Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 3
75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Viðbrögð við PISA 2015
– Reynsla skiptir máli
Niðurstöður PISA-könnunarinnar
frá árinu 2015 benda til þess að
læsi 15 ára íslenskra nemenda í
náttúruvísindum hafi farið aftur.
Viðhorf íslenskra nemenda til
náttúru vísinda er aftur á móti
jákvætt og vitund þeirra um
umhverfismál hefur aukist. Við-
brögð við þessum tíðindum gætu
verið þau að gefa börnunum færi
á aukinni beinni reynslu af viðfangs-
efnum náttúruvísinda – og auka
samstarf kennara og fagmanna í
þessum fræðum.
PISA-kannanirnar hafa verið
lagðar fyrir skólabörn – 10. bekk
á Íslandi – í aðildarríkjum OECD
á þriggja ára fresti frá árinu 2000.
Prófað er í lesskilningi, og hefur sá
þáttur oftast vakið mesta athygli
hérlendis, en einnig í stærðfræðilegu
læsi og náttúruvísindalegu. Hug-
takið náttúruvísindi er í þessum
könnunum notað sem samheiti um
eðlisvísindi, jarðvísindi og lífvísindi.
Í ljósi niðurstaðnanna í PISA 2015
er eðlilegt að spyrja hvort áherslur
könnunarinnar séu aðrar en í
aðalnámskrá grunnskólans. Við rýni
í námskrána frá 2011 má sjá að svo
er ekki. Áherslur í könnuninni eru í
góðu samræmi við þá hæfni sem lýst
er í aðalnámskrá. Þetta á til dæmis
við um umfjöllun um grunnþætti
menntunar og um hæfniviðmið fyrir
náttúrugreinar.
Þegar rýnt er nánar í þekkingar-
svið læsis á náttúruvísindi kemur
í ljós að íslensku nemendurnir
eru einu til tveimur árum á eftir
jafnöldrum sínum í Noregi, Svíþjóð
og Danmörku í eðlis- og efnafræði.
Þá benda niðurstöðurnar til þess að
íslenskum unglingum hafi farið mest
aftur á þekkingarsviði jarðvísinda
og stjörnufræði (e. earth and space).
Í niðurstöðum PISA 2015 birtist
ákveðin mótsögn um kennsluna.
Nemendur segjast upplifa mikinn
stuðning náttúrufræðikennara sinna.
Í því felst að þeim finnst að námi
þeirra sé sýndur áhugi, þeir fá
aukaaðstoð þegar það þarf og geti
tjáð skoðanir sínar ef þeir vilja. Þá
hafa þeir mikla trú á eigin getu. Aftur
á móti telja þeir sig fá litla endurgjöf.
Í endurgjöf felast upplýsingar um
frammistöðu hvers og eins, um það
hvar styrkleikarnir liggja, á hvaða
sviðum nemandinn gæti bætt sig
og hvernig hann eða hún gæti farið
að því. Upplifun íslenskra nemenda
bendir til að hér þurfi afdráttarlaus
viðbrögð með faglegum stuðningi
við kennarana.
Þessar vísbendingar ríma vel við
rannsóknir á íslensku skólastarfi
og þá sérstaklega rannsóknir sem
hafa beinst að kennsluháttum
í náttúrufræði síðasta áratug. En
hvað er þá til ráða? Hvernig má
efla náttúrufræðimenntun þannig
að nemendur öðlist þá hæfni sem
aðalnámskrá kveður á um og er
mæld í alþjóðlegri könnun á borð
við og PISA?
Menntun í náttúrufræði er á
ábyrgð margra aðila. Ef kennarinn
er óöruggur eða telur einhverja
hindrun í vegi fyrir því að hann nái
sem mestu og bestu úr samveru-
tímum með nemendum, þá er
það ekki einkamál kennarans. Ef
kennarann vantar þekkingu og
reynslu, og ef til vill trú á eigin getu
til að kenna náttúrufræði, þá má
færa fyrir því rök að réttur nemenda
til náms sé skertur.
Meðal þeirra sem hafa áhrif á
skilyrði til náms og kennslu eru
stefnumótendur, kennarar, skóla-
stjórnendur, nemendur, náms efnis-
höfundar, starfsfólk sveitarfélaga og
sérfræðingar á tilteknum fagsviðum.
Þá þarf að hafa í huga að starf í
skólum hefur breyst frá því sem áður
var og hlutverk kennara er flóknara
nú en fyrir til dæmis aldarþriðjungi.
Ef efla á náttúrufræðimenntun þarf
að styðja skólastarfið á hverjum
stað og nýta markvisst það nær-
umhverfi sem nemendur búa í. Í
því samhengi þarf að spyrja hvernig
náttúrufræðingar geti stutt kennara
og unnið með þeim. Rannsóknir á
kennslu benda til þess að það ætti
að draga úr áherslunni á miðlun
upplýsinga og beina sjónum annars
vegar að orðaforða og lesskilningi
nemenda og hins vegar að því að
gefa nemendum færi á að öðlast
reynslu af því sem námsbækur
kynna. Með þetta tvennt í huga
þarf að rýna í það hvers konar
kennsluefni á sviði náttúruvísinda
er til fyrir unglinga og athuga hvort
slíkt kennsluefni sé í takt við þær
áherslur sem aðalnámskrá kynnir.
Í þessu samhengi er hlutverk
náttúrufræðinga mikilvægt.
Kennarar eru að sjálfsögðu fag-
mennirnir á sviði kennslu, en
náttúrufræðingar með sérþekkingu
á spennandi sviðum geta veitt
kennurum stuðning og verið
nemendum bæði fyrirmynd og
hvatning.
Auður Pálsdóttir, Ph.D.
lektor við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands