Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 92

Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 92
 Fimmta höfundakvöld haustsins fer fram í Gunnarshúsi, húsi Rit- höfundasambandsins við Dyngju- veg 8, í kvöld og hefst kl. 20. Þór- unn Jarla Valdimarsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og Guðmundur Brynj- ólfsson munu sitja fyrir svörum hjá Soffíu Auði Birgisdóttur bók- menntafræðingi og lesa upp úr ný- útkomnum bókum sínum. Þórunn les upp úr bók sinni Stúlku með höfuð, Ið- unn upp úr Hrólfs sögu og Guðmundur upp úr Líkvöku. Að- gangseyrir er 1.000 kr. og eru veitingar innifaldar. Þrír rithöfundar á höfundakvöldi FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Notfæra sér DHL í stað ÁTVR 2. Bundin og slegin með svipu 3. Fjöldi Íslendinga flytur úr landi 4. Ætlar að kæra Vilhjálm »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar til styrktar BUGL, Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, verða haldnir í Graf- arvogskirkju í kvöld kl. 20. Margir þjóðþekktir tónlistarmenn gefa vinnu sína í þágu góðs málefnis og rennur allur ágóði af tónleikunum til BUGL og líknarsjóðs Lionsklúbbs- ins Fjörgynjar sem stendur fyrir tónleikunum. Á tónleikunum koma fram Fjallabræður undir stjórn Hall- dórs Gunnars Pálssonar, Voces masculorum, Geir Ólafsson, Glowie, KK og Ellen, Páll Rósinkranz, Stefán Hilmarsson, Gissur Páll Gissurarson, Guðrún Árný Karlsdóttir, María Ólafsdóttir, Ragnar Bjarnason og Þóra Einarsdóttir. Meðleikarar verða Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldsson. Miðaverð er kr. 4.500. Morgunblaðið/Eva Björk Ægisdóttir Tónleikar til styrktar BUGL í Grafarvogi Á föstudag Norðlæg átt 8-13 m/s en 13-18 við austurströndina. Mun hægari vindur suðvestantil. Snjókoma eða slydda austantil, dálítil él nyrðra en annars bjart með köflum. Frost víða 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 5-10 m/s. Snjó- eða slydduél sunnan- og vestanlands, þurrt og bjart að mestu norðaustantil en léttir heldur til suðaustanlands. Kólnandi veður. VEÐUR Í síðasta mánuði skilaði vinnuhópur af sér skýrslu um kostnað vegna afreks- íþrótta á Íslandi. Þar kemst hópurinn meðal annars að þeirri niðurstöðu að árleg fjárþörf afreksíþróttafólks væri um 650 milljónir á ári ef markmiðið væri að vera samkeppnisfær í alþjóð- legum stórkeppnum. Gluggað er í skýrsluna í íþróttablaðinu. »4 Um 500 milljónir á ári vantar upp á Það verður í nógu að snúast hjá varn- armönnum íslenska lands- liðsins í knattspyrnu í Varsjá annað kvöld. Ísland mætir þá Póllandi í vin- áttuleik en í liði Pól- verja er heitasti framherjinn í boltanum í dag, Robert Lewand- owski, sem leikur með Bayern Münch- en. »2 Sá heitasti mætir Ís- lendingum í Varsjá Handknattleiksmennirnir Egill Magnússon og Sigurbergur Sveins- son, sem leika með danska úrvals- deildarliðinu Team Tvis Holstebro, hafa ekki byr í seglum sínum um þessar mundir. Báðir búa þeir við landlegu og brælu. Egill hefur verið frá keppni í mánuð og óvíst hvenær hann ýtir næst úr vör og Sigurbegur handarbrotnaði á dögunum. »1 Landlega hjá Agli og Sigurbergi í Holstebro ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Erna Vala Arnardóttir sigraði í flokki 25 ára og yngri í sjöttu píanó- keppni Íslandsdeildar Evrópusam- bands píanókennara, EPTA, sem fór fram í Salnum í Kópavogi 4. til 8. nóvember síðastliðinn. Víkingur Heiðar Ólafsson sigraði í fyrstu keppninni, sem fór fram árið 2000, og hefur hún verið haldin á þriggja ára fresti síðan. Nú var í fyrsta sinn keppt í flokki 10 ára og yngri og þar voru vinningshafar Ásta Dóra Finnsdóttir og Helga Sigríður E. Kolbeins. Í flokki 14 ára og yngri sigraði Anais Lilja Bergsdóttir og Mikolaj Ólafur Frach varð hlutskarp- astur í flokki 18 ára og yngri. Alex- ander Smári Kristjánsson Edelstein fékk viðurkenningu fyrir besta flutn- ing á Segulljósi, verki sem verðlauna- tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir samdi fyrir keppnina. Ögrandi tækifæri EPTA-keppnin er ætluð píanó- nemendum 25 ára og yngri og er hugsuð sem hvatning og ögrandi tækifæri til þess að reyna sig við krefjandi kringumstæður. Hún er ein mikilvægasta og best þekkta keppnin hérlendis í flutningi klass- ískrar tónlistar. „Sigurinn kom skemmtilega á óvart,“ segir Erna Vala um frammistöðuna. Hún hefur tvisvar áður tekið þátt í keppninni og segir að sigurinn hafi mikið að segja. „Allur árangur lítur mjög vel út á ferilskránni þegar ég sæki um styrki og skóla og það skiptir miklu máli að geta sagt frá einhverju sem maður hefur gert,“ segir hún. Sigurvegarinn er tvítug Kópa- vogsmær sem hefur spilað á píanó síðan hún var sjö ára. Hún segir að nánast allur tími fari í æfingar. „Þetta er mikil vinna en mér finnst gaman að spila á píanó og erfiðið er algerlega þess virði,“ segir píanó- leikarinn, sem er á 3. ári í píanónámi við Listaháskóla Íslands. Eftir ára- mót verður hún í Sibeliusar- akademíunni í Helsinki í Finnlandi eina önn og síðan hefur hún hug á að halda áfram náminu í Bandaríkj- unum. Hún hefur tekið þátt í mörgum keppnum og fyrir um ári var hún í hópi fjögurra sigurvegara í keppni ungra einleikara sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Hlaut að launum að spila með Sin- fóníuhljómsveitinni í Eldborg í Hörpu. „Vonandi fæ ég styrki til þess að geta haldið áfram og tak- markið er að komast inn í góðan skóla. Draumurinn er svo að hafa alltaf tækifæri til þess að spila og koma fram því það er það sem mér finnst skemmtilegast.“ Alltaf gaman að spila á píanó  Erna Vala Arnardóttir sigraði í píanó- keppni EPTA og er á leið til Helsinki Ljósmyndir/Karl Petersson, www.kar Verðlaunahafar EPTA í ár 42 tóku þátt í keppninni og þar af margir af landsbyggðinni en viðurkenningar voru veittar í hverjum flokki. Sigurvegari Erna Vala Arnardóttir hlaðin verðlaunum eftir keppnina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.