Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta er nýtt á Íslandi en svona hefur aldrei verið haldið hér,“ segir Joana de Matos, portúgölsk ung kona sem hefur dvalið hér á landi í um níu ár, en hún heldur verk- smiðju- og útsölumarkað um helgina með innfluttar Kähler-keramikvörur frá Portúgal. „Við erum með svo flott keramik í Portúgal. Það kom upp tækifæri til að flytja þessar vörur inn frá verksmiðjunni og bjóða upp á mjög lágt verð svo allir geti haft aðgang að svona flottum vörum,“ segir Joana. Markaðurinn er haldinn í gamla húsnæði Sports Direct á Smáratorgi eða við hliðina á Bónus-versluninni. Opið verður frá kl. 11-18 frá föstu- degi til sunnudags en á laugardag verður opið til kl. 20. Um 50-80% afsláttur verður gef- inn af markaðsvirði varanna. „Þá geturðu eignast til dæmis tíu diska í einu í stað þess að bíða í tíu ár og safna alltaf einum í einu.“ „Þetta reddast“ Khäler-vörurnar hafa verið vin- sælar hér á landi en það sem gerir Joönu kleift að bjóða upp á svo lágt verð er að vörurnar eru í svoköll- uðum öðrum gæðaflokki sem þýðir að þær koma án umbúða. Einhver hluti varanna er þó í fyrsta gæða- flokki og því með umbúðum. „Þetta reddast,“ segir hún að- spurð um væntingar sínar um gengi markaðarins. „Ég er búin að vera það lengi á Íslandi að ég er búin að tileinka mér þetta hugarfar,“ segir hún hlæjandi en það hafi vissulega verið yfirþyrmandi að ráðast í þetta verkefni með alla áhættuna á sínum herðum. „Ég flutti mömmu líka inn frá Portúgal og hún er á fullu með mér ásamt manninum mínum og góðum vinum.“ Áður starfaði hún í ferðaþjónust- unni en langaði að breyta til og tengja vinnu sína meira við Portú- gal. „Maður byrjar alltaf einhvers staðar og svo sér maður hvernig þetta þróast,“ segir hún um framtíð- aráætlanir við innflutning. Vildi hlæja með Íslendingum Joana kom fyrst til Íslands árið 2006 þegar hún sótti skiptinám. Hún vann á Egilsstöðum og í Borgarfirði eystri meðan á dvöl hennar stóð og kynntist í kjölfarið manninum sínum sem hún er gift í dag. Þau eiga eina stúlku og annað barn á leiðinni. „Það var ekki einfalt að læra ís- lenskuna en ég er rosalega forvitin og var mjög æst í að vita hvað fólk var að segja í kringum mig – sér- staklega þegar það sagði brandara og ég gat ekki hlegið með,“ segir hún á nánast lýtalausri íslensku. Færni hennar í málinu hafi náðst með mikilli elju og áhuga en hún sótti öll námskeið sem hún komst í ásamt því að tengdafjölskylda henn- ar veitti góða hjálp við að leiðrétta. „Maður má ekki vera feiminn við að tala vitlaust, þetta kemur allt á end- anum.“ Að koma inn í íslenskt samfélag kallaði líka á ýmsar breytingar. „Ég þurfti til dæmis að læra að hætta að kyssa fólk alltaf en við kyssum alla í Portúgal og þetta var bara vand- ræðalegt hér,“ segir hún létt í bragði. En þó allir hafi virst lokaðir í upphafi þá hafi hún uppgötvað fljótt hvað Íslendingar séu góðir og til- búnir að hjálpa þegar þess þarf. „Ég er mjög ánægð að vera hér.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumkvæði Joana de Matos heldur útsölu- og verksmiðjumarkað á Smáratorgi um helgina þar sem hún býður upp á Kähler-vörur á lágu verði en þær eru í 2. flokki frá verksmiðjunni. Vörurnar eru frá heimalandi hennar, Portúgal. Hræðist ekki óvissuna  Joana de Matos flytur inn keramikvörur frá Portúgal Vinsælt Í Portúgal er framleitt mikið af keramikvörum. „Við höfum ekki áður farið í svona framtak og okkur finnst þetta frá- bært. Þetta fer beint í jólin fyrir fólk,“ segir Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, um söfnunarátak Olís og ÓB bensín- stöðvanna til handa Mæðrastyrks- nefndinni. Föstudaginn 4. desember renna fimm krónur af hverju lítra sem dælt er hjá bensínstöðvum Olís og ÓB óskertir til styrktar Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur sem sér um matarúthlutanir fyrir fólk um jólin. „Við vonum að fólk verði duglegt að fylla tankana og hjálpi þannig okkur að hjálpa öðrum,“ segir Anna og er af- ar ánægð með framtak Olís til styrkt- ar þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Um tvö þúsund umsækjendur „Fólkið sem til okkar kemur og óskar eftir mataraðstoð um jólin er óskaplega þakklátt og myndi ekki geta haldið nein jól nema út af þessu,“ segir Anna en hátt í tvö þúsund manns hafa nú sótt um mataraðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. „Á bak við hvern umsækjanda eru fleiri, fjölskyldur og aðrir sem njóta einnig góðs af aðstoðinni.“ Lokað hefur verið fyrir umsóknir og nú þarf að safna nægu fé til að geta annað eftirspurninni. Alltaf er hægt að veita fjárstuðning til Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík í gegnum reikningsnúmer- ið 101-26-35021 og kt. 470269-1119. „Við krossum fingurna og vonum að okkur takist þetta.“ Námsfólk bætist í hópinn Mikið er um sjálfboðaliða sem bjóða fram krafta sína við úthlutunina fyrir jólin en í ár fer hún fram dagana 17., 18., 21. og 22. desember í Hátúni 12. Einstaklingum og fjölskyldum verður raðað niður á daga þannig að álaginu sé dreift og starfsfólkinu gert auðveldara um við úthlutunina. „Okkur finnst eins og það beri meira á öldruðum, öryrkjum og námsfólki,“ segir hún um umsækj- endurna í ár. Námsfólkið hafi ekki áð- ur verið áberandi í hópi þeirra sem sækja aðstoðina fyrir jólin en það hafi breyst. „Gefum og gleðjum,“ segir Anna að lokum og vonast eftir góðri þátttöku í söfnuninni á morgun. laufey@mbl.is Átak Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur lið með því að dæla á bíl sinn hjá Olís og ÓB á morgun en 5 kr. af hverjum lítra renna til þeirra. Hjálpa okkur að hjálpa öðrum  Safnað til styrktar mataraðstoð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Mikið úrval af fallegum jólagjöfum www.facebook.com/spennandi - Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Púði kr. 7.900.- (dúnfylling) Púði kr. 7.900.- (dúnfylling) Karafla kr. 7.730.- (silfurhúðuð - 0,5l.) Servíettuhringir kr. 6.890.- (silfurhúðaðir 4 í pk.) Luktir - nokkrar gerðir verð frá kr. 13.900.- Armbönd frá kr. 11.700.- (hreind.leður + silfurhúðað)Treflar frá kr. 9.800.- (2 gerðir margir litir) Grifflur kr. 7.980.- (Nokkrir litir) Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Vertu þú sjálf, líka um jólin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.