Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 68

Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 ✝ Jónína Rann-veig Kjartans- dóttir fæddist að Kleifum í Ólafsfirði 29. september 1940. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 23. nóv- ember 2015. Jónína, eða Jóna eins og hún var allt- af kölluð, var dóttir hjónanna Kjartans Tómasar Guðjónssonar, f. 29.3. 1907, d. 7.12. 1998, og Halldóru Friðgerðar Maríasdóttur, f. 30.5. 1919, d. 30.10. 1970. Jóna fluttist með foreldrum sínum til Bolungarvíkur árið 1944. Hún var elst 10 systkina. Systkini Jónu eru Vilborg Guðný, f. 19.9. 1942, Kjartan Jóna og Jón Eggert eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Víðir, f. 31.1. 1956, búsettur á Akureyri, maki hans er Jóna S. Arnórsdóttir og eiga þau fjögur börn. 2) Margrét, f. 26.12. 1959, búsett í Reykjavík, maki hennar er Guðmundur Jón Matthíasson og eiga þau tvo syni. 3) Guð- mundur Þórarinn, f. 19.12. 1960, búsettur á Akureyri, maki hans er Vigdís E. Hjaltadóttir og eiga þau fjögur börn. 4) Frið- gerður Brynja, f. 4.3. 1963, bú- sett í Reykjavík, maki hennar er Páll Ingi Kristjónsson og á hann þrjú börn. 5) Svala, f. 12.3. 1967, búsett á Akureyri, maki hennar er Birkir Hreinsson og eiga þau þrjú börn. Jóna bjó lengst af í Bolung- arvík. Lengst af starfaði hún á leikskóla, bæði í Bolungarvík og í Reykjavík eftir að hún flutti þangað árið 1996. Útför Jónu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 3. desember 2015, og hefst athöfnin klukkan 13. Halldór, f. 5.9. 1944, d. 5.2. 1968, Gunnar Páll, f. 14.4. 1946, Hlíðar, f. 19.8. 1948, Sig- ríður, f. 5.6. 1950, Bergmundur Bær- ing Ólafur, f. 21.11. 1951, d. 24.9. 1985, Jónmundur, f. 12.7. 1955, María Sveinsína f. 11.1. 1957, d. 23.3. 1978, Reimar Hafsteinn, f. 24.11. 1958. Þann 16.4. 1960 giftist Jóna Jóni Eggert Sigurgeirssyni, f. 17.10. 1937, d. 15.12. 1995. For- eldrar hans voru Sigurgeir Sig- urðsson, f. 22.7. 1902, d. 29.7. 1995, og Margrét Guðfinnsdótt- ir, f. 29.3. 1909, d. 3.10. 1994. Nú er elsku mamma mín farin. Mamma var einstaklega góð og skemmtileg kona. Ég var svo heppin að eiga mömmu sem einn- ig var einn af mínum bestu vin- um, mamma bjó í Reykjavík, núna síðast í Mörkinni, þar leið henni vel, átti þar virkilega fal- legt heimili og góðar vinkonur. Mamma var alltaf fyrst til mín þegar ég eignaðist börnin mín. Þegar ég fótbrotnaði var mamma komin með fyrstu vél norður, alltaf tilbúin að gera það sem hún gat, sem var mér ómetanlegt. Oft áttum við fjölskyldan leið um Reykjavík og var þá alltaf komið fyrst til mömmu sem gjarnan var farin að bíða, svo var farið að erinda eitt og annað í borginni þegar við svo kíktum aftur á mömmu sagði hún alltaf: „Hvar hafið þið nú verið í allan dag?“ Það er skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um mömmu, á sama tíma bíð ég eftir fyrsta barnabarninu mínu sem við báðar vorum svo spenntar fyrir og töluðum mikið saman um. Jóna þín eignaðist yndislegan dreng, við eigum eftir að segja honum mikið frá þér. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, elsku mamma mín. Þín Svala. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra) Elsku mamma mín. Engin orð geta lýst því hversu erfitt mér finnst að þurfa að kveðja þig. Þú varst mér svo miklu meira en mamma, við vorum svo miklar vinkonur. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Við gátum endalaust hlegið saman. Það er skrýtin tilhugsun að geta ekki hringt í þig og ekki lengur komið við hjá þér á leið heim úr vinnu. Að lokum þakka ég fyrir allt, og bið um að góður guð styrki okkur öll, sem vorum þér svo kær. Guð geymi þig, elsku besta mamma mín. Þín Friðgerður. Mig langar að minnast tengda- móður minnar með örfáum orð- um, eða Jónu Kjartans eins og hún var alltaf kölluð. Ein af þeim minningum sem ég á um hana var þegar við Friðgerður ákváðum að fara til Cannes í Frakklandi og buðum Jónu að koma með okkur. Þetta átti að vera þægileg ferð með viðkomu í London. Þegar líður að því að við förum byrjar að gjósa í Eyja- fjallajökli með tilheyrandi röskun á flugi. Við vorum þá að velta fyr- ir okkur að fresta ferðinni, en þá heyrir Jóna að það standi til að fljúga frá Akureyri til Glasgow og spurði hvort við ættum ekki bara að keyra frá Reykjavík til Akureyrar og fljúga þaðan, það voru ekki vandamál hjá henni heldur bara lausnir. Hún ætlaði til Cannes með okkur að heim- sækja barnabörn sín, þau Jón Eggert og Stellu sem ráku þar hótel. Við flugum frá Akureyri til Glasgow og þar biðum við í 12 tíma, þaðan flugum við til Lond- on og svo til Nice í Frakklandi. Þetta var 24 tíma ferðalag en aldrei kvartaði Jóna. Ferðin var frábær og við skemmtum okkur mjög vel . Ég á eftir að sakna þess að koma á Suðurlandsbrautina til Jónu, fá pönnukökur og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Páll Ingi. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hafðu hjartans þakkir fyrir allt og allt, tengdamóðir mín til 40 ára. Guðmundur Jón Matthíasson. Í dag kveð ég þig, elsku tengdamamma sem reyndist mér svo vel frá mínum fyrsta degi innan fjölskyldunnar. Þegar við Víðir hófum búskap okkar varstu okkur innan handar. Ég gat allt- af leitað til þín þegar mig vantaði ráð varðandi heimilishaldið, hvort sem um var að ræða mat- argerð, sláturgerð eða sauma- skap, og voru þau fúslega veitt af hógværð og mildi. Ráðleggingar þínar hjálpuðu mér þá og mun ég alltaf búa að leiðsögn þinni. Hlý- hugurinn, væntumþykjan og hjálpsemin skein í gegn. Ég get svo sannarlega sagt að ég hafi unnið stóra vinninginn þegar kom að tengdamömmu, elsku Jóna mín. Ég fann það strax og ég kom inn í fjölskylduna hvað þú varst góð mamma, hlý og mild. En gast líka alveg verið föst fyrir, það þurfti líka. Börnin þín báru mikla virðingu fyrir þér, þú varst klett- urinn þeirra og fyrirmynd. Þér var svo mikið í mun að þeim gengi vel, þú fylgdist vel með öllu því sem þau gerðu. Alltaf spurðir þú mig að því hvernig gengi hjá Víði á sjónum og ég fann hvað þú varst stolt þegar ég sagði þér að það gengi vel. Þú varst einstök amma. Börn- unum mínum varstu svo góð og heimilið þitt stóð þeim alltaf opið. Þú fylgdist einstaklega vel með öllu því sem barnabörnin og svo síðar barnabarnabörnin gerðu, hvort sem það var í námi, vinnu eða í einkalífinu. Það var í raun ótrúlegt eftir því sem fjölgaði í hópnum hvað þú náðir að fylgjast vel með og af slíkum áhuga. En það gerðir þú svo sannarlega. Ég man svo vel eftir því þegar börn- in mín voru í grunnskóla, þá vildu þau alltaf hringja strax í ömmu og afa og segja einkunnirnar sín- ar. Og ég veit að þú varst svo stolt. Þér leið svo vel innan um