Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
að smakka á ár hvert, þá einna
helst vanilluhringjanna.
Já, tilhlökkun var ávallt mikil
að koma í ömmu- og afahús. Við
systur minnumst þín með mikl-
um söknuði en varðveitum nær-
veru þína í minningum okkar og
þeim fjölmörgu myndum sem við
nutum að skoða með þér heima í
stofunni í Brautarás og Katrínar-
lind.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur
horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín
lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig
geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir.)
Sofðu rótt, elsku amma.
Þín barnabörn,
Ólöf Karla og Þórunn Elísa.
Elsku amma, margar yndis-
legar minningar streyma um
hugann, þegar ég hugsa um
stundirnar sem við áttum saman.
Amma mín svo brosmild, traust
og hjartahlý, já það mætti manni
alltaf opinn faðmur í Hlyngerð-
inu hjá ömmu og afa. Amma sá til
þess að hver dagur yrði ógleym-
anlegur. Elsku amma mín,
ógleymanleg í huga mér, þú ert
amman sem öll börn ættu að fá að
kynnast. Minning þín mun lifa
með mér og henni mun ég deila
með mínum börnum.
Elsku amma mín, það er sárt
að kveðja, ég þakka fyrir allar
stundir sem við áttum saman.
Gott er minningar að geyma
um okkar góðu stundir hér.
Amma, þér mun ég aldrei gleyma,
Þú ert og verður í huga mér.
Þín nafna,
Dagrún Þórisdóttir.
Elsku amma, eða amma í
Hlyngerði eins og ég kallaði þig
alltaf. Ég minnist þess hvað þú
varst alltaf glöð, umhyggjusöm
og hjartahlý. Ég minnist gleðinn-
ar þegar brugðið var á leik í garð-
veislunum hjá ykkur afa í Hlyn-
gerði þar sem þú varst að
sjálfsögðu í aðalhlutverki enda
engin grillveisla án ömmu. Einn-
ig minnist ég með gleði heim-
sóknanna í Brautarási og allra
hlaðborðanna sem reidd voru
fram hvort heldur var á matar-
eða kaffitímum þar sem pabbi,
bræður og fjölskyldur komu sam-
an og slegið var á létta strengi.
Mér er alltaf efst í huga hversu
stutt var í brosið og gleðina hjá
þér og hversu auðveldlega þú
náðir að fá aðra til að brosa og
gleðjast. Jafnvel út öll þín veik-
indi þá hélstu alltaf eftir brosinu
þínu og hjartahlýju. Mér fannst
sárt, eftir að þú veiktist, að sjá
þig fjarlægjast okkur smátt og
smátt með hverju árinu sem leið
og sjúkdómur þinn ágerðist en
um leið gladdist ég fyrir þína
hönd að þú værir þó í það
minnsta ekki vansæl því ég heim-
sótti þig aldrei nema að stórt
bros kæmi við sögu. Enda er ég
viss um að í huga þínum þá varst
þú á einhverjum góðum stað að
minnast gamalla gleðistunda með
þínum nánustu. Ég vildi óska að
börnin mín hefðu öll fengið að sjá
„ömmu í Hlyngerði“ eins og hún
var því það var svo sannarlega sú
langamma sem hvert barn hefði
viljað eiga. En þrátt fyrir að þú
værir kannski ekki alltaf viðstödd
í huga þínum þegar ég kom með
langömmubörnin í heimsókn þá
dýrkuðu þau þig samt því þú
varst bara það hjartahlý og það
var sú skynjun sem skipti þau
máli. Elsku amma mín, þú ert
áreiðanlega á betri stað núna og
búin að fá hvíldina sem þú verð-
skuldar eftir erfiða baráttu und-
anfarin ár. Megi Guðs englar
geyma þig, elsku amma mín, og
takk fyrir að hafa verið svona góð
amma.
kveðja,
Sigurjón og fjölskylda.
