Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 216. tölublað 104. árgangur
Frír ís
fyrir
krakka!
í september
Nánar ábls31
MÁLANDI
FJÓSAKONA
Í HRUNA
FJÖLDAMORÐ
TIL AÐ HYLJA
EIGIN GLÆPI
MARGIR
ÞÆTTIR RÁÐA
ÍBÚÐAVERÐI
BASKAVÍGIN 82 VIÐSKIPTAMOGGINNGRÉTA GÍSLADÓTTIR 16
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hundruð starfa verða við laxeldi á
Djúpavogi og í Fjarðabyggð ef áætl-
anir fiskeldisfyrirtækjanna um upp-
byggingu fiskeldis á Austfjörðum
ganga eftir. Tvö stærstu fyrirtækin
hafa leyfi til framleiðslu á samtals 17
þúsund tonnum á ári en þau áforma
að auka framleiðsluna upp í um 80
þúsund tonn.
Fiskeldi Austfjarða er með leyfi til
framleiðslu á 11 þúsund tonnum í
Berufirði og Fáskrúðsfirði og er með
aukningu upp í 24 þúsund tonn í leyf-
isveitingaferli. Fyrirtækið hefur nú
kynnt matsáætlanir um allt að 30
þúsund tonna eldi til viðbótar í þrem-
ur 10 þúsund tonna einingum í Seyð-
isfirði, Mjóafirði, Norðfirði, Hellis-
firði og Viðfirði.
Laxar fiskeldi undirbúa fram-
leiðslu í Reyðarfirði út á sex þúsund
tonna leyfi sem fyrirtækið hefur afl-
að sér þar. Jafnframt er fyrirtækið
með áform um 19 þúsund tonna
framleiðslu í Berufirði og Fáskrúðs-
firði.
Guðmundur Gíslason, stjórnarfor-
maður Fiskeldis Austfjarða, áætlar
að 150-200 bein störf verði við fyr-
irtækið innan nokkrra ára. Hann
segir að laxeldið skapi góð og örugg
störf og heilmikil tækifæri til vaxtar í
þessum byggðarlögum. Nefnir hann
driftina á Djúpavogi og sunnanverð-
um Vestfjörðum sem dæmi um það.
Hundruð
starfa í laxi
Áform um aukningu í eldi á Austfjörðum
MMikil áform »6
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Fiskeldi hefur verið stund-
að í Berufirði í allmörg ár.
Hið friðlýsta land Þingvellir við Öxará er þekkt fyrir einstaka náttúru og sögustaði og er gjáin
Silfra einn af þeim. Aðsókn í köfun í Silfru hefur aukist mjög mikið undanfarin ár. Hér bíða er-
lendir ferðamenn með óþreyju eftir að röðin komi að þeim. Þessi kristaltæra gjá heillar
marga, þykir einn flottasti köfunarstaður á Íslandi og er þekkt víða um heim.
Bíða í röð eftir að fá að kafa
Morgunblaðið/Ómar
Fagfjárfestasjóðurinn Arev N II
hætti á síðustu stundu við kaup á
65% hlut í byggingavöruversluninni
Múrbúðinni nýlega. Sjóðurinn er
m.a. í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
Viðræður um bætur til seljandans
hafa staðið yfir og hafa ekki verið
til lykta leiddar enn. » Viðskipti
Hætti við kaup
á Múrbúðinni
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, hefur ritað bankaráði Seðla-
bankans bréf í kjölfar þess að bankinn
ákvað að sekta fyrirtækið vegna
meintra brota á gjaldeyrislögum. Þar
lýsir hann vonbrigðum með „tómlæti
bankaráðs gagnvart framferði undir-
manna þess“. Bendir hann á í bréfinu
að gjaldeyriseftirlit bankans hafi vísvit-
andi litið fram hjá gögnum sem stað-
festu að fyrirtækið hefði ekki farið á
svig við lög og að með yfirlýsingum um
að bankinn hefði ekki aflað gagna um
gjaldeyrisreikninga fyrirtækisins hjá
Arion banka hefðu starfsmenn bank-
ans orðið uppvísir að ósannindum.
Gögn sem Þorsteinn vísar til sanna að
Seðlabankinn sendi Arion banka
gagnaöflunarbeiðni varðandi reikn-
ingana og fékk upplýsingar er þá vörð-
uðu í hendur skömmu síðar.
Í samtali við Morgunblaðið segist
Þorsteinn ekki skilja hvað bankanum
gangi til með álagningu sektarinnar.
„Við höfum þurft að búa við þetta í
fimm ár. Málið hef-
ur verið rekið af
seðlabankastjóra
og nokkrum starfs-
mönnum bankans,
meðal annars í fjöl-
miðlum þar sem
ósannindum hefur
ítrekað verið dreift
í skjóli þeirrar
virðingar sem
Seðlabankinn nýt-
ur. Ekkert af málatilbúnaði bankans
hefur staðist og allt sem hann hefur
haldið fram hefur verið hrakið. Það er
með öllu óskiljanlegt að bankaráðið
skuli ekki grípa inn í og stöðva þá
starfsmenn bankans sem ganga fram
með þessum hætti. Að mati seðla-
bankastjóra er ég svo lánsamur að hafa
verið kærður í tvígang til lögreglu og
fengið þannig tækifæri til að sýna fram
á sakleysi mitt og Samherja. Aðrir
myndu líta þetta alvarlegum augum og
kalla rangar sakargiftir. Svona lagað á
ekki og má ekki gerast aftur.“
Þorsteinn segir að nú verði höfðað
ógildingarmál vegna álagningar sekt-
arinnar. ses@mbl.is
Telur bankaráðið
þurfa að grípa inn í
Sakar Seðla-
bankann um rang-
ar sakargiftir
Þorsteinn Már
Baldvinsson
MViðskiptaMoggi » 2