börn- in þín og barnabörnin, þér fannst fátt betra en að vera með fullt hús af fólkinu þínu. Þá varstu svo sannarlega í essinu þínu, vildir vera með og taka þátt í gleðinni sem þú gerðir allt fram á síðasta dag. Það er svo erfitt og skrýtið að geta ekki hringt í þig, elsku tengdamamma, og fengið ráð við baksturinn eða eldamennskuna. Þú varst kletturinn, miðjan, höf- uð fjölskyldunnar. En nú ertu horfin á braut. Farnir ástvinir taka vel á móti þér, ég veit það. Takk fyrir allt, elsku tengda- mamma mín. Þín, Jóna. Það er sárt að setjast niður og skrifa þessi orð um elskulega tengdamóður mína. Jónu kynnt- ist ég sautján ára gömul þegar ég kom inn á heimili þeirra hjóna í Völusteinsstræti 14. Mín fyrsta heimsókn til þeirra er mér mjög minnisstæð en hana bar upp á sjómannadaginn sem var mikill hátíðisdagur í fjölskyldunni. Jóna bauð upp á bragðmikil vest- firsk svið sem mér þótti afar sér- stök á þeim tíma en lærði þó að meta og tók þann sið upp seinna meir. Jóna var afar umhyggjusöm og hlý kona sem setti sjálfa sig sjaldan í fyrsta sæti. Hún fylgd- ist alltaf vel með fjölskyldunni sinni og var viðstödd allar út- skriftir barnabarna sinna og stoltið leyndi sér ekki. Mér mun seint líða úr minni 30. ára afmæl- isdagurinn minn þegar þau hjón voru á leið vestur eftir dvöl í Reykjavík en ákváðu að taka smá krók og koma norður, mér alveg að óvörum. Þegar þau sáu undr- unarsvipinn á mér sagði Jóna skellihlæjandi: „Okkur datt bara í hug að líta við“ eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þótti mjög vænt um þessa óvæntu heimsókn þeirra sem sýndi vel væntumþykju hennar. Gaman þótti mér að fylgjast með því hve létt Jóna sinnti heimilisverkunum. Það var sama hvort það voru almenn húsverk, eldamennskan eða heilu skírnar- veislurnar, hún hristi þetta allt fram úr erminni og kræsingar á borð við frómas, jólaköku og pönnukökur voru bornar á borð án þess að maður tæki eftir því. Sú uppskrift sem stendur þó hæst er jólaísinn, sem mun án efa fylgja afkomendum hennar alla tíð. Líf Jónu snérist mikið um sjó og oft spruttu fram fjörugar um- ræður í eldhúsinu um sjó- mennskuna, pólitík og útgerð. Þetta var eitthvað sem ég þekkti ekki en átti eftir að kynnast. Í gegnum tíðina hefur mér því oft verið hugsað til hennar því sjó- mannskonur þurfa að vera sjálf- stæðar og það var hún Jóna svo sannarlega, þrátt fyrir mörg og erfið áföll í hennar fjölskyldu, alltaf stóð hún tengdamamma eins og klettur. Elsku tengdamamma, þakka þér fyrir son þinn og allar ljúfu stundirnar. Hugur minn og Guð- mundar var hjá þér síðustu dag- ana þína þó við værum fjarver- andi. Ég veit að nú líður þér vel í faðmi Nonna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom – Sb. 1871 – S. Egilsson) Þín tengdadóttir, Vigdís E. Hjaltadóttir. Elsku amma mín. Það er eitt- hvað svo óraunverulegt að sitja hér og skrifa þessi orð, svo ósanngjarnt, svo hrikalega sorg- legt. Þú varst þessi klettur sem hægt var að stóla á. Hlýjan og væntumþykjan, elsku amma, þú einstaka og góða kona. Þú varst ekki nema 37 ára þegar ég fæddist. Samband okk- ar var og verður alltaf einstakt. Þegar ég var að alast upp í Bol- ungarvík kom ég oft á dag til þín og afa, hvort sem það var til að detta inn í spjall, fá kóngabrauð, kökur eða pönnukökur eða horfa á vídeó, enda komumst við nú ekki