Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 67
67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 árangur að fara varlega og kurt- eislega að fólki, og að fólk hefði tilhneigingu til að stoppa fugla eins og mig af, sem voru alltaf að reyna að upphefja sjálfa sig. Varð mér oft hugsað til setn- ingar úr Biblíunni sem segir: „Sá sem upphefur sjálfan sig mun nið- urlægður verða“. Þessi setning þýddi augljóslega, að það væri skynsamlegt, prakt- ískt talað, að vera hógvær, lít- illátur o.s.frv. og ég sá að það virkaði þegar ég prufaði það. Fór mig nú að gruna að ég þyrfti, í fyllingu tímans, að breyta yfir í lífsstíl mýktar og sátta… bæði til þess að menn bremsuðu mig síður af… og svo til að halda heilsunni. Mig fór líka að gruna að svona breyting úr hörku í mýkt gæti reynst grunnur að nýrri að- ferðafræði í hönnun og skipulagi. Einkenni þessar aðferðafræði væri að vinna meira með ferlum í tím- anum, en til þess þarf að temja sér þolinmæði! Ég lærði mikið á að stúdera gamla íslenska málshætti: „Bíða má sér til batnaðar“… „Sá fær byr sem bíður“. Í seinni málshættinum er vísað til eðlis ferla í náttúrunni: Byr mun gefast… það er ekki spurning um hvort, heldur hve- nær, því byrinn – þ.e. rétti tíma- punkturinn mun koma. Að bíða eftir rétta tímapunktinum krefst þolinmæði og visku, en takist mönnum þetta verður framkvæmd verkefnanna miklu auðveldari. Enska hugtakið „timing“ er nú orðið viðurkennt sem mikið lyk- ilatriði. Leið nú og beið og var ég stund- um að velta þessu fyrir mér. Eitt sinn þegar ég er að blaða í bókum í Eymundsson í Austurstræti, rekst ég á litla bók með fínlegri forsíðu. Hét hún Bókin um veginn og var einskonar ljóðabók skrifuð af kínverskum fræðimanni, Lao- Tse, fyrir um 500 árum. Þarna fór ég nú að blaða, og vöktu heiti „ljóðanna“ strax at- hygli mína: „Dyggðin er eins og vatnið“, „Starf í hógværð“ og „Skyldur mikilsverðari en kröfur“. Fór ég nú að skynja að hérna voru einhver mikil tíðindi að gerast í lífi mínu, og eftir að hafa blaðað í nokkurn tíma var ég allt í einu eins og lostinn eldingu! Ég stóð þarna alveg stífur og starði á bók- ina. Eftir nokkurn tíma lagði ég bókina frá mér og gekk út í borg- arlífið til að reyna að jafna mig og að reyna að byrja að skilja hvað þarna hafði gerst. Stuttu seinna keypti ég bókina og byrjaði að stúdera þá heims- mynd mýktar og aðlögunar sem þarna er útskýrð – en að vísu á frekar dularfullan hátt. Þegar ég kom til Kaliforníu og Berkeley í doktorsnám, sá ég að þar ríkti miklu meiri mýkt en í Evrópu og að bækur á borð við Bókina um veginn voru þar í há- vegum hafðar. Fór svo að það varð aðalverk- efni doktorsritgerðar minnar að útskýra vandkvæðin sem stöfuðu af hinni vestrænu, hörðu, heims- mynd, og sýna hvernig hægt væri að nota hina austrænu og mjúku heimsmynd til að finna leiðir til aðlögunar og samfléttunar í hönn- un og skipulagi. Húsarústir Móderníska úthverfið í Pruit ingo. Eina ráðið var að sprengja það upp. Róttækni í loftinu Stúdentar yfirtaka kennslustund í Berlín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.