Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Gjafakort á bangsa í Bangsasmiðjunni og klukkustunda tímakort Verð 5.990 www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! Opið: Mánud. til fimmtud. kl. 14-22 Föstud. kl. 14 - 23 Laugard. kl. 12 - 23 Sunnud. kl.13 - 22 AF VETTVANGI Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Þoka liggur yfir Bekaa-dalnum í Líbanon fram eftir morgni. Þegar léttir til koma fjöll í ljós í fjarska. Þá horfa þúsundir flóttamanna í daln- um dreymnar til heimalandsins, Sýrlands, og minningarnar hrannast upp. Sumt vilja þeir muna, öðru gleyma. Flestir þrá þó ekkert heitar en að geta snúið aftur. En það verð- ur ekki í bráð. Stríðið geisar enn og árunum í Líbanon fjölgar. „Ég man vel eftir Sýrlandi, öllu þar. Frændi minn bjó við hliðina á mér. Hann passaði mig og við lékum okkur saman. Ég hugsa oft um Sýr- land. Og ég vildi óska þess að ég gæti farið þangað aftur,“ segir Walid, átta ára, og augnaráðið verð- ur fjarrænt um stund. Nú gengur hann í skóla í Líbanon. Hans stærsti draumur er að eignast reiðhjól. „Ég ætla mér að ná langt,“ segir hann ákveðinn um önnur framtíðarplön. „Því ég ætla að útvega mömmu minni allt sem hún þarfnast.“ Veturinn nálgast Í Sýrlandi bjó Walid í fallegu húsi, með fallegum garði. Síðan eru liðin nokkur ár og nú býr hann ásamt for- eldrum sínum, bróður og systur, í litlu tjaldi í Bekaa-dalnum. Á sumrin er hitinn steikjandi og þá verður óbærilega heitt í tjöldunum. Á vet- urna er ískalt, það getur rignt mikið og þá flæðir inn í tjöldin. Moldargöt- urnar á milli tjaldanna breytast í forarsvað á augabragði. Síðasti vet- ur var óvenjuharður. Þá voru dæmi um að börn frysu í hel. „Nú er vet- urinn að koma. Hann verður erf- iður,“ segir Shama sem átti gott líf í Sýrlandi þar til fyrir þremur árum er hún flúði ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Amena er í sömu sporum. Hún hefur einnig verið í Líbanon í þrjú ár með börnunum sínum. Hún kvíðir vetrinum. „Vet- urnir eru slæmir, mjög slæmir. Vatnið kemur inn af götunni inn í tjaldið, heimili mitt. Nú erum við að gera varnargarð svo að vatnið kom- ist ekki inn í vetur. Og það verður svo kalt,“ segir hún og stynur þung- an. Til að ylja sér kveikir fólkið á olíuofnum eða upp í eldstæðunum. Það hefur komið fyrir að eldur hafi læst sig í tjalddúkinn og heilu fjöl- skyldurnar brunnið inni. Engar flóttamannabúðir Líbanir hafa verið einstaklega gestrisnir þegar kemur að flóttafólki frá Sýrlandi og smám saman veitt því aðgengi að lágmarks heilsugæslu og skólum. En innviðir þessa litla lands voru veikir fyrir og hafa nú veikst enn frekar. Að þolmörkum er komið að ýmsu leyti hjá þessari 4,4 milljóna manna þjóð, sérstaklega í ljósi þess að nú blasir við sú ískalda staðreynd að flóttamennirnir munu ekki eiga þess kost að fara heim í ná- inni framtíð. Í Líbanon eru engar flótta- mannabúðir þrátt fyrir að um 1,1 milljón Sýrlendinga hafi flúið þang- að síðan stríðið braust út fyrir fimm árum. Hluti flóttafólksins, þeirra á meðal Shama og Amena, býr í óformlegum flóttamannabyggðum, þar sem nokkrum tjöldum er komið fyrir í hnapp á litlum landskikum. Allir þurfa að borga landeigendum leigu. Sumir þeirra níðast á flótta- Ljósmyndir/Dar Al Mussawir 5 stjörnu tjaldbúðir Vinkonur við heimili sitt, tjaldið, í flóttamannabyggð í Bekaa-dalnum. Göturnar eru malbikaðar sem er mjög fágætt. Það kalla þær „5 stjörnu tjaldbúðir“. Úr helvíti í djúpt skuldafen  Flóttinn frá Sýrlandi á sér engin fordæmi. 12 milljónir hafa flúið heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Helmingurinn er börn.  Fjórar milljónir hafa neyðst til að yfirgefa landið og eygja litla von um að snúa aftur heim í bráð, ef nokkurn tímann. Flestir eru flóttamennirnir í nágrannaríkjunum, þar á meðal um 1,1 milljón í Líbanon.  55 úr þessum hópi koma til Íslands nú í desember. Þar með er flótta þeirra lokið. 4,4 milljónir manna búa í Líbanon 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna hefur bæst við síðustu ár 1/5 hluti mannfjöldans í Líbanon er því flóttamenn Það jafngildir því að 80 000 flóttamenn kæmu til Íslands á innan við 5 árum  Sjá síðu 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.