Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 38

Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir svanhildur.eiriksdottir @reykjanesbaer.is Leikskólinn Gimli hefur verið vott- aður móðurskóli kennsluaðferð- arinnar Leikur að læra. Skólinn hafði lagt góðan grunn að læsi og stærðfræði með leikgleði að leið- arljósi sem auðveldaði innleiðing- arferlið. Aðferðin rýmar að auki vel við Hjallastefnuna sem Gimli starf- ar eftir og framtíðarsýn Reykja- nesbæjar í menntamálum. Það ríkti mikil eftirvænting í leikskólanum Gimli sl. þriðjudags- morgun þegar börn og foreldrar mættu í upphafi skóladags. Það beið nefnilega foreldraverkefni kennsluaðferðarinnar Leikur að læra sem þurfti að leysa í samein- ingu. Sumir áttu að skrifa niður orð sem byrjaði á ákveðnum staf sem táknaði umhyggju eða fé- lagsskap. Aðrir áttu að finna klemmu með nafninu sínu, finna svo upphafsstafinn í stafahrúgu og festa klemmuna á upphafsstafinn. Enn aðrir áttu að finna rímorð við orð úr orðaskjóðu. Svo átti að hoppa á öðrum fæti í plássið sitt eða ganga bangsagang. Þegar kom að því að skoða orðið og klappa at- kvæði vildu sum börnin heldur taka armbeygju fyrir hvert atkvæði en klappa. Þegar blaðamann bar að garði til að fá að fylgjast með og taka myndir ríkti bara gleði í garð verkefnisins. Geta leitað til móðurskóla Leikskólinn Gimli var nýlega vottaður móðurskóli Leikur að læra-kennsluaðferðarinnar, sem Kristín Einararsdóttir, íþrótta- og grunnskólakennari, er höfundur að. Kennsluaðferðin gengur út á að kenna börnum á aldrinum tveggja til 10 ára bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipu- lagðan, líflegan og árangursríkan hátt. „Ég byrjaði að fikra mig áfram með þessa kennsluaðferð ár- ið 2005 þegar ég starfaði sem grunnskólakennari við Lágafells- skóla í Mosfellsbæ. Svo þegar ég færði mig yfir í Krikaskóla í Mos- fellsbæ, sem er bæði leik- og grunnskóli, opnaðist mér alveg nýr heimur. Leikskólabörnin tóku svo vel við sér,“ segir Kristín um upp- haf kennsluaðferðarinnar. Aðferðin hefur verið þróuð heildstætt fyrir leikskóla en hægt er að nota hluta úr henni á öllum stigum grunn- skóla. Fyrir tveimur árum sendi Krist- ín upplýsingar til allra leikskóla í landinu um kennsluaðferðina Leik- ur að læra. Hún segir starfsfólk á Gimli strax hafa tekið verkefnið með opnum hug og verið mjög móttækilegt fyrir notkun þess. Því hafi hugmyndin að móðurskóla ver- ið þróuð í samvinnu við starfsfólk. Að vera móðurskóli þýðir að aðrir leikskólar sem vilja kynna sér hug- myndafræði kennsluaðferðarinnar og framkvæmd geti leitað til skól- ans. Auk Gimlis er aðeins einn ann- ar móðurskóli á landinu, leikskólinn Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ. Stafir og form um allan skóla Karen Valdimarsdóttir, leikskóla- stjóri Gimlis, segir ástæðuna fyrir því hversu vel gekk að innleiða kennsluaðferðirnar vera þá að þær samrýmist hugmyndafræði leik- skólans, sem er Hjallastefnu- leikskóli. „Við vorum búin að leggja grunn að læsi og stærðfræði með leikgleðina að leiðarljósi. Kennslu- aðferðin Leikur að læra var því góð og gagnleg viðbót sem starfs- mannahópurinn var tilbúinn til að vinna með og þróa áfram í leik- skólastarfinu í samvinnu við Krist- ínu. Það hefur aldrei vafist fyrir leikskólakennurum að börn læri mest og best í gegnum leikinn og að taka hreyfinguna og foreldra- verkefnið enn frekar með er hrein snilld. Við þurfum að upphefja leik og hreyfingu sem kennsluaðferð á öllum aldursstigum í skólakerfinu.“ Karen segir ekki síður mikilvægt hversu vel foreldrarnir taki í verk- efnið því þetta sé byggt á sam- vinnu starfsfólks, barnanna og for- eldranna. Teknar eru tvær þriggja mánaða lotur hvora önn en kennsluaðferðin er sýnileg í leik- skólanum árið um kring. Bók- og tölustafir, litir og form eru mjög sýnileg í umhverfi Leikur að læra- skóla og efniviður til náms alltaf til staðar, líka á útisvæði. Útikennsla hefur því þróast á Gimli í takt við uppbyggingarferli aðferðarinnar. „Það er mikill heiður fyrir Gimli að Kristín, höfundur Leikur að læra, skyldi hafa valið skólann sem móð- urskóla. Ég tel það fyrst og fremst áhugasasömu starfsfólki og for- eldrum barna á Gimli að þakka,“ segir Karen að lokum. Að vita meira í dag en í gær  Leikgleðin er höfð að leiðarljósi í kennsluaðferðinni Leikur að læra  Bóklegar greinar kenndar með leik, hreyfingu og skynjun  Góð og gagnleg viðbót á Gimli  Hoppa og ganga bangsagang Örvar hreyfingu Þau börn sem vilja mega taka jafn margar armbeygjur og atkvæðafjöldi orðsins sem þau skrifa inniheldur, í stað þess að klappa hann. Móðurskóli F.v.: Guðrún Sigurðardóttir aðst.leiksk.stjóri á Gimli, Kristín Ein- arsd., höfundur Leikur að læra, og Karen Valdimarsdóttir, leikskólastj. á Gimli. Leikskólar sem velja að vera í Leikur að læra liðinu, kenna a.m.k. tvisvar í viku í gegnum leik og hreyfingu í sal og sam- verustund og nota foreldraverk- efni. Tilgangurinn með foreldra- verkefni er að gefa foreldrum betri innsýn í það sem skólinn er að vinna með hverju sinni og hugmyndir um hvernig hægt er að vinna áfram með barninu heima. Teymi er myndað innan leikskólans í kringum verkefnið. Teymið heldur örfundi vikulega þar sem línur eru lagðar fyrir næsta foreldraverkefni. Jafn- framt er farið yfir öll atriði með það í huga að betrumbæta verk- efnið. Markviss kennsla og þjálfun í undirstöðuatriðum lesturs og stærðfræði snemma á skóla- göngunni gegnir lykilhlutverki í Framtíðarsýn Reykjanesbæjar í menntamálum. Þar er mark- miðið að skapa nemendum betri tækifæri til náms og um leið að bæta námsárangur barna á svæðinu. Foreldrar fá betri innsýn TVISVAR Í VIKU Gaman Orð yfir umhyggju sem byrjar á B eða N. Þessum feðginum leiddist ekki foreldraverkefnið því skemmtilegt spjall verður til í kringum það. Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.