Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir svanhildur.eiriksdottir @reykjanesbaer.is Leikskólinn Gimli hefur verið vott- aður móðurskóli kennsluaðferð- arinnar Leikur að læra. Skólinn hafði lagt góðan grunn að læsi og stærðfræði með leikgleði að leið- arljósi sem auðveldaði innleiðing- arferlið. Aðferðin rýmar að auki vel við Hjallastefnuna sem Gimli starf- ar eftir og framtíðarsýn Reykja- nesbæjar í menntamálum. Það ríkti mikil eftirvænting í leikskólanum Gimli sl. þriðjudags- morgun þegar börn og foreldrar mættu í upphafi skóladags. Það beið nefnilega foreldraverkefni kennsluaðferðarinnar Leikur að læra sem þurfti að leysa í samein- ingu. Sumir áttu að skrifa niður orð sem byrjaði á ákveðnum staf sem táknaði umhyggju eða fé- lagsskap. Aðrir áttu að finna klemmu með nafninu sínu, finna svo upphafsstafinn í stafahrúgu og festa klemmuna á upphafsstafinn. Enn aðrir áttu að finna rímorð við orð úr orðaskjóðu. Svo átti að hoppa á öðrum fæti í plássið sitt eða ganga bangsagang. Þegar kom að því að skoða orðið og klappa at- kvæði vildu sum börnin heldur taka armbeygju fyrir hvert atkvæði en klappa. Þegar blaðamann bar að garði til að fá að fylgjast með og taka myndir ríkti bara gleði í garð verkefnisins. Geta leitað til móðurskóla Leikskólinn Gimli var nýlega vottaður móðurskóli Leikur að læra-kennsluaðferðarinnar, sem Kristín Einararsdóttir, íþrótta- og grunnskólakennari, er höfundur að. Kennsluaðferðin gengur út á að kenna börnum á aldrinum tveggja til 10 ára bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipu- lagðan, líflegan og árangursríkan hátt. „Ég byrjaði að fikra mig áfram með þessa kennsluaðferð ár- ið 2005 þegar ég starfaði sem grunnskólakennari við Lágafells- skóla í Mosfellsbæ. Svo þegar ég færði mig yfir í Krikaskóla í Mos- fellsbæ, sem er bæði leik- og grunnskóli, opnaðist mér alveg nýr heimur. Leikskólabörnin tóku svo vel við sér,“ segir Kristín um upp- haf kennsluaðferðarinnar. Aðferðin hefur verið þróuð heildstætt fyrir leikskóla en hægt er að nota hluta úr henni á öllum stigum grunn- skóla. Fyrir tveimur árum sendi Krist- ín upplýsingar til allra leikskóla í landinu um kennsluaðferðina Leik- ur að læra. Hún segir starfsfólk á Gimli strax hafa tekið verkefnið með opnum hug og verið mjög móttækilegt fyrir notkun þess. Því hafi hugmyndin að móðurskóla ver- ið þróuð í samvinnu við starfsfólk. Að vera móðurskóli þýðir að aðrir leikskólar sem vilja kynna sér hug- myndafræði kennsluaðferðarinnar og framkvæmd geti leitað til skól- ans. Auk Gimlis er aðeins einn ann- ar móðurskóli á landinu, leikskólinn Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ. Stafir og form um allan skóla Karen Valdimarsdóttir, leikskóla- stjóri Gimlis, segir ástæðuna fyrir því hversu vel gekk að innleiða kennsluaðferðirnar vera þá að þær samrýmist hugmyndafræði leik- skólans, sem er Hjallastefnu- leikskóli. „Við vorum búin að leggja grunn að læsi og stærðfræði með leikgleðina að leiðarljósi. Kennslu- aðferðin Leikur að læra var því góð og gagnleg viðbót sem starfs- mannahópurinn var tilbúinn til að vinna með og þróa áfram í leik- skólastarfinu í samvinnu við Krist- ínu. Það hefur aldrei vafist fyrir leikskólakennurum að börn læri mest og best í gegnum leikinn og að taka hreyfinguna og foreldra- verkefnið enn frekar með er hrein snilld. Við þurfum að upphefja leik og hreyfingu sem kennsluaðferð á öllum aldursstigum í skólakerfinu.“ Karen segir ekki síður mikilvægt hversu vel foreldrarnir taki í verk- efnið því þetta sé byggt á sam- vinnu starfsfólks, barnanna og for- eldranna. Teknar eru tvær þriggja mánaða lotur hvora önn en kennsluaðferðin er sýnileg í leik- skólanum árið um kring. Bók- og tölustafir, litir og form eru mjög sýnileg í umhverfi Leikur að læra- skóla og efniviður til náms alltaf til staðar, líka á útisvæði. Útikennsla hefur því þróast á Gimli í takt við uppbyggingarferli aðferðarinnar. „Það er mikill heiður fyrir Gimli að Kristín, höfundur Leikur að læra, skyldi hafa valið skólann sem móð- urskóla. Ég tel það fyrst og fremst áhugasasömu starfsfólki og for- eldrum barna á Gimli að þakka,“ segir Karen að lokum. Að vita meira í dag en í gær  Leikgleðin er höfð að leiðarljósi í kennsluaðferðinni Leikur að læra  Bóklegar greinar kenndar með leik, hreyfingu og skynjun  Góð og gagnleg viðbót á Gimli  Hoppa og ganga bangsagang Örvar hreyfingu Þau börn sem vilja mega taka jafn margar armbeygjur og atkvæðafjöldi orðsins sem þau skrifa inniheldur, í stað þess að klappa hann. Móðurskóli F.v.: Guðrún Sigurðardóttir aðst.leiksk.stjóri á Gimli, Kristín Ein- arsd., höfundur Leikur að læra, og Karen Valdimarsdóttir, leikskólastj. á Gimli. Leikskólar sem velja að vera í Leikur að læra liðinu, kenna a.m.k. tvisvar í viku í gegnum leik og hreyfingu í sal og sam- verustund og nota foreldraverk- efni. Tilgangurinn með foreldra- verkefni er að gefa foreldrum betri innsýn í það sem skólinn er að vinna með hverju sinni og hugmyndir um hvernig hægt er að vinna áfram með barninu heima. Teymi er myndað innan leikskólans í kringum verkefnið. Teymið heldur örfundi vikulega þar sem línur eru lagðar fyrir næsta foreldraverkefni. Jafn- framt er farið yfir öll atriði með það í huga að betrumbæta verk- efnið. Markviss kennsla og þjálfun í undirstöðuatriðum lesturs og stærðfræði snemma á skóla- göngunni gegnir lykilhlutverki í Framtíðarsýn Reykjanesbæjar í menntamálum. Þar er mark- miðið að skapa nemendum betri tækifæri til náms og um leið að bæta námsárangur barna á svæðinu. Foreldrar fá betri innsýn TVISVAR Í VIKU Gaman Orð yfir umhyggju sem byrjar á B eða N. Þessum feðginum leiddist ekki foreldraverkefnið því skemmtilegt spjall verður til í kringum það. Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.