Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Helgi Björns fagnar útgáfu nýrrar plötu, Veröldin er ný, með útgáfu- tónleikum í kvöld kl. 21 í Gamla bíói og verða hljóðfæraleikarar að mestu þeir sömu og á plötunni en á henni leika Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson, Sam- úel Jón Samúelsson, Ívar Guð- mundsson, Óskar Guðjónsson, Viktor Árnason og Áskell Más- son. Á plötunni syngur einnig Sigríður Thorla- cius. „Þetta er æðislegur hópur, „crème de la crème“ eins og sagt er. Það var virkilega gaman að vinna plötuna með þeim,“ segir Helgi um þetta einvalalið tónlistarmanna. „Ég fer á Land Rover frá Mý- vatni á Kópasker“ er fyrsta lagið sem fór í útvarpsspilun af plötunni og naut afar mikilla vinsælda í sum- ar enda einkar grípandi og skemmtilegt. Í kjölfarið fylgdi svo hið notalega „Lapis Lazuli“, ekki minni eyrnaormur sem hefur verið mikið leikinn í útvarpi. Fleiri slíka mætti tína til af plötunni sem kom út fyrir skömmu. Nær öll lögin á plöt- unni sömdu þeir Helgi og Guð- mundur Óskar í samvinnu og alla texta nema einn samdi Helgi með Atla Bollasyni. Gjöfult samstarf Blaðamaður ræddi síðast við Helga í september í fyrra, nokkrum dögum áður en hann hélt í ferð um landið til að fagna 30 ára ferils- afmæli sínu. Með í för var fyrr- nefndur Guðmundur Óskar, fjölhæf- ur tónlistarmaður og bassaleikari Hjaltalín. Svo virðist sem þeir Helgi hafi smollið saman eins og flís við rass. „Það er greinilega mjög skemmtilegt og gjöfult samstarf og gerðist bara óvart þegar við fórum af stað í ferðina. Þá áttum við tveir þetta lag, höfðum samið það ein- hvern tíma og hann geymdi það bara í símanum hjá sér og svo þegar ég var að fara að henda í lag fyrir ferðina dró hann það upp. Ég kom strax með þessa grunnhugmynd, „ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker“ en tíminn var mjög naumur, ég var á hlaupum að und- irbúa ferðina og hóaði því í Atla og bað hann að hjálpa mér, draga mig að landi,“ segir Helgi. „Það var mjög skemmtilegur díalógur sem skilaði sér í þessum texta og þessu lagi sem sló svona líka vel í gegn og lagði svo- lítið grunninn að þessari plötu. Síð- an fórum við Gummi um allt land í fimm vikur, mikið ferðalag og þá má segja að hugmyndin hafi kviknað að taka þetta aðeins lengra.“ Vinnubúðir á Hótel Búðum -Urðu fleiri lög á plötunni til á því ferðalagi? „Nei, reyndar ekki í ferðinni sem slíkri. Ég var búinn að semja fullt af lögum fyrir þessa plötu sjálfur eins og ég er vanur en svo var þetta svo skemmtilegt að við Gummi fórum í vinnubúðir á Hótel Búðir í mars síð- astliðnum og sömdum slatta af lög- um. Við unnum líka í lögum sem ég var búinn að semja áður, m.a. „La- piz Lazuli“ og „Ljósið vaknar“. Þetta var mjög gjöfult og við hóuð- um í Atla líka og við unnum textana að mestu leyti saman. Úr varð þessi plata og við fórum í hljóðver í maí og tókum upp með Adda 800. En þetta byrjaði allt með Land Rovernum,“ segir Helgi. -Hverju finnst þér Guðmundur bæta við þínar lagasmíðar? „Fyrst og fremst finnst mér það að eiga díalóg við einhvern mjög gjöfult. Hann kemur kannski með einhvern hljóm og þegar hugmynd kemur í loftið þá kveikir hún aðra. Neisti verður að öðrum neista og færir mann áfram. Það finnst mér koma í tveggja manna samtali.“ Miklar tilfinningar Hvað textagerðina varðar segir Helgi að þeir Atli hafi einfaldlega hist og fabúlerað. „Hugmyndirnar eru kannski mikið til komnar frá mér í grunninn og okkur fannst það eðlilegt þar sem ég væri að fara að syngja þetta. Síðan förum við hvor í sína áttina og skrifum báðir, hend- um á milli en Atli setti þetta í end- anlega formið.“ -Það er mikil fegurð og rómantík á þessari plötu, ekki satt? „Jú, það má alveg segja það, mikl- ar tilfinningar. Fjölskyldan er ná- læg og afturlit, smá nostalgía og minningar. Fjarlægðin gerir fjöllin blá o.s.frv.“ Í einu laganna, „Ljósið vaknar“, syngur Helgi angurblítt til fyrsta barnabarns síns, tveggja ára stúlku. „Ég samdi lagið mánuði eftir að hún fæddist og byrjunina á textanum,“ segir Helgi og er spurður að því hvort hlustendur verði ekki að hafa vasaklút tiltækan þar sem lagið og textinn geti kallað fram nokkur tár. „Jú, jú,“ segir Helgi kíminn. „Ég var að vinna með nýorðnum foreldrum fyrir stuttu og leyfði þeim að heyra lagið. Það var bara grátið, þetta er svo nálægt nýorðnum foreldrum. Mér þykir vænt um lagið og fólki finnst það fallegt.