- zewski. Eftir seinni heimsstyrjöld- ina var sýningareintak kvikmynd- arinnar talið glatað en fannst svo í Brussel og var sent til Kvik- myndasafnsins í Varsjá. Kvik- myndin er talin með þeim dýr- mætari í því safni. 15 pólskar kvikmyndir verða sýndar og frá ólíkum tímum. Pólsku kvikmyndadagarnir eru samstarfsverkefni Kvikmynda- safns Póllands, Bíós Paradísar og Reykjavík Film Academy og á undan hverri sýningu mun kvik- myndagagnrýnandinn Michal Chacinksi reifa sögulegt samhengi hverrar myndar fyrir sig. Tveir viðburðir verða í boði fyr- ir börn og unglinga, annars vegar vinnusmiðja þar sem sýndar eru nokkrar sniðugar leiðir til að gera hreyfimyndir án myndavélar og hins vegar sýningar á kvikmynd- inni Mr. Blot́s Academy, eins og segir í tilkynningu. Aðgangur að öllum viðburðum er ókeypis og má finna dagskrá og upplýsingar um kvikmyndirnar á bioparadis.is. Pólskar kvikmynda- perlur í Bíó Paradís Harðjaxl Stilla úr opnunarmynd pólskrar kvikmyndahátíðar í Bíó Paradís. lÍs en ku ALPARNIR s Allt frá fjöru til fjalla FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Frábær verð á alla fjölskylduna! 100% merino ull SPECTRE 5,7,8,10(P) JEM AND THE HOLOGRAMS 5:30 CRIMSON PEAK 10:30 SICARIO 8 HOTEL TRANSYLVANIA 2 5 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10 SÝND Í 4K! -The Times -The Gaussian -Telegraph
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.