Elsku besta amma. Þrátt fyrir
að aðdragandinn að hinstu
kveðjustundinni hafi verið langur
þá er eitt það erfiðasta sem við
höfum gert að ganga út úr her-
berginu þínu síðasta sunnudag
vitandi að við myndum ekki hitta
þig aftur. Missir allra í fjölskyld-
unni er mikill en við erum samt
sem áður þakklátar fyrir að þú
sért búin að fá hvíldina sem þú
þurftir á að halda.
Við systur erum innilega þakk-
látar fyrir allar minningarnar
sem við eigum með þér og þau tvö
ár sem Hrafntinna Björk fékk til
að kynnast langömmu sinni. Ný-
fæddu tvíburarnir hennar
Söndru Rúnar og ófæddi molinn
hennar Lenu Bjargar fá því mið-
ur ekki að hitta langömmu sína.
Við munum þó sjá til þess að þeir
fái að kynnast þér í gegnum þær
góðu minningar sem við eigum
um þig.
Við minnumst þín fyrst og
fremst sem hlýrrar, hógværrar,
glæsilegrar, hæfileikaríkrar og
vandvirkrar húsmóður sem helg-
aði sig algjörlega fjölskyldunni
sinni. Það var alltaf svo gaman að
fá að koma og gista hjá þér og
afa. Sérstaklega skemmtileg
fannst okkur öll vídeó-kvöldin
sem við áttum með ykkur niðri í
kjallara í Brautarásnum, allar
sögurnar sem þú sagðir okkur
áður en við fórum að sofa, hversu
notalegt var þegar þú pakkaðir
okkur inn í sængina áður en við
fórum að sofa og hversu fyndið
okkur fannst hvað þú passaðir vel
upp á okkur meðal annars með
því að raða stólum í kringum allt
rúmið svo við myndum ekki detta
framúr. Síðan var alltaf svo góður
matur hjá ykkur en þú spurðir
okkur alltaf álits á því hvað við
ættum að borða. Við vorum sér-
staklega stoltar yfir öllum búð-
arferðunum í Nóatún sem þið
treystuð okkur fyrir að fara í til
að kaupa það sem var á óskalist-
anum en þá fengum við klink í
buddu sem þú lést okkur fá.
Okkur fannst einstaklega
skemmtilegt að fá að gramsa í
geymslunni ykkar með þér og
máta gömul föt af þér. Síðan
héldum við systur tískusýningu
fyrir þá sem voru í heimsókn. Við
minnumst líka allra kringluferð-
anna sem þú fórst með okkur í en
þú hafðir alltaf mikinn áhuga á
vönduðum og fallegum fötum. Þú
varst líka alltaf svo glæsileg en
okkur fannst þú svo ótrúlega lík
Vigdísi Finnbogadóttur.
Fyrir um tíu árum breyttist
margt þegar þú varst greind með
alzheimer. Í staðinn fyrir að þú
stæðir vaktina í öllum boðum,
eldaðir allan mat á heimilinu og
dekraðir við alla í fjölskyldunni
fengum við loksins að borga þér
til baka það sem þú hafðir gert
fyrir okkur. Sandra Rún átti
ómetanlegar stundir með þér
þegar hún þreif íbúðina ykkar í
nokkur ár. Við fjölskyldan áttum
notalegar stundir með ykkur afa
þegar pabbi og mamma elduðu
fyrir ykkur á þriðjudögum. Síðan
fékk Lena Björg tækifæri til að
verja yndislegum tíma með þér í
Fríðuhúsi í tvö sumur. Afi hefur
staðið við hlið þér eins og klettur í
gegnum öll veikindin og Valdi
hefur ekki vikið frá þér.
Elsku amma, það er svo sárt
að kveðja þig en við vitum að þér
líður betur þar sem þú ert núna.
Takk fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman og að hafa
reynst okkur svona vel.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Lena Björg og Sandra Rún.
✝ GuðrúnJónsdóttir
fæddist 12. júlí
1922 að Fagurhóls-
mýri í Öræfum.