“ -Það er gott að vera faðir en ég hef heyrt að það sé enn betra að vera afi. „Það er náttúrlega ótrúlega mikil gjöf, maður er orðinn það þrosk- aður, börnin öll orðin fullorðin og það er langt síðan maður hefur verið með ungbarn í fanginu. Það rifjar líka upp stundir sem maður áttar sig á núna að maður hefði átt að gefa betri gaum. Þegar maður var að ein- beita sér að starfsferlinum og í djöf- ulganginum að reyna að koma sér upp heimili,“ segir Helgi og hlær. „Nú kann maður betur að meta þessar stundir sem maður á með ungviðinu.“ Eins og pallbíll á ferð -Tíminn líður líka alltaf hraðar eftir því sem maður eldist … „Jú, jú, klárlega.“ -Það hefur ekki fundist nein eðl- isfræðileg skýring á því … „Nei, en þetta er kannski eins og með pikköppinn minn. Hann er með opnum palli og það er búið að sanna það margsinnis að það rignir ekki ofan í pallinn ef maður er á mikilli ferð. Ég hef ekki vísindalega útskýr- ingu á því en þannig er það nú samt,“ segir Helgi og hlær. „Tíminn kemst ekki inn, það er bara einhver lofthjúpur yfir manni þegar maður verður eldri,“ bætir hann við og blaðamaður kann vel að meta þessa samlíkingu. Það er bjart yfir plötutitlinum, Veröldin er ný, og Helgi er spurður að því hvað hann sé að fara með honum. „Ég held að hver manneskja geti sífellt enduruppgötvað sjálfa sig og nýja hluti, átt sín hamskipti innra með sér með afstöðu sinni til lífsins. Að verða afi t.d. breytir óneitanlega aðeins sýninni, það eru ákveðin kaflaskipti en í stærri merkingu finnst mér hollt að sjá hlutina þann- ig að það sé ekki allt bara staðnað og búið. Að maður geti enduruppgötv- að sjálfan sig og lífið og veröldina í kringum sig.“ Söngvarinn Helgi -Snúum okkur aðeins að söng þín- um á plötunni. Fyrsta lagið, „Þegar flóðið fellur að“, liggur mjög hátt. Ertu að reyna að teygja röddina hærra upp? „Nei, það var ekkert markmið í sjálfu sér, lagið var samið svona og ég ákvað bara að reyna að halda því. Það gefur því auðvitað ákveðinn tón og maður þarf að syngja þetta mýkra. Mér finnst skemmtilegt að sýna fleiri fleti og það er kannski það sem ég hef verið að reyna að gera með því að syngja lög eftir aðra á undanförnum árum. Að styrkja söngvarann Helga og sýna þjóðinni og sjálfum mér að það sé hægt að horfa á mig sem söngvara en ekki bara skemmtikraft og rokkara,“ segir Helgi. Hann vilji halda áfram að koma sjálfum sér og öðrum á óvart. Helgi er enda hokinn af reynslu sem söngvari og miðlar af henni sem þjálfari í sjónvarpssöngkeppninni The Voice Ísland á Skjáeinum. „Ég bjóst við því að það yrði ágætlega gaman en verð að játa að það er mun skemmtilegra en ég átti von á og mjög gefandi,“ segir Helgi þegar hann er spurður að því hvort þjálf- arastarfið sé ekki skemmtilegt. „Það er mikil sköpun í þessari vinnu, að vinna með þeim sem eru að taka þátt, velja lög með þeim, finna út- setningar, hjálpa þeim að syngja og koma fram. Að opna fyrir þeim nýja heima í þeim hæfileikum sem þau búa yfir. Stundum þurfa þau að brjótast út á einn eða annan hátt og allir eiga við eitthvað að glíma.“ -Svo fær ný kynslóð að kynnast Helga Björns í leiðinni? „Reyndar og jú, jú, það er já- kvætt. Maður var orðinn nokkuð laus við ágang ákveðins aldurshóps en hann hefur endurnýjast snögg- lega,“ segir Helgi, hlær innilega og bætir við að hann hafi bara gaman af því. Byrjaði allt með Land Rovernum  Helgi Björns er á ljúfum nótum á nýrri plötu, Veröldin er ný  Guðmundur Óskar samdi lögin með honum og Atli Bollason texta  „Neisti verður að öðrum neista og færir mann áfram,“ segir Helgi Morgunblaðið/Styrmir Kári Enduruppgötvun „Ég held að hver manneskja geti sífellt enduruppgötvað sjálfa sig og nýja hluti, átt sín hamskipti innra með sér með afstöðu sinni til lífsins,“ segir Helgi Björns um titil nýútkominnar plötu sinnar, Veröldin er ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.