oft í slíkan munað þar sem vídeótæki var ekki til á okkar heimili. Ég kann Stellu í orlofi ut- an að, en sú spóla var meira og minna í tækinu þegar við bræður vorum í heimsókn. Oft sat ég líka inni í stofu og hlustaði á tónlist. Reyndar sá ég eitthvað í þessum plötum ykkar afa sem jafnaldrar mínir voru ekkert hrifnir af en meistarar á borð við Ragga Bjarna og Alfreð Clausen fengu iðulega að hljóma þegar ég var í heimsókn. Svo margar dýrmætar minn- ingar. Ferðalögin með ykkur afa inn í Reykjanes, kríurúnturinn sem ég og þú fórum í og þú varst eitthvað annars hugar og keyrðir út af og baðst mig um að segja afa ekki frá, eða allar næturnar sem við systkinin skiptumst á að gista hjá þér á meðan afi var úti á sjó. Yndislegar minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Ein af fyrstu bernskuminningum mín- um tengist þér. Þá varst þú að fylgja mér heim á dimmu vetr- arkvöldi. Stjörnurnar nutu sín sem aldrei fyrr. Ég spurði þig hvað þessar stjörnur væru eig- inlega. Þú sagðir mér að þetta væru englarnir að kíkja niður úr himnaríki. Og nú ert þú einn af þessum englum, elsku hjartans amma mín. Fylgist með okkur, vakir yfir mér og passar mig. Varst dugleg við það, að reyna að passa mig. Þegar ég hafði aldur til að fara á mitt fyrsta ball sagðir þú: Valdimar minn, er þessi sam- koma nú eitthvað fyrir þig? Og þar við sat, ég fór bara niður á vídeóleigu og tók spólur fyrir okkur, sleppti þessu balli. Eins á erfiðum tímum í lífi mínu tókstu ekki annað í mál en að ég gisti hjá þér. Alltaf með opinn faðminn, elsku amma mín. Þú varst alveg einstök kona, hallmæltir aldrei nokkrum manni og settir alltaf alla aðra en sjálfa þig í fyrsta sætið. Þurftir að passa að allir hefðu það gott, hefðu nóg að borða og liði vel. Ef maður spurði þig um líðan þína sagðir þú yfirleitt að þú hefðir það fínt. Kvartaðir ekki. Þú varst Víði Jökli yndisleg langamma. Honum þótti svo vænt um þig, fannst svo gott að koma til þín. Takk fyrir að vera honum svona góð, elsku amma mín. Ég er svo þakklátur fyrir sam- verustundirnar sem við áttum á afmælisdaginn þinn núna í lok september. Þá eldaðir þú kjöt- súpu fyrir allt fólkið þitt. Líf og fjör á fallega heimilinu þínu. Á af- mælisdaginn hans afa fórum við svo saman í hádegismat til Nonna bróður og svo í ísrúnt á eftir. Þú varst ekki tilbúin að fara. Ætlaðir að vera lengur með okk- ur. En þessum kafla er lokið og næsti tekur við. Ég veit að Nonni afi og elsku Stella systir taka vel á móti þér. Við hittumst svo síðar, elsku besta amma mín. Þinn, Valdimar. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp í sama bæjarfélagi og Jóna amma og Nonni afi. Þau bjuggu miðsvæðis í Bolungarvík og voru mjög „í leiðinni“, hvort sem erindið var skólatengt, tóm- stundatengt, eða bara búðarferð. Því var ég heimagangur hjá þeim alla mína barnæsku og gisti iðu- lega mörgum sinnum í mánuði. Barnabókahöfundar síðustu ald- ar höfðu örugglega Jónu ömmu í huga þegar þeir skópu ömmur sinna sagna, svo vel passaði hún við ímyndina af hinni hefðbundnu ömmu. Hún var síbakandi, átti alltaf ís í kistunni, mögulega nammi í skúffu og gos í ísskápn- um. Hún var óskaplega ljúf og mild og man ég ekki til þess að hún hafi byrst sig við okkur systkinin þótt við værum fjögur og oft sláttur á okkur. Hún hafði þann hæfileika að fá mann