Hún lést 27. nóv-
ember 2015 á elli-
heimilinu Grund í
Reykjavík.
Hún var dóttir
hjónanna Guðnýjar
Aradóttur, f. 2.7.
1891, d. 15.11. 1976,
og Jóns Jónssonar, f. 12.2. 1896,
d. 4.3. 1976.
Systkini Guðrúnar voru Ari
Jónsson, f. 1.5. 1921, d. 14.10.
2000, Guðjón Jónsson, f. 21.5.
1924, d. 31.8. 2013, Jóhanna
Börn Alfreds frá fyrra hjóna-
bandi eru Árni Reynir, maki
Saga Steinþórsdóttir, börn
þeirra eru Steinþór Nói og Kol-
brá Eva, Guðrún Lára, maki
Guðlaug Birna Aradóttir, börn
þeirra eru Ragna Lára og
Krumma Liv. Börn Sigrúnar
Pálínu eru Elísabet Ósk Sigurð-
ardóttir, börn hennar eru Aron
Pétur Magnússon og Viktor
Stummann Hansen, Bjarki Sig-
urðarson Blöndal, maki Kristín
Ósk Sigurbjörnsdóttir, barn
þeirra er Elísabet Pála og á
Bjarki Tómas Val frá fyrra sam-
bandi, Sólveig Hrönn Sigurð-
ardóttir, maki Theis Brøndel,
börn þeirra eru Pálína Dís og
Ísak Örn.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 3. des-
ember 2015, kl. 14.30.
Þuríður Jónsdóttir,
f. 12.12. 1925, Sig-
þrúður Jónsdóttir,
f. 29.12. 1929, d.
14.6. 1999, Sigur-
geir Jónsson, f.
24.5. 1932, d. 27.11.
2015, Gústaf Albert
Jónsson, f. 24.12.
1933, d. 29.12. 1954,
og Sigríður Jóns-
dóttir, f. 21.8. 1936.
Eiginmaður Guð-
rúnar var Gunnar S. Jónsson frá
Ólafsvöllum á Skeiðum, f. 17.11.
1922, d. 4.4. 1976. Kjörsonur
Guðrúnar og Gunnars er Alfred
Wolfgang Gunnarsson kvæntur
Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur.
Elsku mamma mín, nú ertu
komin til pabba, afa, ömmu og
fimm systkina sem ég veit að þú
saknaðir.
Ég veit að nú situr Sigurgeir
bróðir þinn á fallegum grasbala
með harmonikkuna sína og spilar
polka, ræl og vals og þið dansið
eftir og hafið gaman af.
Þegar þú varst ung þá voruð
þú og pabbi beðin um af þýskri
vinkonu þinni að passa lítinn, ný-
fæddan drenghnokka svo hún
gæti sinnt störfum sínum.
Mál æxluðust síðan þannig að
þessi drengur varð ættleiddur af
þér og pabba og ólst hann síðan
upp í móður- og föðurlegri ást.
Nú situr þessi drenghnokki
hér 62 árum síðar og ritar þessi
orð grátandi og með djúpan
söknuð í hjarta.
Þú og pabbi kennduð mér allt
sem hefur gert mig að þeim
manni sem ég er í dag og er ég
stoltur maður að hafa fengið að
kalla þig móður mína.
Það var mitt lán að þú tókst
mig að þér og var engin spurning
um að þú bast sterk kærleiks-
bönd við mig.
Það var aldrei spurning um að
þú varst móðir mín og fyrir það
er ég þér ómetanlega þakklátur.
Einnig er ég þér ómetanlega
þakklátur fyrir hvernig þú varst
amma fyrir börnin mín, Árna
Reyni og Guðrúnu Láru og börn-
in hennar Pálu minnar, hennar
Elísabetar, Bjarka og Sólveigar,
sama er með öll langömmubörnin
tíu, þú elskaðir allan þennan hóp
og þar skiptu blóðbönd engu
máli.
