Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 18

Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Henry London úr BAKSVIÐ Atli Vigfússon Laxamýri „Við byrjuðum hér í Árbót með Galloway-gripi í litlum mæli árið 1982, en fórum árið 1993 alfarið út í Galloway þegar við keyptu hóp af þessu kyni frá Sólheimabúinu í Skagafirði. Það er fegurðin, holda- farið og kjötgæðin á þessum skepnum sem heilluðu mig og þess vegna fór ég út í að fá mér þennan stofn.“ Þetta segir Hákon Gunnarsson bóndi í Árbót í Aðaldal sem hefur um langt árabil búið með holda- gripi ásamt konu sinni Snæfríði Njálsdóttur og sonum sínum þrem- ur. „Ég sá að það hentaði mér ekki endilega vel að búa bara með sauðfé og mér fannst Galloway- kynið passa mjög vel á harðbýlum svæðum eins og t.d. í Þingeyj- arsýslu. Galloway stofninn er hæg- vaxta en hefur mikið kulda- og veðurþol sem hin holdakynin hafa ekki eins mikið af. Þessar skepnur eru með mikinn og þéttan feld og þeim hentar mjög vel að liggja við opið, segir Hákon sem hefur mjög mikla ánægju af þessari búgrein. Hafa nýlega keypt Hríseyjarstofninn Það er í mörg horn að líta á Ár- bótarbúinu, en einn sonur þeirra hjóna, Viðar Njáll, er þeirra hægri hönd í búskapnum. Fjósið í Árbót er fullt og fjósið á Bergi í Aðaldal líka sem er í u.þ.b. 10 km. fjar- lægð, en sú jörð er líka í einnig í eigu ábúenda í Árbót. Gripirnir eru orðir 215, en þeim fjölgaði nýlega þegar Árbótarbúið keypti síðustu holdakýrnar og kálfana í Hrísey. Þetta eru alls 49 skepnur og voru þær fluttar með skipi í land og síð- an í Árbót. Þar af eru 23 kelfdar Galloway-kýr sem eiga að bera í apríl. Meðal þeirra er líklega elsta kýr landsins þ.e. Prímadonna sem verður 22 ára nú í desember. Hún gengur með sinn 17. kálf og ekki að sjá annað en að hún sé heilbrigð og hraust. Þessi hópur virðist una hag sínum vel, kann vel við sig úti og allar kýrnar eru mjög gæfar. Ástæðuna fyrir kaupunum segja þeir feðgar vera þá að þeir vilji nýta betur fjárfestingar í bygg- ingum og vélum auk þess að geta orðið við eftirspurn frá kjötvinnslu- fyrirtækinu Viðbót á Húsavík sem hefur mikinn markað fyrir kjöt af Galloway. „Þetta þýðir meiri velta og meira kjöt segir Hákon, sem segir að nóg kjöt þurfi að vera til fyrir ferðamannatímann. Mjög góð sala sé t.d. í nautakjöti frá því í apríl og fram eftir sumri en oft sé daufari tími seint á haustin og upp úr áramótum. Nýtt erfðaefni mun efla búgreinina Það hefur á vissan hátt birt til í holdanautaræktinni og þeir Hákon og Viðar Njáll eru bjartsýnir á framtíðina. Hákon segir að á viss- um tímapunkti hafi þessi búgrein verið komin í ákveðið þrot hvað varðar skyldleikaræktun en nú sé Alþingi búið að samþykkja inn- flutning á erfðaefni. Um leið og bændur sjái fram á það, aukist bjartsýnin, þó svo að framkvæmdin sé ekki endanlega ljós. Búast megi við reglugerð þar að lútandi í jan- úar nk. Þeir feðgar eru sammála um að til þess að viðhalda góðum og vel byggðum gripum sé lífs- spursmál að blanda núverandi stofni við óskylda einstaklinga. „Við komum alltaf til með að þurfa að borða, segir Hákon og