til að vilja haga sér og breyta rétt án þess að hafa mikið fyrir því. Fyr- ir hlut ömmu og afa í æskunni verð ég ævinlega þakklátur og Jónína Rannveig Kjartansdóttir Þann 16. nóvem- ber sl. kvaddi þenn- an heim hjartkær tengdamóðir mín, Sesselja G. Sigurðardóttir, eftir stutt veik- indi. Hún Sella, eins og hún var ávallt kölluð, var einstök kona, alltaf jákvæð og alltaf glöð. Ég mun ekki bara minnast hennar sem bestu tengdamömmu sem hægt er að eiga, heldur einnig sem góðrar vinkonu og auka- mömmu. Ég var aðeins sautján ára þeg- ar ég flutti inn á heimili tengda- foreldra minna að Hlíðargerði 6 og hjá þeim bjuggum við Helgi minn þegar við eignuðumst okk- ar fyrsta barn, hana Önnu Maríu. Það var ómetanlegt að búa hjá tengdamömmu aðeins nítján ára og með fyrsta barn. Hún kunni sko á því tökin þegar magakveisa angraði litla krílið. Hún Sella mín var aðeins þrjá- tíu og fimm ára þegar hún kom inn í líf mitt og mér fannst hún einhver flottasta kona sem ég hafði kynnst. Hún var alltaf flott- ust í klæðaburði, hárið óaðfinn- anlegt og aldrei var rykkorn að finna á heimilinu, þið sem þekkt- uð hana vitið að ég er ekkert að ýkja. En undir þessu reisulega og flotta yfirbragði var kona sem hafði ýmislegt mátt reyna og lífið var henni ekki bara dans á rós- um. Innan við tvítugt gekk hún í gegnum erfiðan móðurmissi með tvo unga bræður sem hún varð að hugsa um meira og minna. Síðar í lífinu mátti hún svo þola sviplegan sonarmissi þegar Jón Ólafur, yngsta barn tengdafor- eldra minna, lést í bílslysi aðeins tólf ára gamall. En hún Sella mín Sesselja Guðmunda Sigurðardóttir ✝ Sesselja Guð-munda Sigurð- ardóttir fæddist 4. september 1930. Hún andaðist 16. nóvember 2015. Sesselja var jarð- sungin 30. nóv- ember 2015. stóð ætíð bein í baki gegnum áföllin og aldrei var á henni að sjá að hún væri að brotna undan þung- anum. Hún var eins og glæsilegt tré sem bognar en brestur ekki, þótt ágjöfin sé mikil. Síðustu árin hafa þær búið tvær saman, Sella og hún Sigríður, mágkona mín, sem bundin er við hjólastól og dásamlegt hefur verið að sjá hversu vel þær hafa stutt hvor aðra í gleði og sorg, sérlega eftir lát hans Guðmundar tengda- pabba fyrir níu árum. Ég held að það hafi ekki verið fyrr en þegar hann Helgi minn lést eftir erfið veikindi 2013 að aðeins mátti sjá hana kikna en áfram studdi hún mig og huggaði, eins og hún hafði alltaf verið til taks fyrir mig gegnum þau 50 ár sem líf okkar fléttaðist saman. Elsku Sella mín, ég sakna þín svo óumræðilega mikið en ég veit að margir tóku fagnandi á móti þér í eilífðinni. Ég mun geyma mynd þína í hjarta mér og minningu um bestu tengdamömmu sem nokkur get- ur hugsað sér. Þú ert mín hug- mynd að einstakri hversdags- hetju. Mágkonum mínum, Stefaníu, Kristínu og Sigríði, og fjölskyld- um þeirra bið ég Guðs blessunar. Þín tengdadóttir, Sigrún Sjöfn. Elsku amma, nafna og góð vin- kona er farin til himna. Það er skrýtið að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í hana eða komið í heimsókn í Skrið- ustekkinn þar sem maður var alltaf velkominn. Henni fannst alltaf jafn gaman að sjá mann. Þegar maður kom í heimsókn á daginn var amma klædd í elegant hversdagsföt með skyggð töff- aragleraugu en á kvöldin var hún komin í blágræna silkináttkjól-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.