Þú varst þannig gerð kona að
þú sást alltaf til þess að mig vant-
aði aldrei mat eða klæði, þú hafð-
ir tekið að þér þennan dreng og
þá myndi hann aldrei finna annað
en að þú elskaðir hann sem þinn
eigin son.
Hvert skipti sem ég kom til Ís-
lands í heimsókn eftir flutning til
Danmerkur, þá tókst þú alltaf á
móti mér með orðunum: „Elsku
strákurinn minn“, og var greini-
leg móðurástin.
Fyrir ofan höfðalagið þitt hékk
fermingarbænin þín sem hljóðar
svona:
Jeg trúa vil, jeg trúi nú;
Jeg trúi, að Jesús fyrir mig dó;
það er sú heilög, himnesk trú,
Sem hjarta veitir frið og ró.
Jeg trúi’ að afmáð sje mín synd,
því syndir allar Drottinn bar;
Hans blóð er enn sú blessuð lind,
Sem burt fær þvegið syndirnar.
Þessi fermingarbæn var þér
mikils virði og hengdi ég hana
glaður yfir mitt höfðalag og
hugsa með gleði til þín með djúpu
þakklæti, virðingu og sonarást
þegar ég leggst til svefns hverja
nótt.
Elsku mamma mín, hvíl í friði
umvafin englum og við sjáumst
aftur þegar minn tími kemur.
Þinn sonur,
Alfred Wolfgang
Gunnarsson.
Elsku tengdamamma mín.
Í dag lagðir þú af stað í ferða-
lag sem bíður okkar allra.
Mig langar til að þakka þér
fyrir samfylgdina undanfarin 22
ár.
Ég hugsa til þín með virðingu
og kærleika. Þú varst svo sterk á
þinn yfirvegaða og rólegan hátt.
Þú horfðir alltaf svo stolt á hann
Alla þinn og setningin: „Elsku
strákurinn minn,“ sagði allt um
þig. Það var mér ómetanlegt
hvernig þú studdir mig og gladd-
ist með mér í minni baráttu. Þú
fylgdist með, last allt sem skrifað
var og fylgdir mér hvert sem var.
Það var ómetanlegt að finna
hvernig þú fylgdir mér í trúnni og
það var gott að finna hversu stolt
þú varst af þessu brölti mínu. Það
kostaði þig mikið, þú misstir eina
barnið þitt til Danmerkur. Aldrei
léstu mig finna annað en stuðning
þrátt fyrir hversu sárt það hefur
verið fyrir þig. Við áttum mörg
samtölin þar sem þú sagðir mér
frá sjálfri þér og hvernig það var
að eignast Alla þinn. Það hefur
verið erfitt fyrir þig að passa
hann og vita ekki hvort hann yrði
sóttur einn daginn. Ég er svo
þakklát þér fyrir hvernig þér
tókst að elska hann og kenna
honum að blóðbönd eru ekki það
mikilvægasta.
Þess njóta börnin mín sem ým-
ist kalla hann Alla pabba eða bara
pabba. Takk fyrir að verða amma
fyrir börnin mín og sendingarnar
með hlýju vettlingunum sem þau
njóta enn. Á meðan ég skrifa
þetta uppi í himninum í flugvél á
leiðinni til að halda utan um
strákinn þinn sé ég fallega brosið
þitt og mjúka vangann þinn. Ég
lofaði í hvert skipti sem ég kvaddi
þig að passa upp á hann og elska
hann og því lofa ég líka núna.
Vertu blessuð, elsku tengda-
mamma mín, góða ferð og megi
Guð geyma þig. Við sjáumst þeg-
ar minn tími kemur.
Kærleikskveðja,
Sigrún Pálína
Ingvarsdóttir (Pála).
Minningarorð um Guðrúnu
ömmu.