brosir, en bætir því við að það þurfi að hafa almennilegt nautakjöt í landinu til þess að vera í takt við eftirspurn. Hann og Viðar Njáll sonur hans horfa björtum augum á þá tíma sem framundan eru og kaupin á Hríseyjargripunum í sl. viku eru merki um stórhug í holda- nautarækt. Holdagripir með mikil kjötgæði  215 holdanautgripir af Galloway-kyni í Aðaldal  Prímadonna, elsta kýr landsins, sem er 22 ára, gengur með sinn 17. kálf  Nýtt erfðaefni mun efla holdanautaræktina hér á landi Morgunblaðið/Atli Vigfússon Feðgar Viðar Njáll Hákonarson og Hákon Gunnarsson í Árbót hjá Galloway-kúnum sem nýlega komu úr Hrísey. Fiskeldisstöðin Ísþór hefur hug á að auka starfsemina enn frekar á næstu árum. Í undirbúningi er umsókn um rekstrar- og starfsleyfi fyrir tvöföld- un stöðvarinnar. Jafnframt hefur verið sótt um stækkun á lóð fyrir- tækisins í Þorlákshöfn í framtíðinni. Ísþór er seiðaeldisstöð sem sér Fjarðalaxi og Fiskeldi Austfjarða fyrir seiðum til áframeldis í sjókví- um. Er hún langstærsta seiðaeldis- stöð landsins. Fjarðalax er með mikil umsvif í fiskeldi á Vestfjörðum og er með áform um mikla aukningu. Fisk- eldi Austfjarða er í uppbyggingu á Austfjörðum, meðal annars í Beru- firði. Ísþór hefur nýlega lokið stækkun seiðastöðvarinnar og hefur nú að- stöðu til að framleiða 400-600 tonn af laxi. Í pípunum eru um þrjár millj- ónir seiða sem sett verða út á næsta ári. Sjókvíaeldið að aukast „Það er þróunin að stöðvarnar eru almennt að stækka. Þetta ferli tekur svo langan tíma að ákveðið var að sækja um stækkun seiðastöðvarinn- ar í tæka tíð,“ segir Jónatan Þórð- arson, eldisstjóri Ísþórs. Reiknar hann með að sótt verði um heimild til meira en tvöföldunar framleiðslunn- ar. Hún verði um 1200 tonn af fiski sem svarar til um 8 milljóna seiða. Jónatan segir að slík starfsemi rúm- ist innan núverandi skipulags. Stjórnendur Ísþórs eru farnir að hugsa til enn lengri framtíðar með því að sækja um stækkun lóðar sinn- ar í Þorlákshöfn. Bæjarstjórn Ölfuss hefur tekið vel í erindi fyrirtækisins. Við úthlutun á lóðinni þarf Ísþór að vinna deiliskipulag fyrir svæðið. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldi Seiðin frá Ísþór fara í sjókvíar á Vestfjörðum og Austfjörðum. Ísþór undirbýr tvö- földun seiðastöðvar  Fylgir eftir þróun í sjókvíaeldi Þegar vorar verður mjög líflegt í fjósinu í Árbót en þá bera allar holdakýrnar og flestar bera úti. Burðurinn gengur almennt vel og næsta vor er von á um það bil 70 kálfum. Það þarf mikinn heyskap handa öllum þessum naut- gripum en á undanförnum árum hefur mikið verið ræktað upp. Endurræktunarmöguleikar eru miklir á hinum svokölluðu Hvammsheiðartúnum sem eru alls um 63 ha. og eru þau að- allega í Árbótarlandi. Heynotkun er auðvitað mikil, en það er gam- an að gefa gripunum því Gal- loway-gripir hafa mikla heylyst og éta allt sem þeim er gefið. Holdagripir þurfa mikið hey LÍFLEGT Í FJÓSINU Elsta kýr landsins Holdakýrin Prímadonna er 22 ára gömul og tæplega er vitað um eldri kú hér á landi. Hún gengur með sinn 17. kálf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.