Elsku amma okkar, nú er
kveðjustundin runnin upp. Okkur
finnst erfitt að kveðja þig en við
vitum að þú varst þó tilbúin fyrir
þó nokkru og vildir fá að fara. Við
elskuðum þig svo mikið og erum
svo þakklát fyrir að þú varst
amma okkar. Hvergi var betra að
vera en heima hjá þér í Skafta-
hlíðinni.
Maður hljóp upp stigann og á
móti manni kom þessi yndislega
flatkökubaksturs-, heimilis-,
ömmulykt og amma með út-
breiddan faðminn og alltaf allan
tíma í heimi fyrir mann. Þegar
við vorum saman fengum við
óskipta athygli og allt annað var
látið bíða.
Núna á jólunum hugsum við til
allra jólafríanna sem við fengum
að vera hjá þér í Skaftahlíðinni.
Þegar þú tókst okkur með þér í
strætóferðir niður í miðbæ á að-
ventunni og leiddir okkur að öll-
um gluggunum með jólasveina-
skreytingum. Aldrei varstu að
sinna neinum erindum í leiðinni,
við bara gengum á gluggana og
stoppuðum eins lengi og við vild-
um. Þú varst svo nægjusöm, það
var svo gaman að skreyta litlu
grenigreinina hver jól með fal-
legu blómaseríunni. Fallega
rauða jólaserían á svölunum gaf
jólunum sinn keim. Alltaf komu
margir gestir til þín og allir fengu
hlýjar móttökur. Þarna var ekk-
ert til sem hét stress.
Þakklæti er efst í huga á þess-
um tímamótum. Þakklæti fyrir
þá athygli sem þú gafst okkur.
Þann tíma sem við fengum með
þér. Þú hvattir okkur til dáða í
leik og starfi. Gafst okkur svo
mikla nærveru og nánd og vænt-
umþykju og gerðir okkur að
betra fólki. Þú varst okkur svo
mikil fyrirmynd. Hvernig þú
nálgaðist smæstu og stærstu
hlutina í lífinu. Alltaf með dugnað
og æðruleysi að leiðarljósi. Ekk-
ert raskaði því. Þú reiddist okkur
aldrei. Þú hafðir lag á því að
benda okkur á réttar brautir með
lagni.
Þú talaðir alltaf við okkur eins
og við værum fullorðið fólk. Það
að hafa fengið að eiga þig sem
ömmu var ómetanlegt. Við vorum
alltaf með öryggisnet, okkur gat
ekki mistekist. Það var alltaf
hægt að leita til ömmu.
Þú ólst upp í sveit en eyddir
megninu af ævi þinni í Hlíðunum.
Þú varst elst af stórum systkina-
hópi.
Misstir manninn þinn tiltölu-
lega ung. Vannst úti á vinnu-
markaðnum alla tíð og oft í fleiri
en einu starfi, áttir stórt og fal-
legt heimili þar sem þú leigðir oft
út herbergi til túrista til að létta
undir rekstrinum. Áttir marga
vini og kunningja. Varst bakhjarl
hjá mörgum þegar á móti blés.
Passaðir upp á fjölskyldumeðlimi
og vini. Dyrnar þínar voru alltaf
opnar öllum.
Lyktin, hlýjan, öryggið. Þegar
við viljum fara á besta stað í hug-
anum förum við heim til þín í
Skaftahlíðina. Við elskum þig,
elsku amma, og þú munt alltaf
lifa í hjörtum okkar.
Við ætlum að enda þessu
kveðju á síðustu bæninni í kvöld-
bænaröðinni okkar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi faðir þér ég sendi.
Bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Þín barnabörn,
Árni Reynir og Guðrún Lára.
Elsku Guðrún. þú ert nú horfin
úr hópi lifenda, en minningin um
einstaka konu lifir áfram í hugum
fjölskyldna okkar. Þér kynnumst
við árið 1978 er við fluttum í
næsta nágrenni við þig í Skafta-
hlíðinni. Við vorum þá með þrjú
börn, en fljótlega kynntumst við
og þau þér, sem elskulegri og
hlýrri konu. Samskiptin við þig
jukust fljótt og þú reyndist börn-
unum góður stuðningsaðili sem
þau leituðu oft til bæði á þínu og
okkar heimili. Á þessum tíma og
síðar varst þú illa haldin af liða-
sjúkdómi, en þú fórst í nokkrar
aðgerðir og náðir þér nokkuð inn
á milli.
Mótlætið lést þú ekki buga þig
en sinntir hugðarefnum eftir
föngum, vannst einnig utan heim-
ilis um langt skeið við umönnun
þroskaheftra. Seinna komu svo
þrjú barnabörn okkar til sögunn-
ar og áttu þau þá hlauptak hjá
þér. Þú varst ávallt þátttakandi í
hátíðarviðburðum fjölskyldunnar
bæði heima og í ferðalögum. Við
söknum þín og kveðjum þig nú
með hlýhug.
Hulda, Víðir og fjölskylda.
Nunna, Guðrún Jónsdóttir, er
látin í hárri elli. Við systkinin í
Lönguhlíð og mamma okkar,
Unnur Kolbeinsdóttir, sem var
náin vinkona Nunnu, viljum
senda samúðarkveðjur með örfá-
um línum vegna andlátsins.
Nunna var gift Gunnari Jónssyni,
sem látinn er fyrir mörgum ár-
um, en hann var dyravörður í
Fjármálaráðuneytinu. Á milli
pabba okkar systkina, Sigurðar
Ólasonar, lögfræðings, sem vann
lengst af í Fjármálaráðuneytinu,
og Gunnars var mikil vinátta.
Vináttan varð einnig djúp og
sterk á milli Nunnu og mömmu
en báðar lifðu þær menn sína og
umgengust náið árum saman. Við
systkinin kynntumst Gunnari og
Nunnu vel og síðar Alla syni
þeirra.
Stjórnarráðsferðalögin og
margskonar skemmtiferðir þar
sem Gunnar og Nunna voru
hrókar alls fagnaðar með foreldr-
um okkar eru okkur ofarlega í
huga þegar við rifjum upp forna
daga.
Tvö okkar systkinanna, Þór-
unn og Guðbjartur, urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að dveljast mörg
sumur á Kvískerjum en Nunna
var náskyld þeim Kvískerja-
systkinum og hafði milligöngu
um þessa sumardvöl. Fyrir þetta
og margt fleira viljum við þakka
Nunnu, sem nú kveðjur okkur og
þá sérstaklega vill Unnur
mamma okkar þakka Nunnu fyr-
ir tryggð og margar góðar stund-
ir á meðan heilsa Nunnu leyfði.
Nunna var hjartahlý og brosmild,
alltaf tilbúin til að hjálpa þar sem
þess var þörf og var mömmu oft
mikill stuðningur að henni.
Mamma þakkar henni einstaka
vináttu og mikilvæga í gegnum
langa ævi.
Við sendum Alla og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum fyrir minningu
hennar Nunnu.
Unnur Kolbeinsdóttir og
systkinin í Lönguhlíð.
Guðrún Jónsdóttir
Okkar ástkæri,
HJALTI KRISTJÁNSSON
frá Hvammi við Fáskrúðsfjörð,
sem lést þann 25. nóvember á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði, verður jarðsunginn frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 5. desember
og hefst athöfnin klukkan 14.
.
Ellý María Kristjánsson,
Kolbrún Hjaltadóttir, Ólafur Tómasson,
Elsa Guðrún Hjaltadóttir, Jógvan J. Jacobsen,
Guðmundur Hjaltason, Birna Þórarinsdóttir,
Dagný Hjaltadóttir, Ingólfur G. Ingólfsson,
Hjördís Jóhanna Hjaltadóttir, Jóhann Ólafsson,
Ingólfur Hafsteinn Hjaltason, Steinunn Elísdóttir,
Anna Karen Hjaltadóttir, Anton Fernandez,
Elva Hildur Hjaltadóttir, Kristinn Bjarnason.